Feykir


Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 29/2009 Skagafjorður - Fljót_ Athugasemd við ráðmngu Guðrún Hanna Halldórsdóttir, íbúi í Fljótum, hefur sent Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar bréf þar sem hún óskar eftir skýringum og rökstuðningi á ráðningu rekstraraðila sundlaugarinnar að Sólgörðum. Sundlaugin var opnuð á ný eftir lagfærðingar þann 30. júlí sl. og var þá gerður verktaka- samningur við Ingunni Mýr- dal um rekstur laugarinnar frá 30. júlí -25. ágúst. Var erindi Guðrúnar Hönnu vísað til sveitarstjóra til svara þar sem hann er yfirmaður starfsmanna Frístundasviðs. Jennýlnga, áheyrnarfulltrúi V.G. óskaði á fundinum bókað að hún mótmæli hvernig að ráðningu rekstraraðilans var staðið. Norðurland vestra Atvinnuleysi eykst í vikunni voru 102 einstaklingar skráðir að hluta til eða öllu leyti á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra. 74 eru algjörlega án atvinnu en 28 eru í hlutastarfi. 10 karlar og 18 konur. * Alls eru 10 karlar og 18 konur skráð í hlutstarf, samtals 28 einstaklingar Fjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra 11.08.2009 Staður Hvammstangi og nágr. Blönduós og nágr. Skagströnd og nágr. Sauðárkrókur og nágr. Hofsós og nágr. Siglufjörður Samtals kk kvk Allir 3 2 5 13 8 21 4 8 12 24 26 50 1 5 6 4 4 8 49 53 102 AÐSEND GREIN Hilmir Jóhannesson skrifar Ustasetrið Bær Listasetrió Bær opnaði sfn glæsilegu húsakynni fyrir gestum miðvikudaginn 29. júlí, þá var sýndur árangur þeirra listamanna sem þar höfðu starfað síðasta mánuð. Listasetrið og allt umhverflð þar að Bæ er mér alltaf jafn mikið gleðiefni. Þarna er allt fallegt, snyrtilegt og fullfrágengið sem sést best á því að á þessar sýningar koma gestir spariklæddir. Fyrsta sinn sem húsfreyjan á Bæ bauð fólki í setrið voru eingöngu sýndar myndir af hestum og þrátt íýrir skammarlega fávísi mína um þær eðla skepnur, eftir áratuga búsetu hér, þótti mér þetta stórmerkilegt stóð. Seinni listviðburðirnir hafa verið með öðrum blæ, enda þá marga listamenn að sýna hverju sinni og margt forvitnilegt að sjá bæði stórt og smátt. Myndlist í sínum ólíku formum er skrítin skepna eins og fleira í tilverunni, ekki get ég haft vit fyrir öðrum í þessu máli, hef nóg með að skapa mér mína eigin skoðun og standa við hana, sem tekst þó ekki alltaf. Ætli sé ekki best að vitna í maríuerluna sem át ánamaðkinn þegar Trítill vildi ekki þyggja krásina. "Hver sinn smekk." Hitt fullyrði ég óhræddur að ég hef mikla ánægju af þessum heimsóknum í Listasetrið og eins það að allir sem ég hitti þarna eru brosandi út á axlir og þó okkur gangi oft illa að láta hrifningu í ljós, þá er mikil viðurkenning í því hvað margir koma hverju sinni. Við hjónin sáum í sumar ljósmyndasýn- ingu í Barnaskólanum á Hofsósi hjá Gunnari Frey Steinssyni og Jóni Hilmarssyni, það var virkilega gaman, enda góð sýning. Líka þótti mér mikið koma til að skoða verk Jóhannesar Geirs í Safnahúsinu. Einhvern tímann hefur honum verið þungt fyrir brjósti. Ekki veit ég hvað menning er, en Steinn Steinarr hafði það eftir ömmu sinni að það væri rímorð uppfundið í Reykjavík til að koma á móti orðinu þrenning. Hitt veit ég að Listrasetrið Bær hefur auðgað mannlíf hér í Skagafirði. Hafið heila þökk fyrir. Upp er komin sú kenning, að moðsuðuorðskrípið menning, verði í glatkistu geymt. Þegar síðasta fjöðrin erfokin, ogfýlan í burtu rokin og útrásaróráðið gleymt. Hilmir Jóhannesson AÐSEND GREIN Bryndís Þráinsdóttir skrifar Vetrarstarfið að heQast í Farskólanum Margrét Björk Arnardóttir og Jóhann ingólfsson. Farskólinn - mióstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, hefur nú starfað í bráðum tvo áratugi. Góð samvinna hefur verið við fyrirtæki, stofnanir og skóla á svæðinu. í þessari grein ætla ég að fjalla sérstaklega um námsskrár og Háskólastoðir. Námskrárnar - spennandi kostur Námsskrár Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins eru nú orðnar 31 að tölu (Sjá http:// www.frae.is/namsskrar/). Hjá Farskólanum hafa þegar nokkrar verið kenndar og má þar nefna Grunnmennta- skólann, Jarðlagnatækni, Skrifstofuskólann, Aftur í nám og Fagnámskeið fyrir starfsmenn í félags- og heil- brigðisþjónustu. Námsskrárn- ar veita námsmönnum fram- haldsskólaeiningar ef þeir standast námsmarkmið. Lögð er áhersla á að engin formleg próf eru tekin heldur er námið metið eftir öðrum leiðum. Sem dæmi þá fær námsmaður 24 framhaldsskólaeiningar fyrir nám sitt bæði í Grunnmenntaskólanum og í Jarðlagnatækni. Þessar náms- skrár eru allar kenndar í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. í haust verður seinnihluti Grunn- menntaskólans haldinn á Hvammstanga og Skagfirð- ingum verður boðið upp á að taka þátt í Grunnmennta- skólanum á Sauðárkróki. Háskólastoðir - ný leið til að hefja háskólanám Háskólastoðir er ný leið í námi fyrir fullorðna, sem ekki hafa lokið framhaldsskóla en hafa áhuga á að fara í háskóla. Háskólastoðir eru settar saman úr tveimur námsskrám; Grunnmenntaskólanum og Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Mennta- málaráðuneytið hefur sam- þykkt að meta megi Háskólastoðir til styttingar náms í framhaldsskóla um allt að 48 einingar. Tilgangur með Háskóla- stoðum er að stuðla að j ákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í starfi. Námið er ætlað fólki á vinnumarkaði sem er eldra en 20 ára. Námsmenn sem eru 25 ára og eldri og ljúka náminu og hafa þriggja ára starfsreynslu geta sótt um á Háskólabrú Keilis að námi loknu (sjá: http://www.keilir.net/ haskolabru/). Nú þegar hafa tveir hópar á Norðurlandi vestra lokið Grunnmenntaskólanum og því má segja að þeir séu hálfnaðir með nám á Háskólastoðum. Farskólinn hyggst bjóða upp á Háskóla- stoðir á næsta ári og því er nauðsynlegt fyrir þá sem hafa áhuga á þessu námi að setja sig í samband við Farskólann til að kanna stöðu sína eða fá frekari upplýsingar. Starfsfólk til þjónustu reiðubúið Nú í ágúst hóf Margrét Björk Arnardóttir störf hjá Farskólanum sem náms- og starfsráðgjafi. Margrét mun sinna einstaklingum og fyrirtækjum á Norðurlandi vestra. Þjónusta hennar kostar ekkert og hvetjum við alla fullorðna, hvort sem þeir eru að hugsa um að fara í nám eða vilja efla sig í starfi til að nýta sér þessa þjónustu Farskólans. Margrét mun einnig hafa umsjón með háskólanáminu sem boðið er í fjarnámi til okkar svæðis. Aðrir starfsmenn Farskól- ans eru: Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri, Jóhann Ingólfsson og Gunnar Tryggvi Halldórsson, verkefnastjórar, en Gunnar er staðsettur á Blönduósi. Ég minni á heimasíðu Farskólans: www.farskolinn. is. og hvet íbúa á Norðurlandi vestra til að nýta sér þá þjónustu sem þeim stendur til boða í Farskólanum. Bryndís Þráinsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.