Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 33/2009 Nýnemadagur FNV Nýnemar hafa látiö af barnaskap sínum Nýnemadagur var haldinn í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sl. föstudag en dagurinn kom í stað hefðbundinnar busavígslu. Dagskrá dagsins fólst í því að nýnemar voru klæddir upp eins og börn og leidd í leikskólabandi um bæinn þar sem þau voru látin taka þátt í ratleik. f leiknum áttu þau að leysa hin ýmsu verkefni af hendi undir styrkri stjórn eldri og þroskaðri nemenda. Að loknum þrautunum, sem bæði reyndu á hug og hönd, var tekið á móti nýnemunum með heitum vöfflum og kaffi eða djús. Þar með höfðu nýnemarnir látið af barnaskap sínum og boðnir velkomnir í hóp eldri nema. Ratleikurinn hófst í efra húsi skólans en 1. vísbending leiddi nemendur inn á heimavist þar sem þau áttu að svara hversu mörg herbergi væri á vistinni. Herbergin eru 73 en það vissi bara einn hópurinn. Þaðan var haldið í Árskóla þar sem nemendur sungu Árskólalagið við mikinn fögnuð kennara Árskóla sem þarna þekktu einhver andlit gamalla nem- enda. Eftir það var haldið á Flæðarnar þar sem teknar voru léttar æfingar undir stjórn eldri nemenda. Því næst var haldið í Skagfnðingabúð þar sem nemendur gerðu góðverk dagsins og hreinsuðu tyggjóklessur upp af stéttinni fyrir framan búðina. Hóparnir enduðu svo í effa húsi skólans þar sem allir fengu dýrindis vöfflur og sleikjó. Meðfylgjandi myndir tók Þorkell Þorsteinsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.