Feykir


Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 10.09.2009, Blaðsíða 6
6 Feylcir 33/2009 Þorkell V. Þorsteinsson Kominn heim eftir ár í Kanada Keli á vélfáknum sínum, Honda ST-1100. Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er nýkominn heim frá Kanada þar sem hann sat á skólabekk og stúderaði mannauðsstjórnun við háskólann í Guelph. Hann segir okkur frá aðdraganda ferðarinnar og dvölinni í Kanada. -Aðdragandann má rekja allt aftur til þess þegar við hjónin fluttum á Krókinn haustið 1980, en þá höfðum við stefnt að dvöl í Kanada þann vetur 1980-'81. Skriffmnskan gekk seint fyrir sig og ræðis- maðurinn á íslandi taldi öll tormerki á að þetta gengi. Þetta var um mitt sumar og ég var nýútskrifaður frá Háskóla Islands. Við sáum fram á að þar sem þetta gengi ekki yrði ég að leita að vinnu hér heima. Þá bárust okkur fréttir af lausri stöðu enskukennara við Fjölbrautaskólann í gegnum Hörð Ingimarsson. Ég hafði samband við Jón Hjartarson skólameistara og það er styst frá því að segja að ég fékk stöðuna og Lydia fékk vinnu á skrifstofu sláturhúsins til að byrja með. Við hjónin ætluðum að vera hérna í eitt ár og nota árið til að undirbúa betur umsókn okkar um dvöl í Kanada, en það liðu sem sagt 28 ár þar til við létum loksins verða að því að fara, segir Þorkell eða Keli eins og hann er oftast kallaður. Þau hjón Keli og Lydia sóttu um skólavist í Guelph, sem er skammt frá Toronto í gegnum Hólaskóla og hófu nám í mannauðsstjórnun í byrjun september á síðasta ári. Þau komu sér vel fyrir f einbýlishúsi sem þau leigðu með öllum húsbúnaði og allt var eins og það átti að vera, en ökukennarinn sá fljótlega sina sæng upp breidda. - íslenska ökuskírteinið gilti í tvo mánuði í Kanada fyrir fólk með dvalarleyfi. Það kom vel á vondan fyrir ökukennarann að undirgangast ökupróf. Reyndar þurfa útlendingar með erlend ökuréttindi ekki að taka ökutíma en ég þurfti að taka bóklega prófið og svo verklegt próf í framhaldi af þvi. Það var mjög holl upplifun fyrir ökukennarann að setja sig í spor nemandans og þurfa að læra umferðarreglurnar upp á nýtt við nýjar aðstæður. Þetta kostaði heilmikla skriffinnsku og ég lenti í smá útistöðum við umsjónarmenn ökuprófa í Guelph, segir Keli en ekki var tekið mark á íslenska ökuskírteininu þótt staðfesting frá lögreglustjóra og sendiráðinu lægi fýrir. Ég varð að fá þýðingu löggilts skjalaþýðanda í Guelph á íslenska ökuskírteininu og þegar það hafðist tók ég prófið og komst í gegnum það sem betur fer. Ég var þá kominn í þá einkennilegu stöðu að vera próflaus þar til ég hefði lokið verklega prófinu. Þetta ástand varði aðeins í einn sólarhring þar sem ég þreytti verklega prófið daginn eftir bóklega prófið. Keli telur að þrátt fyrir þessa uppákomu hafi, eftir á að hyggja, verið bæði hollt og gott fyrir hann að setja sig í þessi spor og gaman að rifja þetta upp núna þó að þetta hafi ekki verið neitt spennandi þegar á þessu stóð. Þau hjón stunduðu námið um veturinn og kynntust mörgu góðu fólki, nemendum, kennurum og fleirum. -Upplifun okkar af fólkinu þarna úti var góð. Þetta er mjög vingjarnlegt fólk, þægilegt í umgengni og kurteist og þarna eru allir útlendingar. Kanadíska þjóðin er samsafn af innflytjendum þannig að þeir taka vel á móti útlendingum. Okkur sýnist Kanada vera mun evrópskari en Bandaríkin þar sem þeir bjóða t.d. upp á ríkisrekið heilbrigðiskerfi og bankarnir eru ríkisreknar innláns- og útlánsstofnanir, enda urðu þeir ekki fyrir barðinu á kreppunni. Þarna komumst við að því að það er hægt að búa víðar en á íslandi, en sannfærðumst jafnframt um að það er óvíða eins fallegt og hér heima. Við ferðuðumst talsvert um Ontario fylki og sýndum gestum okkar. Þarna er víða mjög fagurt eins og t.d. við Niagara fossana og á Bruce skaganum en fjölbreytileikinn er ekki eins mikill og hér heima. Keli telur að þau hjónin eigi eftir að fá heim- sóknir Kanadamanna sem hrifust af landslagi Islands en þau voru óspör á að sýna þeim myndir og segja frá landi og þjóð. Það kom Kela á óvart hvað unga fólkið í Guelph er opið og tilbúið að tjá sig um hin margvíslegu málefni þar sem mikið var lagt upp úr hópavinnu og tjáningu í skólanum. -Það var gaman að sjá hvað þau voru opin gagnvart okkur, sem eldri vorum, en við gömlu hjónin vorum elst í hópnum. Við sóttum einnig kúrs í MBA náminu þar sem nemendurnir voru eldri og með reynslu af vinnumarkaðnum. Við vorum þar meira á jafningjagrunni, en það var engu að síður notaleg upplifun að vera með unga fólkinu. En hvernig kemur námið til með að nýtast kennaranum á íslandi? -Þetta er mjög hagnýtt nám sem nýtist mér í núverandi starfi. Námsefnið hæfir hvar sem er og kemur að notum í hvort sem er starfi eða bara almennt í samskiptum við fólk. Þegar Keli og Lydia voru nýkomin út hrundu íslensku bankarnir með tilheyrandi gjaldeyristakmörkunum og hækkun á gjaldeyri. -Húsa- leigan snarhækkaði á skömm- um tíma og við fengum ekki yfirfærslu á gj aldeyri í nokkurn tíma þrátt fyrir annars góða afgreiðslu bankanna hér heima. En þetta slapp allt saman fyrir horn þó allar kostnaðaráætlanir hafi farið úr skorðum. Það var verulega skrítið að fá fréttir af íslandi í kanadískum íjölmiðlum á þessum tíma þvf þaðan komu bara óeirðarfréttir frá Austur- velli og í ýmsum skemmti- þáttum var gert stólpagrín að ástandinu hér heima. Þá var mjög súrrealískt að fýlgjast með atburðarásinni heima í íslenskum tjölmiðlum því þetta passaði ekki við það sem við þekktum. Við ákváðum strax að halda okkar striki og njóta dvalarinnar í Kanada. Nú er Keli kominn aftur á Krókinn og tekinn við sínu gamla starfi sem aðstoðar- skólameistari. -Nú er mark- miðið að koma sér aftur í gírinn og njóta þess að vera til þrátt fyrir kreppuna, segir Keli og hlakkar til að vinna með unga fólkinu sem sækir Fjöl- brautaskólann. Ekki er hægt að kveðja Kela öðruvísi en að spyrja hann út í mótorhjólaáhuga hans en hann ekur um á glæsilegri Hondu ST-1100. -Ég hef áhuga á allri útivist, skíðum, veiði og fjallamennsku, en mótorhjólið hefur verið áhugamál hjá mér í mörg ár. Ég er félagsmaður og fyrr- verandi formaður í Vélhjóla- félagi Smaladrengja og hef átt margar ánægjustundir í þeim félagsskap. Þetta er eins og hver önnur della og sumir vonast til að þetta renni af manni, en það gerist ekki í bráð, segir Keli að lokum og er feginn að vera kominn heim í fegurð Skagafjarðar sem hann telur á heimsmælikvarða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.