Feykir


Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 6
6 Feyklr 35/2009 k toppi Glóöafeykis. Árni Stefánsson er skokkhópsstjóri Leitun aö betri félagsskap Árni Stefánsson íþróttakennari hefur starfrækt skokkhópinn á Sauðárkróki frá árinu 1996. Hópurinn hélt nú um helgina sitt 14. “slútt” með lokahlaupi og árshátíð. í heildina hlupu og hjóluðu félagar í skokkhópnum og gestir þeirra 1512 km. Feykir hitti Árna og spurði aðeins nánar út í tilurð skokkhópsins. Árni dvaldi með Þuríði íyrstu Ég á stefnumót við Árna á skrifstofu íþróttakennara FNV í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Ég spyr hann um upphafið? -Við vorum alltaf að hlaupa, ég og Gummi Jens og höfðum mjög gaman að því. Á þessum tíma, eða þarna 1996, var fólk farið að vera duglegra en áður við að hreyfa sig og það að fara út að hlaupa þótti ekki lengur hallærislegt. Ég fékk beiðni frá Óskari Jónssyni, lækni, um að stofna hlaupahóp. Ég ýtti þessu frá mér í ákveðinn tíma en það varð síðan úr að ég ákvað að setja saman teymi íþróttakennara, sem þá voru starfandi hér í bænum og fórum við af stað með þetta verkefni sem í dag er skokk- hópurinn. Við vorum sex fyrsta árið, sem héldum utan um starfið en síðan drap ég þá af mér einn af öðrum, útskýrir Árni og hlær. -Nei, nei, þeir fluttu úr bænum og við Gummi urðum tveir eftir. Ég hef síðan haldið að mestu utan um hópinn með dyggum stuðningi Gumma, en í heild- ina hafa um 10 manns komið að þessu með okkur. Aðspurður segir Árni að skokkhópurinn sem slíkur starfi aðallega á sumrin en þó sé hlaupið á laugardögum yfir vetrartímann. í myrkasta skammdeginu förum við af stað frá sundlauginni um hálf ellefú en við erum enn á sumartíma og leggjum þessa dagana af stað kl. 10. Svo eru alltaf einhverjir sem hlaupa oftar, auk þess sem margir af skokkurunum æfa vel allt árið en eru kannski meira í styrktarþjálfun yfir veturinn. Aldursbil félaga i skokk- hópnum er breitt eða um 40 ár. Yngstu meðlimirnir eru rúmlega tvítugir og þeir elstu 60 ára plús. En hvað kynja- skiptinguna varðar segir Árni að konurnar séu fleiri. -Karl- arnir eru kannski feimnari við að fara í spandexið, segir Árni og hlær prakkaralega. -En svona spauglaust þá eru það hugsanlega hlaupafötin sem aftra einhverjum karlmönnum frá því að vera með en ef þú hefur einu sinni prófað að hlaupa í slíkum fatnaði þá er ekki aftur snúið. Munurinn er ótrúlegur og allt sem mælir með hlaupafatnaðnum. Allt frá færri nuddsárum, upp í það að hann heldur betur við og þú svitnar minna. Hægt er að fá fatnað sem hentar í hvaða veðri sem er. Árni segir að stór kjarni þess hóps sem núna er í skokk- hópnum sé búinn að vera þar frá upphafi. -Við höfum nokkrum sinnum farið saman erlendis til að taka þátt í hlaupum. Fyrst fórum við til Kaupmannahafnar árið 2000 og hlupum svokallað Brúar- hlaup. Því næst fór stór hópur til Búdapest, næst til Amster- dam, svo Barcelona. Ætli við höfum ekki verið milli 40 og 50 sem fórum þangað. Auðvitað vöktum við athygli þetta stór hópur en trúlega hefðum við vakið enn meiri athygli ef menn hefðu vitað stærðina á sveitarfélaginu. Hér á Sauðárkróki búa þetta um 2700 manns og þar af hafa um 30 manns hlaupið maraþon, sem er meira en 1% íbúa. Þetta hátt hlutfall hlýtur að vera rannsóknarefni, segir Árni sem er að vonum gríðarlega stoltur af skokkhópnum sínum. Einnig áttu Króksarar sjö fulltrúa í New York mara- þoni 2007. Sjálfur hefur Árni minnkað hlaupin mikið nú í seinni tíð en það segir hann ekki koma til af góðu en hann er með mikið slit í hné. -Ég held að slitið sé ekki endilega eftir hlaupin heldur einnig bara það sem á undan hefur gengið. Ég hef eiginlega verið ofvirkur síðan ég var krakki, útskýrir Árni. En skyldi ekki vera erfitt að vera í þessu öllu saman af lífi og sál og geta lítið hlaupið sjálfúr? -Það er stundum erfitt, ég neita því ekki. En þá reynir maður bara að finna sér eitthvað annað t.d. hjóla og eins held ég áfram að hlaupa eitthvað eins lengi og ég get. Eins stunda ég styrktarþjálfun af krafti og nota þar upp- hitunatæki sem minnka álag á hnén en best þykir mér að taka á þannig að ég svitni vel. Árni er giftur Herdísi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.