Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 33/2009 Sveitarstjórí og forstöðumenn Húnaþingi vestra Kaupfélag Skagfirðinga Stjórnarfundur nr. 700 á afmælisári KS Glaöbeittur hópur. Laun lækka Samkomulag hefur verið undirritað milli Húnaþing vestra og forstöðumanna sveitarfélagsins auk sveitarstjóra um tímabundna lækkun launa. Um er að ræða 5% lækkun grunnlauna og er jafnframt samningsbundinn föst yfir- Hreppsnefnd Húnavatns- hrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi frá Landsneti hf. um uppsetningu og rekstur veðurmælistöðvar á Gnmstunguheiði. Gera má ráð fyrir að veðurmælastöðin verði starf- rækt í a.m.k. fimm ár. vinna skert um 10% en þess í stað fái umræddir starfsmenn einn frídag aukalega í mánuði. Um er að ræða tímabilið ffá 1. september n.k. til og með 31. desember 2010. Laun sveitar- stjórnar lækka um 5% frá og með 1. september. Kom umsóknin til vegna ákvörðunar og staðsetningar nýrra flutningsvirkja raforku. Eins og áður sagði samþykkti hreppsnefndin erindið fyrir sitt leyti en visaði erindinu að öðru leyti til sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagils- heiðar. Sjöhundraðasti stjórnarfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn þann 1. september sl. Af þessu tilefni var fúndurinn haldinn í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal, en alla jafnan eru fundir kaupfélagsins haldnir f höfuðstöðvum félagsins við Ártorg á Sauðárkróki. Það fór vel á að þessi tímamótafundur í fyrirtækinu ber uppá afmælisár þess en félagið fagnaði 120 ára afmæli 23. apríl á þessu ári og er því með elstu starfandi fyrirtækjum í landinu. Sjö sitja í aðalstjórn kaupfélagsins og þrír eru til vara og sitja varamenn alla stjórnar- fundi. Formaður stjórnar er Á heimasfðu Sveitarfél- agsins Skagafiarðar má lesa að níu af hverjum tíu Skagfirðingum em ánægðir með að búa í Skagafirði og næstum 8 af hverjum 10 segjast ánægðir með h'fsgæði í sveitarfélaginu. Athygli vekur að íbúar em ánægðari með lífsgæði almennt f sveitarfélaginu núna í miðri efnahagslægð, en þeir voru árið 2005 þegar góðæri var hérlendis. Þessar niðurstöður komu fram í viðamikilli könnun sem Capacent Gallup vann fyrir sveitarfélagið þar sem viðhorf íbúatilþjónustu sveitarfélagsins og búsetu var kannað. íbúarnir eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins svo sem þjónustu við barna- fjölskyldur, þó að einstaka þætti í þjónustunni þurfi að laga. Úrtak var 1200 manns og Stefán Guðmundsson fyrrv. alþingismaður. Kaupfélagsstjóri er Þórólfúr Gíslason og aðstoðarkaupfélagsstjóri Sigur- jón Rúnar Rafnsson. Á fundinum var Hóladóm- kirkju afhentgjöf. Hátíðarskrúði sem hannaður var og gerður af Sigríði Jóhannsdóttur og Leifi Breiðfjörð á árunum 2008-2009. Jón A. Baldvinsson vígslubiskup veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd kirkjunnar og þakkaði fyrir. Hann gerði við þetta tækifæri grein fyrir tilurð Auðunarstofu á sínum tíma og af hvaða ástæðu hún var rifin. Einnig sýndi hann stjórnarfólki Hóladómkirkju og greindi frá helstu dýrgripum sem prýða kirkjuna. var könnunin að mestu framkvæmd á netinu. Spurningar í könnuninni snúast fyrst og fremst um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir íbúum sínum en til að fá gleggri mynd af viðhorfúm íbúa Skagafjarðar til búsetu þar var einnig spurt út í aðra þætti svo sem þjónustu lögreglu, heilbrigðisstofnunar og fjöl- brautaskóla, auk spurninga um atvinnu-, menningar- og félagslíf. 1 tilkynningu ffá sveitar- félaginu segir að helstu niður- stöður séu þær að heildaránægja fólks með að búa í Sveitar- félaginu Skagafirði er ennþá mikil og hún hefúr heldur aukist frá árinu 2005 þegar sambærileg könnun var gerð. Nú segjast 89% vera ánægð með að búa í Skagafirði á heildina litið en einungis 3% eru óánægð með að búa í sveitarfélaginu. Austur Hún. SAH gefur út verðskrá Stjórnir SAH Afurða ehf. og SAH Svf. gengu frá verðskrá fyrir sauðfjár- afurðir á fundi sfnum í gærmorgun. Ákveðið var að greiða sama verð og á fyrra ári fyrir allt dilkakjöt, en það jafngildir nflega 9% hækkun á verði til bænda. Það kemur til út af því að ekki er lengur útflutnings- skylda á kindakjöti en hún var um 28% af dilkakjöti í fyrra og mun lægra verð greitt fyrir þær afúrðir en á innanlandsmarkað. Ærkjöt lækkar nokkuð í verði enda átt erfitt upp- dráttar í samkeppni á kjötmarkaði undanfarna mánuði. Innlegg verður sem fyrr greitt út á föstudegi eftir innleggsviku.stendur öllum fjarnemum til boða þeim að kostn-aðarlausu. Skagafjörður_______ Herdís fastráðin sem fræðslustjóri Fræðslunefnd Sveitar- félagsins Skagafjarðar hefur fastráðið Herdísi Á. Sæmundardóttir sem fræðslustjóra hjá sveitarfélaginu. Herdís hafði áður gengt starfinu í ársleyfi Rúnars Vífilssonar fyrrverandi fræðslustjóra en Rúnar hafði sagt starfi sínu lausu. Var Rúnari á fundi fr æðslunefndar þakkað fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. Leiðréttingar Beðist er velvirðingar á þvf að Stefanfa Jónasdóttir var sögð Sölvadóttir í myndatexta í sfðasta blaði. Stefanía er oft kennd við Sölva afa sinn. Þá er rétt að benda þeim sem ætluðu að búa til karamellur eftir uppskrift í Barnahorni Feykis, á að þar sem stendur 1 glas mjólk á að vera 1 glas sykur. Leiðari Minning um mann Helgi Hóseasson er látinn en maðurinn var um margt merkilegur og kannski merkilegasturfyrir það aðþað vissu einhvem veginn allir hver hann var. Eldri kynslóðin þekkir hann fyrir að hafa á sínum tíma slett skyri á alþingismenn en sú yngri, alla vega þeir sem einhvern tíma hafa keyrt Langholtsveginn, muna eftir að hafa séð hann standa þar einan með mótmælaskiltið sitt. Ekki voru endilega allir sammála honum og sjálfer ég ekki mikil talsmanneskja mótmæla en fann þó aðþegarHelgi var allur kom mynd hans upp í huga mér og myndinnifylgdi bros. Kallinn hafði snert einhverja strengi í öllþau skipti sem ég keyrðifram hjá honum. Nú hefur verið stofnaður hópur á fésbókinniþar sem skorað er á yfirvöld að selja upp minnisvarða um Helga þar sem hann stóð alla daga i öllum veðrum. Ég er ekkifrá því að ég sé þessum hópi sammála. Er ekki í góðu lagi að heiðra þann íslending sem alltaf var samkvæmur sjálfum sér og stóð sína mótmæ/astöðu sama hvernig viðraði og sama hvemig áraði. Helgi heitinn var maður prinsipa og hann stóð við sín prinsip og hélt þeim á lofti í sól, regni, slyddu og snjó í staðþess að sveiflast með vindinum eins og okkur íslendingum er svo tamt. Blessuð sé minning Helga Hóseassonar. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óhád fréttablad á Nordurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 1 Feykir Útgefandi: Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Áskriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir 275 krónur hvert tölublað Borgarflöt 1 Sauðárkróki feykir@nyprent.is © 4557176 með vsk. Póstfang Feykis: Blaðamenn: Lausasöluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Fríðriksson 325 krónur með vsk. palli@nyprent.is © 8619842 Áskrift og dreifing Blaðstjórn: Óli Arnar Brynjarsson Árni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprent ehf. Áskell Heiðar Ásgeirsson, Sími 4557171 Herdís Sæmundardóttir, Lausapenni: Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Prófarkalestur. Karl Jónsson Nýprent ehf. Húnavatnshreppur________ Veðurathugunarstöð á Grímstunguheiði Þjónustukönnun í Sveitarfélaginu Skagafirði Skagfirðingar hæstánægðir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.