Feykir - 11.06.2009, Side 9
KYNBÓTASÝNING
23/2009 Feykir 9
HESTAUMFJOLLUN FEYKIS
Hesta-
tryggingar
k Löngufjörum
Kynbótasýningar á
Sauöárkróki og Blönduósi
Vel yfir tvöhundruð hross í kynbótadóm
Nú þegar fólk fer að ferðast
um landið ríðandi á hestum
er forvitnilegt að glugga í
tryggingarmál ef eitthvað
skyldi fara úrskeiðis í
ferðalaginu og slys verður á
hrossum, mönnum og
munum. Hverniger
hesturinn tryggður ef hann
skyndilega stekkur út á
þjóðveginn og verður fyrir
bíl eða þá eigandinn
gagnvart tjóni sem hesturinn
kann að valda?
Munur getur verið á hvort slys
verða þar sem lausaganga
stórgripa er bönnuð eða ekki.
Þar sem lausagangan er
bönnuð, eru meiri líkur á því
að eigandi gripsins verði
dæmdur skaðabótaskyldur ef
hann sleppur einhverra hluta
vegna upp á veg og fer t.d. fyrir
bíl sem kemur aðvífandi
heldur en þar sem ekkert
lausagöngubann er til staðar.
Þar sem hrossarekstur er á
ferðinni við þjóðveginn, þá
ber rekstrarmönnum að
standa þannig að rekstrinum
að engin hætta stafi af honum.
Ef ekki er staðið nægilega vel
að rekstrinum, er hægt að leiða
líkur að því að rekstrarmenn
gætu orðið skaðbótaskyldir að
hluta eða að öllu leyti. En ef
niðurstaðan verður á þann veg
að nægilega vel hafi verið
staðið að rekstrinum, þá ber
ökmaður bifreiðarinnar
ábyrgð á þessu tjóni og
ábyrgðartrygging eða
skyldutrygging bifreiðarinnar
myndabætatjónið áhestinum.
Ef bíllinn er í kaskó, þá myndi
kaskótrygging bifreiðarinnar
bæta tjónið á bílnum, en ef
bílinn væri ekki í kaskó, þá
sæti bíleigandi uppi með
tjónið sitt.
-1 svona málum getur eignatj ón
orðið töluvert, en ef um slys á
fólki er að ræða, þá gæti svona
mál hlaupið á mörgum
milljónum, janfvel tugum. Og
vegna þessa þá skora ég á
hestamenn og eigendur hesta
að skoða sín tryggingmál mjög
vel, segir Sigurbjörn Bogason
hjá tryggingafélaginu VÍS á
Sauðárkróki. -Lendi hestur
fyrir bíl og drepst og bíleigandi
talin eiga sök á þessu tjónið,
þá greiðir ábyrgðartrygging á
bílnum sannarlegt verðmæti
og því skiptir það máli hvort
þetta er reiðhestur eða eitthvert
verðlaunahross. Þá yrði greitt
meira fyrir þetta
verðlaunahross heldur en
reiðhestinn. Fyrir nokkrum
árum var það þannig að nærri
því undatekninglaust var
bíleigandi talin eiga sök á
svona tjónum. En í dag eru
breyttir tímar og svona mál
hafa verið að lenda hjá
dómstólum og það gerist oftar
og oftar að eigendur hesta eru
dæmir skaðabótaskyldir ef
hross sleppur upp á veg og
verður fyrir bíl, að sögn
Sigurbjörns.
Bændur eru mjög almennt
með svokallaða
ábyrgðartryggingu á rekstri
búa sinna sem myndi bæta
svona tjónefþeiryrðudæmdir
skaðabótaskyldir ef t.d. hross
slyppi upp á veg hjá þeim.
-Hestaeigendur aðrir en
bændur eru ekki jafn almennt
tryggðir fyrir svona málum
eins og bændur og því hvet ég
hestaeigendur að skoða þessi
mál mjög vel. Ég myndi segja
að þessi trygging væri ekki
dýr miðað við hvaða
hagsmunir eru í húfi. Iðgjald
fer eftir því hvað þetta eru
mörg hross sem verið er að
tryggja, segir Sigurbjörn.
Yfirlitssýningar
kynbótahrossa á Blönduósi
og Sauðárkróki eru nú
afstaðnar og fjöldi hrossa
dæmdur á hvorum stað. Eins
og við er að búast er allur
gangur á því hversu góð
hrossin eru eða vel
undirbúin þau eru fyrir
sýningu.
Á Sauðárkróki voru alls 123
hross sýnd og hlutu alls 115
hross fullnaðardóm. í fyrstu
verðlaun komust 39 hross og
hæst dæmda hrossið var
Styrnir frá Neðri Vindheimum
en hann var í flokki 7 vetra og
eldri stóðhesta og hlaut
aðaleinkunina 8.37. í flokki 6v
stóð Ræll frá Gauksmýri efstur
með 8.27. MöttullfráTorfunesi
var hæstur 5v stóðhesta með
8,29 og í flokki 4v fékk Emil
frá Torfunesi hæstu einkunn
7,82.
Þær hryssur sem stóðu hæstar
á Sauðárkróki voru Esja Sól frá
Litlu Brekku en hún hlaut
einkunina 8,27 í flokki 7 vetra
og eldri, Elding frá Torfunesi í
flokki 6v með 8,16, Krækja frá
Efri Rauðalæk með 8,30 hjá 5v
hryssum og Freydís frá Syðri
Ey stóð efst 4v með einkunina
8,07.
Á Blönduósi vorul09 hross
sýnd og alls 91 þeirra fengu
fullnaðardóm. Alls náðu 15
hross 1. verðlaunum og var
Seiður frá Flugumýri annað
hæst dæmda hross
sýningarinnar en hann hlaut
8.52 í aðaleinkunn í flokki 5
vetra stóðhesta.
Grásteinn frá Brekku stóð
efstur 7v og eldri stóðhesta
með einkunina 8,46, Stympill
frá Vatni hlaut einkunina 8,1 í
6v flokki, 5v stóð Seiður frá
Flugumýri efstur eins og áður
sagði með 8,52 og hjá 4 vetra
stóðhestum varð það Trymbill
sem hæstu einkunn fékk 8,5.
Hjá hryssunum stóð Myrkva
frá Torfunesi hæst í flokki 7v
og eldri með einkunina 8,47,
Líf frá syðri Völlum hlaut
einkunina 8,23 í 6v flokknum,
Sónata frá Stóra Ási 8,43 í 5v
flokknum og Vordís stóð hæst
í 4v flokknum með einkunina
7,97.
Áttþú skemmti-
lega mynd?
Sendu hanal
Netfang: feykir@feykir.is
Síminn er 455 7176
Mynd vikunnar
Jósep Sigfússon á Sauðárkróki
lætur ekki deigan síga í hesta-
mennskunni þótt kominn sé hátt á
níræðisaldur. Þessi mynd var tekin
afJósep þegar hrossunum var
sieppl í sumarhagana fyrir stuttu.
Mynd: Hörður Sigurjónsson
Er eitthvað að frétta?
Feykir
Hafðu samband - Síminn er 455 7176