Feykir - 11.06.2009, Qupperneq 7
23/2009 Feykir 7
Leikkona, leikstjóri,
höfundur
Sólveig mun sjálfleika mömmu
Lykils auk þess að leikstýra
verkinu. Lykill er aftur á móti
leikinn af Sigurlaugu Vordísi.
-Við erum alls 13 leikarar og
flytjendur sem komum fram á
sýningunni auk þess sem við
erum með live fiðluleikara og
saxafónleikara líka. Við erum í
raun tveir hópar sem höfum
verið að æfa verkið. Við hér
fyrir norðan og síðan eru
stelpur fyrir sunnan sem hafa
æft undir dyggri leiðsöng
Hreindísar Ylvu Garðsdóttur
Holm en hún fékk til Uðs við
sig ungar stelpur sem hafa
mikla reynslu af söng og leik.
Hreindísi til aðstoðar hefur
verið Petra Pétursdóttir
danshöfundur. Þetta eru
frábærar stelpur allar saman og
söngleikur er algjör ástríða hjá
þeim. Við tókum góða
æfingahelgi hér fýrir norðan
um daginn og þá opnaði hún
Erla Gígja, amma Hreindísar
Ylvu, heimili sitt fyrir þeim.
Það er svo dásamlegt hvað allir
sem ég hef þurft að leita til hafa
verið tilbúnir að hjálpa og ég
hef allsstaðar mætt svo mikilli
jákvæðni. Ég vil nota tækifærið
og þakka öllum sem hafa
aðstoðað mig á einhvern hátt.
Hefur þú leikstýrt áður? -Nei,
en einhvertímann er allt fyrst.
Ég hef bara svo sterkar skoðanir
á því hvernig þetta á allt að
saman að vera að það hefði
aldrei gengið upp að hafa
einhvern annan sem leikstjóra,
svarar Sólveig og hlær. - Annars
þarf lítið að leikstýra þessu
frábæra fólki. Þegar ég settist
niður með Sigurlaugu (LykU)
og hún fór að lesa rulluna sína
hljómaði hann frá henni
nákvæmlega eins og ég heyrði
hann þegar ég var að skrifa.
Þetta algjörlega smaU enda SiUa
frábær leikkona.
Svo leikur þú sjálf. -Já ég leik
mömmu hans LykUs sem er að
leita að honum í gegnum
sýninguna. Síðan samdi ég og
syng sj álflokalagið í sýningunni
þar sem mamma Lykils syngur
tU hans. Einar Bragi Bragason,
tónlistarstjóri sýningarinnar
hefur útsett lagið frábærlega og
ég er mjög ánægð. Eins samdi
ég stefið sem hljómar í lokin á
meðan við þökkum
áhorfendum fyrir komuna.
Önnur tónUst í verkinu kemur
úr hinum ýmsu áttum en það
var rosalega mikU vinna að afla
sér upplýsinga um hvert ætti
að sækja og ganga frá leyfum
fyrir henni sem og fyrir
myndbrotunum sem ég nota í
sýningunni. Þetta stendur víst
ekki í neinni handbók eða er
kennt í áfanganum „sótt um
Kristófer og Kolbrún
leyfi 101„- segir Sólveig og
hlær. -En allt hafðist þetta nú á
endanum, ég kann þetta næst.
Ég skU það mikið betur núna
afhverju það er ekki gert meira
af því að setja upp svona
sýningar, útskýrir Sólveig.
Hefur þú samið tónlist áður?
-Já, ég get eJdd neitað því. Ég
fæ oft melódíur í hugann en
það er eklci fyrr en nú í seinni
tíð sem ég er farin að passa
betur upp á þær og geyma. Ég
hef hins vegar aldrei unnið
neitt með þær áður en á
pottþétt eftir að gera meira af
því. Þetta er svo rosalega
skemmtUegt.
Langar aó sýna
verkió víóar
Aðspurð segir Sólveig að sig
langi að sýna verldð á fleiri
stöðum. Þetta er svo sannarlega
ekki verkefni sem maður
vinnur til þess að fá eitthvað í
vasann, tæknilega hliðin á
svona sýningu er
óhjákvæmUega mjög dýr,
útsetning á tónlist, leiga á
búnaði, sviðsmynd, öll leyfi og
annað slíkt. Draumurinn er, ef
útkoman verður réttu megin
við núUið, að reyna að fara
eitthvað meira með þetta,
heimsækja nálægar sveitir
kannski. Við verðum nú
reyndar trúlega með JUuta af
stykldnu á Kántrýdögum á
Skagaströnd en Heba Líf
Jónsdóttir sem leikur Línu
langsokk í sýningunni er
einmitt frá Skagaströnd. Hún
fær því tækifæri til þess að
skemmta sínu fólld sem
vonandi fjölmennir lílca á
sýninguna þann 17. júní á
Sauðárlcróki.
Stefnir þú á að gera eitthvað
meira af svona löguðu? -Já, af
hverju eJdd. Það eru reyndar
ekki mörg tækifæri til þess að
gera eitthvað svona en þá
verður maður bara að vera
duglegur að skapa þau sjálfur
eldd satt. Kannsld er þessi
sýning mín bara upphaf að
einhverju meiru. Maður er
aUavegana búin að læra mikið
af því að setja upp þessa
sýningu og er þá frekar tilbúin
til þess að fara út í eitthvað
meira núna., segir Sólveig
skælbrosandi að vanda.
Sýningin verður eins og áður
segir þann 17. júní og hefst
klukkan 17:00. Miðaverð
verður lcrónur 1500 fyrir fimm
ára og eldri.
Sigurlaug Vordís og Sálveig sem Lykill og mamma hans
Ástir á tímum ömmu og afa
Sönn ástarsaga
kemst á prent
Út er komin bókin Ástin á tímum ömmu og afa eftir
Önnu Hinrilcsdóttur. Er bólcin byggð á bréfum og
dagbókum Bjarna Jónassonar - kennara,
sveitahöfðingja og samvinnumanns í Húnaþingi á
öndverðri 20. öld. útkominni bókarinnar býður
höfundur til dagskrár í félagsheimilinu Húnaveri
sunnudaginn 14. júní kl. 15. V
„ Anna! Viltu verða konan mín? Heldurðu að þú getir elskað
mig? Jeg bið eldd einungis um hönd þína, jeg bið um hjarta
þitt. Eigi jeg ekld enn hug þinn, vonast jeg eftir að geta unnið
hann, því ástinni er ekkert ómáttugt."
Bjarni Jónasson biðlaði fyrst bréfleiðis til Önnu
Sigurjónsdóttur 4. febrúar 1920 og lét elcki hugfallast
þó hann fengi afsvar í fyrstu. í bókinni Ástin á tímum
ömmu og afa er ástarsaga þeirra rakin í gegnum fjölda
bréfa Biarna til Önnu og dagbækur hans frá árunum
1908-1926.
Bjarni var kennari, fræðimaður, bóndi og
sveitarhöfðingi í Bólstaðarhlíðarhreppi og Anna var
húsmóðir á bújörð þeirra hjóna. Þau voru meðal helstu
máttarstólpa í sinni heimasveit og áttu ríkan þátt í
uppbyggingu samfélagsins í Svínavatns- og
Bólstaðarhlíðarhlfðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu
drjúgan hluta tuttugustu aldar. Þá tóku þau Anna og
Bjarni mikinn þátt í sóknarstarfi í Bólstaðarhlíðarkirkju
og uppbyggingu félagsheimilisins Húnavers. Anna var
ennfremur meðal stofnfélaga kvenfélags sveitarinnar
og vann alla tíð mikið starf í þágu félagsins.
í bókinni er stiklað á stóru um lífshlaup Önnu og
Bjama en einkum dvalist við þriðja áratug tuttugustu
aldar - fyrstu kynni, tilhugalíf og fyrstu hjúskaparár.
Bréf Bjarna og dagbækur segja ekki aðeins sögu þeirra
hjóna heldur draga einnig upp lifandi mynd af lífi
alþýðufólks til sveita og íslensku samfélagi þess tíma.
Þá segja bækumar merka sögu af ferð sveitapilts til
mennta upp úr aldamótunum 1900 en Bjarni hleypti
ungur heimdraganum og sótti menntun til
Kennaraskóians í Reykjavík á fyrstu starfsámm
skólans.
Lokaverkefni Önnu til M.A prófs
Ástin á tímum ömmu og afa var lokaverkefni
höfundar, Önnu Hinriksdóttur, til M.A.-prófs í hagnýtri
menningarmiðlun frá Háskóla Islands. Anna er
dótturdóttir Bjarna Jónassonar og Önnu Margrétar
Sigurjónsdóttur, dóttir Kolfinnu Bjamadóttur, kennara í
Reykjavík. Anna hefur unnið við miðlun af ýmsum
toga - ritstörf, þýðingar, dagskrárgerð í sjónvarpi,
vefmiðlun og hönnun sögusýninga - síðan hún lauk
B.A.-námi í kvikmynda- og fjölmiðlafræði 1991.
Ástin á tímum ömmu og afa kom út 23.
apríl sl. Verkið er gefið út af Háskólaútgáfunni
í fræðibókaritröðinni Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar sem ritstýrt er af
sagnfræðingunum Davíð Ólafssyni, Má
Jónssyni og Sigurði Gylfa Magnússyni.