Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 5
35/2009 Feykir 5
AÐSEND GREIN
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir akrifar
Agæti
lesandi
Ástæða þess að mig langar
að skrifa þessa grein, er
vegna áhuga fólks á að vita
hvað orðið félagsliði stendur
fyrir og í framhaldi af þvf
ákvað ég að skýra frá þvf í
stuttu máli.
Starfsvettvangur félagsliða
spannar mjög vítt svið og má
þar nefna sérhæfða þjónustu í
formi aðstoðar og umönnunar
við börn og unglinga í
félagslegum vanda. Þjónustu
við fötluð börn og unglinga
sem eru með geðraskanir.
Starfið felur einnig í sér aðstoð
og umönnun einstaklinga og
fjölskyldna vegna sjúkdóma
eða fötlunar og síðast en ekki
síst veita félagsliðar öldruðum
þjónustu og annast um þá.
Starfs félagsliða felst í að efla
félagslega virkni, á heilbrigðis-
félags- og menntunarsviði.
Veita stuðning og umönnun
þar sem þarfir einstaklinga eru
hafðar að leiðarljósi. Skjól-
stæðingar félagsliða eru oftast
einstaklingar eða hópar sem
vegna röskunar á þroska,
veikinda öldrunar eða áfalla
þurfa á stuðningi og þjónustu
að halda.
Starfsvettvangur félagsliða
getur verið innan öldrunar-
stofnanna, geðdeilda, liðveisla í
félagslegri heimaþjónustu,
skólaathvarfi, leikskóla, grunn-
skóla, framhaldsskóla, félags-
miðstöðvum og á sambýlum
fatlaðra. Félagsliði vinnur oft í
nánu samstarfi við sjúkraliða,
hjúkrunarfræðinga, þroska-
þjálfa og fleiri fagstéttir.
Félagsliði veitir notanda
félagsskap og stuðning - stund-
um miðar aðstoðin að því að
rjúfa félagslega einangrun með
því að fylgja viðkomandi í
félagsstarf og ýmsa afþreyingu
og auka sjálfstæði og sjálfsbjörg
hans í þeim aðstæðum.
Félagsliði aðstoðar notanda
við líkamlega umhirðu og
fýlgist með mataræði og
klæðnaði. Hvetur notanda til
sjálfshjálpar í þessum efnum.
Sér um eða aðstoðar notanda
við ræstingar, þvotta og önnur
heimilisstörf eftir óskum og
þörfum hans.
Félagsliði aðstoðar notanda
við rekstur erinda eða fylgir
notanda í ýmsa þjónustu og
meðhöndlun. Félagsliði setur
sig inn í meðferðir, tjáning-
arform eða sértakar aðstæður
notanda, leiðbeinir í sumum
tilvikum um hegðun og er
fyrirmynd. Félagsliðar leitast
við að auka vellíðan og
hamingju notanda með því að
hlusta á óskir þeirra og langanir
og hjálpa þeim að finna leiðir
til að koma til móts við þær,
sýna viðfangsefnum þeirra
áhuga og spjalla um lífið og
tilveruna. Fylgist með heilsa og
líðan notanda og lætur vita ef
breytingar verða, þarf að þekkja
leiðir og úrræði í því sambandi.
Tekur þátt í fúndum um
málefni einstakra notanda,
deilda og vinnustaða með öðru
fólki.
Félagsliði aðstoðar notend-
ur við að fýlgja settum reglum
um hegðun, umgengni og
vinnubrögð. Styrkir jákvæða
hegðun og vinnur gegn nei-
kvæðri hegðun. Félagsliði getur
oft verið “eina beina tenging”
skjólstæðings við kerfið og þarf
því oft að gera ráðlagt notanda
hvert hann geti leitað. Félagsliði
gætir trúnaðar/þagmælsku
vegna starfsins, einnig eftir að
hann hefúr látið af störfúm.
Þeir sem sinna þessu starfi
nú eru fjölmargir og starfs-
vettvangurþeirraerfjölbreyttur.
Félagið er i dag fagfélag á
landsvísu og dreifast félags-
menn víðs vegar um landið í
fjölmörg stéttarfélög.
Félagsliðar eru vaxandi
starfsstétt með breiðan starfs-
vettvang og felst starf þeirra í
að efla félagslega virkni
skjólstæðinga á heilbrigðis-
félags- og menntunarsviði.
Félagsliðar veita stuðning og
umönnun þar sem þarfir
einstaklingsins eru hafðar að
leiðarljósi.
Hér í sveitarfélaginu Skagafirði
eru allmargir komnir með
menntun félagsliða og eru að
minnsta kosti nokkrir nú í
námi.
Námið er dreifinám fýrir
fólk af landsbyggðinni en kennt
í dagskóla fyrir þá sem það geta
og fer kennsla fram í
Borgarholtsskóla. Mér fannst
þetta afar skemmtilegt nám og
hvet alla þá sem hafa áhuga á
að vinna með fólki að skoða
það
Góðar kveðjur,
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir,
félagsliði Varmahlíð
MINNINGARGREINAR
Sigurður Þorvaldsson
Fæddur 1. janúar 1959
Dáinn 6. september 2009
Þegar við fengum fféttina um
að Siggi væri dáinn brá okkur
mikið því hann hafði alltaf
verið heilsuhraustur og með
gott starfsþrek.
Það var strax í bernsku ljóst
hvað Siggi ætlaði sér að verða
þegar hann yrði stór því hann
var mikill áhugamaður frá
blautu barnsbeini um bíla og
allt sem þeim við kom. Sem
strákur þekkti hann allar
tegundir bfla. Á Sleitustöðum
rak faðir hans biffeiðaverkstæði
og einnig var á uppvaxtarárum
Sigga mikil rútuútgerð rekin
þar. Þetta allt saman mótaði
hann og varð til þess að hann
lærði bifvélavirkjun, sem hann
starfaði við allt sitt líf með föður
sínum á Sleitustöðum. Þeir
eru ófáir bflamir sem hann
hefur lagfært í gegnum árin og
var vandvirknin ávallt höfð í
fýrirrúmi, enda góður fag-
maður.
Siggi hafði sterkar taugar tfl
Sleitustaða og vildi helst hvergi
annarsstaðar vera. Hann var
með eindæmum hjálpsamur
maður og nutum við þess í ríku
mæli. Ef eitthvað þurfti að ditta
að bflunum okkar þá var hann
ávallt tilbúinn tfl aðstoðar,
sama hvaða dagur var,
laugardagur eða sunnudagur
skipti ekki máli. Ef við þurftum
hjálp þá gekk það fyrir öðru hjá
honum. Að þiggja eitthvað að
launum kom ekki til greina.
-Nei, þið hjálpið mér seinna ef
ég þarf. Svona var Siggi.
Eitt helsta áhugamál Sigga
fyrir utan bfla var kórsöngur og
söng hann um tíma í tveimur
kórum þ.e. Söngfélaginu
Hörpu á Hofsósi og Karla-
kórnum Heimi.
Siggi hafði fastmótaðar
skoðanir á ýmsum hlutum og
var ekki auðvelt að telja honum
hughvarf ef hann taldi sig vita
betur. Hann tók ekki þátt í
svokölluðu lífsgæðakapp-
hlaupi heldur var mjög nægju-
samur og stress nútímans var
honum fjarlægt.
Þó heimilisstörf hafi ekki
verið hans sterka hlið þá hafði
hann gaman að fá fjölsky'lduna
í heimsókn og slá upp veislu og
oftar en ekki þá sá hann um að
grilla ofan í mannskapinn. Það
var engin hætta á að hráefhið
yrði að brunarústum, því það
var vel fylgst með öflu.
í lok ágúst hittist öll
fjölskyldan í sumarbústað í
Svignaskarði og átti saman
góða helgi sem var sú síðasta
sem við áttu með honum og
erum við ákaflega þakklát fýrir
það. Engan gat grunað það
sem í vændum var.
Fyrstu helgina í september
fór Siggi í ferðalag með foreldr-
um sínum í nýja húsbflnum
sem þeir feðgar höfðu lagt
mikla vinnu í að smíða nánast
frá grunni og er hinn glæsi-
legasti eins og þeirra er von og
vísa, því vandvirknm var ávallt
höfð í fýrirrúmi eins og þeir
semtilþekkjavita. ÍVaglaskógi
átti Siggi sína síðustu nótt hér á
meðal okkar. Tengsl Sigga við
foreldra sína voru mikil og var
hann þeirra stoð og stytta í
gegnum árinogermissir þeirra
því meiri.
Fráfall Sigga kennir okkur
enn og aftur að enginn veit
hver er næstur, það ættu allir
að hugleiða.
Okkur langar til að þakka
Sigga fyrir góða vináttu og
einstaka hjálpsemi við okkur í
gegnum árin. Þín er sárt
saknað.
Rúnar ogEyrún.
Elsku Siggi frændi, það er fátt
sem ég get sagt á svona erfiðum
tímum. Það er mikil sorg í
hjarta okkar að kveðja þig en
við hittumst á ný. Þaðeinasem
við vitum í þessu flfi er að við
fæðumst og við deyjum. Ég
trúi þvi að þú sért kominn
"heim” og við sem eftir sitjum
erum enn að læra og þroskast,
því einhver er tilgangurinn
með þessu lífi okkar.
Alltaf var Siggi kallaður
Siggi ffændi af okkur ffænd-
systkinunum og börnum
okkar. Siggi frændi bjó á
Sleitustöðum og unni sér vel
þar, alltaf eitthvað að sýsla á
verkstæðinu með afa og ef
bflflnn bilaði hjá okkur þá var
því reddað eins og skot. Það
var hans líf og yndi ffá blautu
bamsbeini að vera í kringum
bfla og vélar. Þeir feðgar unnu
vel saman, og eru ófáir bflarnir
sem þeir hafa gert við og
smiðað.
Alltaf var honum umhugað
um okkur og var með púlsinn
hvað var að gerast hjá okkur.
Hann hafði mikinn áhuga á því
hvað ég væri að gera, hvernig
var skemmtanalífið,hvað við
vinkonur/vinir værum að gera
og til að mynda vissi hann
nöfnin á öllum mínum vinum
og hvað við fltla fjölskyldan
aðhefðumst.
Það var alltaf gaman að
koma í sveitina og oftar en ekki
var okkur boðið í mat og ef það
var grillað þá var það sérgreinin
hans Sigga ff ænda og var hann
duglegur að hjálpa ömmu.
Honum þótti alltaf gott að hafa
fjölskyldunahjásér. Eitt skiptið
þegar ég bauð í veislu þá hafði
ég mat og síðan var kaffi á effir
fyrir þá sem vildu. Égtilkynnti
að ég væri nú bara með neskaffi.
Siggi ffændi var nú mjög hissa
að frænka sín ætti ekki kaffivél,
en ég sagði honum að við
drykkjum ekki kaffi sem hann
vissi, en hann sagði hvað með
gestina? Viku seinna kom
hann í heimsókn og færir
ff ænku sinni þessa fínu kaffivél
og sagði að það þýddi ekkert
annað en að hafa almennilegt
kaffi á boðstólnum.
Elsku afi og amma guð veri
með ykkur og gefi ykkur styrk í
þessari miklu sorg. Við munum
standa eins og klettur við bakið
áykkur.
Elsku Siggi frændi við
kveðjum þig með miklum
söknuði og biðjum Guð
almáttugan að vernda þig og
geyma þangað tfl að við
hittumst á ný "heima”
Mig langar að láta fylgja ljóð
sem ein kær og góð vinkona
mín gaf mér.
Þín Þórdís Ósk, Yngvi,
Kristófer Rúnar
Hann erfarinn,fyrir tímann
fallinn frá,
Þvífylgir mikill söknuður, sorg og þrá.
Hannvar sendur á fallegri
ogfriðsœllistað,
því englanir báðu guð um það.
Þeir þurfa hann í eitthvað annað,
eitthvað sérstakt
ogfyrirhannhannað.
Verksem enginn annar getur sinnt,
svo núgetursorgþinni
smá saman linnt.
Hann fmnurþighugsa fallega tilþín,
svohertuupphugann
heilladísin mín.
Svanfríður Tómasdóttir (Gigga)