Feykir


Feykir - 11.06.2009, Side 6

Feykir - 11.06.2009, Side 6
6 Feykir 23/2009 SÓLVEIG FJÓLMUNDSDÓTTiR í FEYKISVIÐTALI 'mmm iimigw Hluti /eikhópsins, á myndina vantar leikkonur úr Suðurdeildinni Skapari Töfratóna Ævintýrakistunnar Sólveig Fjólmundsdóttir á Sauóárkróki ræöst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en á 17. júní veróur, í íþróttahúsinu á Sauóárkróki, frumsýnd söng- og leiksýning eftir Sólveigu. Verkió heitir Töfratónar Ævintýrakistunnar og er söngskemmtun fyrir börn á öllum aldri. Feykir hitti hina ungu athafnakonu á milli æfinga og forvitnaöist örlítiö meira um Sólveigu, Lykil og alla hina. Sólveig hefur lengi verið viðloðandi tónlist eða frá því að hún byrjaði ung að aldri að syngja með kirkjukórnum á Hofsósi. Síðar sigraði hún forkeppni FNV fyrir Söngkeppni framhaldsskól- anna og tók að sjálfsögðu þátt í aðal keppninni. -Ég söng lag úr Bond mynd en dómnefndin var ekki alveg nógu góð þetta árið svo ég komst ekki í sæti fyrir flutninginn. Þetta var allt dómnefndinni að kenna, annars hefði ég rústað þessu, segir Sólveig og hlær hjartanlega. Þannig að ef Idolið hefði verið byrjað þá hefðir þú tekið þátt? -Guð, já, ekki spurning, svarar Sólveig brosandi. -Þá hefði ég nú reyndar örugglega sagt glætan en nú segi ég að maður á að nýta ölf þau tækifæri sem gefast. -Ég hreinlega elska að horfa á Idol og alls kyns söngvakeppnir, get ekki neitað því að ég er algjör söngvakeppnisnörd, bætir hún við. Hvað með Evrovision, þú átt ekki lag í skúffunni fyrir þá keppni? -Kannski, einhvern tímann jú. Ætli ég feti ekki bara í fótspor vinkonu minnar, Erlu Gígju. Aldrei að segja aldrei amk. Styrkur frá Menningarráói gerói gæfumuninn Sólveig vinnur hjá Vmnueftirliti ríkisins og er í sambúð með Rúnari Símonarsyni, verktaka, en saman eiga þau tvö börn. Kolbrúnu Sonju 9 ára og Hákon Snorra 3 ára. Síðan er hún dugleg að syngja við hin ýmsu tækifæri, á Sæluviku, við brúðkaup, skírnir og alls kyns uppákomur og viðburði. En þessa dagana eru það Töfratónar Ævintýrakisturnar sem eiga hug hennar og hjarta. En hvernig skyldi það hafa komið tfl að ung, útivinnandi húsmóðir á Sauðárkróki tók sig tU og ákvað að setja upp sýningu sem þessa? -Það hafði blundað í mér nokkuð lengi að setja upp sýningu sem yrði þá aðallega ætluð fyrir börn. Það var síðan síðasta sumar sem ég fór að þreifa aðeins fyrir mér og athuga hvort þetta væri á annað borð gerlegt. Síðan kom kreppa og ég eiginlega gaf þetta upp á bátinn og taldi litla möguleika á að fá fjármagn í svona verkefni. Þá kom hún Katrín María Andrésdóttir, hjá SSNV, til sögunnar en hún ýtti á mig og aðstoðaði við að sækja um styrk tU Menningarráðs Norðurlands vestra. Hún á miklar þakkir skfldar. Þegar ljóst var að styrkur til verkefnisins var f höfn átti ég orðið nóg tU þess að fara af stað. Nú þessu tæpa ári síðar er hugmyndin, með góðra vina hjálp, orðin að veruleika. Sólveig ákvað í upphafi að hafa sýninguna með mikið af söngvum úr þekktum barna- leikritum, ævintýrum og teiknimyndum. Með það f huga settist hún niður við skriftir. Hugmyndafræðin gekk út á að tvinna hin ýmsu verk saman og fá söguþráð á milli þeirra. Það var einmitt í þeirri vinnu sem Lykill varð tU. -LykiU er aðalpersóna sýningarinnar, tónlistarálfur og mikiU prakkari. Hann býr í skógi í Álfheimum og á gríðarstóra kistu sem hann safnar í tónlist frá vinum sínum úr Ævintýraheimunum. LykiU leyfir áhorfendum að skoða guUin sín og upp úr kistunni kemur töfrandi tónlist og litríkar sögupersónur, margar hverjar vel þekktar börnum á öllum aldri. LykiU er mikiU orkubolti og graUari og á að tíl að vera mömmu sinni rúmlega handfyUi. Nú er hann einmitt kominn í felur fyrir henni sökum prakkarastrika og þorir ekki heim. Mamma LykUs leitar hans nú logandi ljósi og óttast að eitthvað slæmt hafi hent hann í skóginum þar sem aUskonar verur eru á sveimi og ýmislegt getur gerst, útskýrir Sólveig aðspurð um verkið.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.