Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 33/2009 Brimnesskógar - skógrætkar- eóa vísindaverkefni ? Ætla að endurskapa landnámsskóg Steinn Kárason umhverfis-hagfræðingur og garðyrkjumeistari hefur verið ötull talsmaður endurheimtar Brimnesskóga í um 15 ár. Lengi framan af stóð Steinn einn í eldlínunni og annaðist framkvæmdastjórn. En seinni árin hefur fjöldi fólks lagt verkefninu lið og er félag starfandi um verkefnið undir stjórnarformennsku tengdasonar Skagafjarðar Stefán S. Guðjónssonar. Fyrst var gróðursett í land Sveitarfélagsins Skagaíjarðar árið 2004 með tilstyrk Yrkju-sjóðs Vigdísar Finnbogadóttur. Sama ár fékkst fjárstyrkur og stofnaði Steinn þá félagið Brimnesskóga um starfsemina. Feykir stiklar hér á stóru í sögu Brimnesskóga auk þess að taka létt spjall við Stefán S. Guðjónsson. Frá árinu 2004 hefur verið gróðursett svo til árlega í Brimnesskógum en á þessu tímabili hafa ríflega 12.000 trjáplöntur, aðallega birki, verið gróðurssettar í 4-5 ha. lands. Þar af um 200 vefjaræktuð reynitré um 60 cm há og um 30 ágrædd birkitré 3-5 metra há sem eru fyrirhugaðar fræ- mæður á ræktunarsvæðinu. Um 100-150 grunnskólanem- endur í Skagafirði hafa gróðursett hverju sinni ásamt innlendum og erlendum sjálfboðaliðum og umhverfis- Stefán Guójónsson Stefán Guójónsson er fæddur og uppalin í Reykjavík en Stefán er giftur Helgu R. Ottósdóttur, hjúkrunarfræóingi og saman eiga þau fjögur böm. Stefán er viðskiptafræóingur að mennt og starfar sem forstjóri í innflutningsfyrirtæki auk þess að hafa í gengum tíðina unnið mikið í félagsmálum. Sjálfur kallar hann sig tengdason Skagafjarðar en tengdaforeldrar hans eru bæði fædd og uppalin á Sauðárkróki. Þá á fjölskyldan hús á Króknum sem þau hafa notað mikið síðastliðin þrjátíu ár. Stefán og fjölskylda hafa öll tekið miklu ástfóstri við Skagaprð og eyða þar miklum tíma. Feykir spurði Stefán aðeins út í aðkomu hans að Brimnesskógum og eins um verkefnið sjálft. Bnmnesskógar, hvað varð upphaflega til þess að þú komst að þessu verkefni? -Ég las viðtal við Stein Kárason, frumkvöðul og upphafsmann verkefnisins. Frásögn Steins heiilaði mig og þá ekki síst það að hér er ekki um hefðbundna skógrækt að ræða heldur vísindastarf eins og ég leyfi mér að kalla það. hópi Landsvirkjunar. Fram- kvæmdastjóri félagsins hefur haldið fræðslu- og kynningar- fyrirlestra um verkefnið í grunnskólum í Skagafirði og víðar og kynnt verkefnið í fjölmiðlum. Áríðandi er segja þeir félagar Stefán og Steinn að efla og styrkja kynningarstarfið til að vinna að framgangi verkefnisins. Kynningarstarfið er ólaunað sem og önnur vinna við verkefnið til þessa en í því erfiða árferði sem nú ríkir á íslandi er ólaunað starf af þessu tagi nánast ókleifur hamar. Varstu skógræktaráhugamaður fyrir? -Nei ekki get ég sagt það. En tendgafaðir minn var mikill áhugamaður um uppgræðslu og tók ég oft þátt í ræktunarstarfi með honum. Á ég margar góðar minningar um þetta samstarf okkar tengdafeðga fyrir norðan. Nú gaf fjölskytda þín minningargjöf um Ottó A. Michelsen á sínum tíma á hvaða stigi verkefnisins kom sú gjöf? -Eftir umfjöllun Morgunblaðsins um skógræktina á Brimnesi varð talsverð umræða í fjöskyldunni um þetta merka starf. Það varð til þess að tendgamóðir mín, Gyða Jónsdóttir, setti sig í samband við Stein sem leiddi svo til að fjölskyldan ákvað að heiðra minningu Ottós með fjárstuðningi. Ottó var áhugamaður um skógrækt í Skagafirði, eins og fram kom hér að ofan. Hann lagði oft hönd á plóg með uppræðslu í Skagafirði og ekki hvað síst inn á Krók. Nú hefur Steinn Kárason unnið þrekvirki í þessu verkefni og má líkja hans að komu við sambland að skógrækt og vísindarannsókn hver er að koma ykkar hinna að verkefninu? Stjómarmenn og sjálfboða- liðar girtu af í sumar 21 ha. ræktunarsvæði sem félagið hefur til afnota hjá Sveitar- félaginu Skagafirði með varan- legri girðingu en ófyrirséð hrossabeit hafði þá valdið tjóni. Aðferðafræðin er að skila náttúrunni því sem frá henni var tekið í gegnum aldirnar hafa bestu og stærstu birki- og reynitrén verið felld til nytja í lífsbaráttu fólksins í Skagafirði eins og annars staðar á fslandi. Lakari og lakari tré hafa þess -Auk mín eru í sjóm félgasins Jón Ásbergsson, Steinn Kárason, Sölvi Sveinsson og Vilhjálmur Egilsson. Við tengjumst allir Skagafirði á einhvern hátt. Við enim allir sammála um að þetta verkefni sé afar spennandi. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að kynna verkefnið og afla fjár til framkvæmda. En það er Ijóst að svona framkvæmd er nokkuð dýr. Margt hefur verið unnið í sjálfboðavinnu t.d. girtum við landið með aðstoð nokkurra góðra manna nú ísumar. Þetta er gríðarlega kostnaðarsamt verkefni, hvar fáið þið fjármagn ? -Satt er það. Okkur hefur tekist að afla nokkurra styrkja sem við emm þakklátir fyrir. En betur má ef duga skal. Geta áhugasamir komið að verkefninu á einhvern hátt, nú eða veitt fjámiagni inn í verkefnið? -Okkur bráðvantar fleiri styrktaraðila. Ég legg áherslu á það að hér er um einstakt vísindastarf að ræða sem aldrei hefur verið unnið áður. Hér er verið að skila náttúmnni því sem frá henni var tekið með uppmnalegum trjám, birki, reyni og víði sem vaxið hafa í Skagafirði frá öndverðu. Ef verkið stöðvast nú mun taka mörg ár a.m.k. sjö ár að koma því af stað aftur. Stjóm verkefnisins tekur á móti styrkjum og minningargjöfum. Einnig er hægt að taka tré eða jafnvel trjálundi í fóstur. Er hægt að ganga til liðs við verkefnið Brimnesskógar? -Já það er hægt og áhugasamir geta haft samband Hægt aö taka trjálund í fóstur Vilhjálmur Egilsson og Steinn Kárason. Ottó S. Miche/sen, Ómar örn Pálsson, Steinn Kárason, Vilhjálmur Egilsson, StefánS. Guðjónsson og Snorri Stefánsson. vegna æxlast saman og það hefur án efa valdið úrkynjun trjánna og skóganna. Úti í náttúrunni er einungis vitað um móðerni birkifræsins en ekki faðerni. Þessu má líkja við þegar slakir folar fylja úrvals hryssur fyrir slysni. Með því að Stefán og Helga kona hans. við mig í síma 896 1890 eða Stein Kárason í síma 896 6824 Einnig vil ég benda áhugasömum á heimasíðu Steins en þar má lesa mikinn fróðleik um verkefnið. Slóðin er www.steinn.is undir Brimnesskógar. Landið var girt í sumar hver verða næstu skref í verkefninu? -Biýnast af öllu er að sá og rækta plöntur upp af því kynbætta fræi sem búið er að framleiða áður en fræið skemmist. Við höfum skamman tíma til stefnu og því leitum við nú eftir styrkaraðilum svo hægt verði koma þessum hluta í örugga höfn. Þið talið um að tré í endurheimtum skógi muni ná 12 -15 metra hæð á næstu 50 - 70 árum, eruð þið famir að huga eitthvað að því að "yngja" upp í félagsskapnum ? -Þegar unnið er svo langt fram í tímann þarf auðvitað að huga að endumýjun í hópnum en þetta verkefni er jú fyrir framtíðina og framtíðar kynslóðir vonandi. Við höfum þó notið starfskrafta ungs fólks við gróðursetningu og einnig við girðingarvinnuna nú í sumar. Það voru u.þ.b. 150 börn em tóku þátt í fyrstu gróðursetningunni á birki og gulvíði árið 2004. Allt börn úr grunnskólum í Skagafirði. Unga fólkið er því ekki bara velkomið heldur hefur það nú þegar tekið virkan þátt í þessu starfi með okkur sem eldri ernrn og vonandi höfum við náð að kveikja einhvern áhuga í þeim hópi sem seinna meir mun halda merki landnámskóganna á Brimnesi á lofti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.