Feykir - 11.06.2009, Side 10
10 Feykir 23/2009
Skagafirði er skipt upp á eftirfarandi hátt:
□ Hlíðarhverfið: gulur Hólar: grænn
□ Túnahverfið: rauður □ Varmahlíð: appelsínugulur
■I Gamll bær: blár E3 Hofsós: fjólublár
Cötumarkaður
Ef þú átt skemmtilegar vörur eða hannyrðar og vilt vera með borð á
götumarkaði Lummudaga. Hafðu þá samband í síma 865-5309 eða
sendu línu á lummudagar@gmail.com
Götugrill
Götugrill á Sauðárkrók. Hver gata skipuleggur sitt grill og skapar
skemmtilega stemmingu. Endilega hafið samband við nágrannann og
athugið grillmálin í ykkar götu.
Skagafjarðarleikur
Bæjir og hverfi fá sinn lit og keppast svo um hver er með flottustu og
frumlegustu skreytingarnar. Blöðrur, andlitsmálning og fleira geturverið
íþeim litum.
Lummudagar í Skagafirði helgina 26—28. júní
Lummur hér, þar og alls staðar
Lummudagar í Skagafirði er
hátíð sem haldin verður í
fyrsta skipti í ár. Skipulögð
dagskrá er á Sauðárkróki,
Hólum og í Varmahlíð. Nú
er unnið hörðum höndum
að dagskrá hátíðarinnar og
mun hún birtast mjög
fljótlega.
Unnið er að hugmynd
götugrills á Sauðárkrók yfir
lummuhelgina. Með götugrilli
er átt við að allar götur á
Króknum skipuleggi sitt grill
og búi til skemmtilega stemm-
ningu. Við hvetjum því allar
götur að íhuga sitt grillpartý,
jafnvel finna fulltrúa í hverri
götu. Taka svo fram
grillspaðana og góða skapið.
Þá verður keppt um bestu
Skagfirsku lummuuppskrift-
ina og munu vinningshafar
mæta á sjálfan lummudaginn
þann 27. júní og baka uppskrift
sína fyrir framan Sauðár-
króksbakarí. Dómarar í
lummukeppninni eru bakara-
snillingarnir í bakaríinu.
Lummuuppskriftir má senda á
netfangið feykir@feykir.is
merkt „Lummur". Valdar
uppskriftir ásamt
vinningsuppskriftinni verða
birtar í Feyki.
Ritstjóralummur:
2 ‘A bolli hveiti
1 ‘A bolli grjómgrautur
1 msk. sykur
2 egg
50 gr. smjörliki
1 tappi vanilludropar
Mjólk eftir þörfum
og rúsínur efvill.
Allt hrært saman brætt
smjörlíki síðast. Steikt á pönnu
upp úr djúpsteikingafeiti og
sykri stráð yfir lummurnar
um leið og þær koma af
pönnunni. Bestar eru
lummurnar með ískaldri
mjólk.
Ferskur
á netinu
Sýning myndlistarmannsins BASKA um örlög Reynistaðarbræðra
og dulúð hálendisins verður opnuð laugardaginn 13. júní kl. 14.
Hálendiskórinn undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur syngur við
opnunina.
Verið velkomin. Opið alla eftirmiðdaga í sumar.
Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru
á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000.
Dimmir
hratt
a drauga
sloð *
Blöndustöð
£J
Landsvirkjun
Árangur fyrir alla