Feykir - 11.06.2009, Page 4
4 Feykir 23/2009
Blönduós
Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2009
Sumarsýning
Heimilisiðnaðarsafnsins
2009 var opnuð annan í
hvítasunnu. Um er að ræða
samsýningu
textíliistakvennanna Helgu
Pálínu Brynjólfsdóttur,
Kristveigar Halldórsdóttur
og Rósu Helgadóttur.
Sýningin ber heitið “Hring
eftir hring” en verkin eru
unnin sérstaklega inn í
sýningarrýmið með beinni
skfrskotun til muna
safnsins og Halldórustofu.
í upphafi og við lok
athafnar heillaði Alexandra
Chernyshova viðstadda
með söng sfnum. Fjölmenni
var við opnunina og margt
aðkomufólk og þáðu gestir
kaffi og kleinur í lok
athafnarinnar.
í ávarpsorðum Elínar
forstöðukonu Heimilis-
iðnaðarsafnsins kom fram að
þessi árvissi atburður í safninu,
að opna nýja sýningu
textíllistafólks vekti ekki
aðeins athygli á Heimilis-
iðnaðarsafninu heldur líka á
héraðinu og Blönduóssbæ.
Allar sýningarnar hefðu verið
mjög fjölbreyttar og
metnaðarfullar og safngestir
tekið þeim mjög vel. Gjarnan
bærust kveðjur frá öllum
heimshornum til safnsins árið
um kring sem vekti upp þá
spurningu hvort við heimafólk
gerðum okkur fyllilega grein
fyrir hvaða gersamar við
hefðum í höndunum.
Þá vék Elín að öðru verkefni
sem unnið hefur verið á
vegum Heimilisiðnaðar-
safnsins í vetur sem er
endurútgáfa á bókinni Vefn-
aður á íslenskum heimilum á
19. öld og fyrri hluta 20. aldar.
Þessa bók tók Halldóra
Bjarnadóttir saman og hún
var gefin út árið 1966 en hún
hefur verið ófáanleg um langa
hríð.
Elín sagði að eft ir styrkúthlutun
Menningarráðs Norðurlands
vestra sl. haust hefði
teningunum verið kastað og
ákveðið að gefa bókina út að
nýju. Þó hefði stjórn safnsins
velt fyrir sér hvort fresta ætti
útgáfunni með tilliti til þeirra
breytinga sem urðu í
samfélaginu seinniparts
síðasta árs. Það var þó ákveðið
að halda ótrauð áfram og hafa
ýmsir lagt hönd á plóg með
fjárframlögum sem ber að
þakka.
Bókin er eins og frumútgáfan
ef frá er talinn formáli eftir
Áslaugu Sverrisdóttur
sagnfræðing ásamt
aðfaraorðum Elínar en
hvortveggja þýddi Steinunn J.
Ásgeirsdóttir á ensku. Þá voru
teknar nokkrar myndir af
munum sem getið er um í
bókinni og varðveittir eru í
Halldórustofu og gerður
viðauki við bókina. Með þessu
er efni bókarinnar á engan
hátt breytt en hægt að skoða
nýlegar myndir í viðauka af
ákveðnum munum sem
merktir eru viðkomandi
blaðsíðu.
Bókin verður seld á sérstöku
tilboðsverði á 5.900- krónur til
og með 17. júní.
Sunneva Hafsteinsdóttir
framkvæmdastjóri Handverks
og Hönnunar opnaði
sýninguna og sagði að
formlegur undirbúningur að
sýningunni hefði hafist á
málþingi sem haldið var í
ÞAKKARORÐ
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu
Svanfríður G. Þóroddsdóttir
Sauðárkróki
Hjartans þakkir
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
___________________________________________[íT
Frá opnun Heimilisiðnaðarsafnsins árið 2008.
tilefni af 135 ára
fæðingarafmæli Halldóru
Bjarnadóttur í október 2008.
Lagði hún áherslu á hve
Heimilisiðnaðarsafnið væri
einstakt og ekki annað hægt
en að fýllast lotningu og
aðdáun á því fólki sem hafði
svo ríka þörf fyrir að gera
umhverfi sitt fallegt. Vakti hún
athygli á bæklingi sem gefinn
hefur verið út í tengslum við
sýninguna en þar skrifar
Jórunn Sigurðardóttir,
útvarpskona, nokkur orð um
sýnendurna og verk þeirra og
segir meðal annars:
“Hvernig eigum við annars að
geta skimað lengra og séð
víðar um? Það þarf stöðugt
nýjar samsetningar, nýtt
“upphaf” á hringinn, nýjar
framsetningar, til að segja
eitthvað um það líf sem við
lifúm rétt eins og safnkosturinn
í Heimilisiðnaðarsafninu segir
svo margt um það líf sem áður
var lifað”.
( ÁSKORENDAPENNINN )
Árni Geir skrifar úr Kópavogi
Hæ Amma
Eg vil þakka kærlega
vinstri Bakverðinum og
Hársmiðjumongúlnum,
Brynjari ‘stöngin
inn’ Elefsen, fýrir
góða fyrirgjöf úr
Grafarvoginum!
Það var gott að alast
upp í Háuhlíðinni og
stutt í helstu nauðsynjar
uppvaxtaáranna. Til að
mynda heimsklassa
sundlaug sem með
lítilli fyrirhöfn við
stíflugerð bauð uppá
grugguga sundspretti
og hornsílarækt,
lífshættulegar
snjóhengjur og þriðju
kynslóðar malarvöll.
Það var líka stutt á
fótboltaæfingar. Hvort
sem það var snarróta- og
beititúnið á Skallaflötinni
eða tjaldstæðið á
Nafarbarminum...
þar sem refsingin
fyrir lélega sendinga
eða misheppnað
skot sú kvöð að þurfa
ná íboltann niðurá
aðalvöllinn. Norðan
Kirkjuklaufar, en einnigtil
brúks, vorum við á hinu
stórgóða austurhallandi
Sölvatúni. Þarvar
völlurinn líklega sleginn
ísamkrulli við önnur
tún c.a. 3svar á ári, en
kannski þó fyrir bestu
þar sem hátt grasið
hægði á boltanum
þegar spilað var niður
brekkuna. Þessi
æfingasvæði höfðu þó
þann kost að aðgengi
farartækja var gott.
Þetta gerði Guðbrandi
Guðbrandssyni þjálfara
okkar kleift að stjóma
æfingum úr framsætinu
á bílnum sínum í
vondum veðrum. Það
heppnaðist yfirleitt
mjög vel þar sem hann
setti upp frjálst spil og
dæmdi aukaspyrnur
með því að þeyta
bílflautuna.
Með nesti, veiðistangir
og túttubyssur að vopni
var farið í viðameiri
ævintýri. Um tíma áttum
við félagarnir prýðis
afdrep við Tjarnatjörnina.
Meðal uppstökkra
álfta og blóðþyrstra
mýflugna voru prýðis
afþreyingartækifæri. Við
komum okkur m.a. upp
ágætis fleka. Hann var
tryggilega bundinn við
land með löngu reipi,
og með góðri spýtu
var hægt að fikra sig
áfram. Einhverju sinni
hafði Auðunn Blöndal
lagt í siglingu. En langt
kominn út á vatnið
missti hann spýtuna
góðu. Greip hann þá
til reipisins sem fast
átti að vera bundið við
bakkann. Eitthvað hefur
pelastikkið brugðist
þennan daginn og flaut
því Auðunn bjargarlaus
um vatnið og kallaði
á hjálp. Til allrar lukku
var með í för Birgir Óli
Sigmundar. Biggifékk
bringuhár í bamaskóla
og var á þessum tímum
töluvert hraustari en við
guttarnir. Það nýttist
okkur einmitt vel í
íþróttum, þó að foreldrar
annarra liða hafi efast
um aldur stráksins
með skeggvöxtinn í
minniboltanum. Biggi
svaraði kalli Auðuns.
Klæddi sig úröllu
nema nærbrókunum og
stakk sér til sunds. Á
Grettisskriði náði hann
fljótt flekanum og dró
hann í átt að landi.
En þegar um 5 metrar
voru í land og grunnt
var orðið í botninn
þá stökk Auðunn af
flekanum og óð hnéhátt
vatnið í land. Kaldir og
mishraktir lögðum við
af stað heim á leið upp
með Sauðánni. Fljótlega
bar þó á meintu kuli á
fótum Auðuns. Enda
hafði hann hetjulega
barist lokasprettinn af
flekanum. Þá kom sér
aftur vel að Biggi var
með í för. Óþreyttur eftir
sundið kom hann vini
sínum afturtil bjargarer
hann tók Auðunn uppá
herðarnar og bar hann
heim ÍTúnahverfið. Það
er gott að eiga trausta
vini.
Eg skora á
salsadansarann,
rithöfundinn og
sálfræðispekúlantinn
Áma Þórodd
Guðmundsson að
taka við pennanum í
Kaupmannahöfn.