Feykir


Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 24.09.2009, Blaðsíða 11
35/2009 FeykJr 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Benedikt og Ásbjörg kokka Ungnautalund og Kit-Kat ísterta Benedikt Rúnar Egilsson verslunarstjóri hjá KS og Ásbjörg Ýr Einarsdóttir snyrtifræðingur á Sauðárkróki eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni og bjóða okkur upp á nautapiparsteik m/piparostasósu og Kit-Kat ístertu. Benedikt og Ásbjörg skora á Gunnar Smára Reynaldsson og Klöru Björk Stefánsdóttir Knarrarstíg 1 á Sauðárkróki að koma með næstu uppskrift. Nautapiparsteik m/piparostasósu FYRIR 5-6 6 stk. steikur úr ungnauta- lund (c.a. 200gr.) 2 msk. malaður pipar ogsalt Piparnum og saltinu blandað saman. Takið lundirnar og nuddið upp úr piparnum og látið standa í 10-15 mín. Steikið á pönnu í c.a. 3-4 mín. á hvorri hlið. Piparostasósa lstk. piparostur 1 peli rjómi Osturinn er skorinn í litla bita, settur í pott og rjóminn settur út á og allt brætt saman. Gott að bera fram með smjörsteiktum sveppum, grilluðum kartöflum og fersku salati. Kit-Kat ísterta 5 stk. Kit-kat súkkulaði 60 gr. smjörlint 11. vanilluís 150 gr. frosin jarðaber (má nota önnur ber) Myljið 3 Kit-kat súkkulaði og hrærið smjörinu saman við. Hellið blöndunni í smelluform og þrýstið jafnt á botninn. Sett í kæli. Látið ísinn mýkjast. Skerið tvö Kit- kat í litla bita og hrærið saman við ísinn, ásamt mest öllum berjunum. Isinn settur ofan á blönduna i smelluforminu, jafnið út, skreytið með berjum og frystið. Verði ykkur að góðul Sláturtíóin er í algleymingi Slátur, lifur og hjörtu eru óaýr og góóur matur Fjallagrasablóðmör Innihald: 1/2 Itr.fjallagrös (um 25gr.) 1 Itr. lambablóð 1/4 Itr. vatn 21 msk. gróft salt 200gr. hafragrjón Um 800gr. rúgmjöl 600 gr. mör, smátt brytjaður Saumaðir vambarkeppir Fjallagrösin þvegin og látin liggja i bleyti í nokkrar mínútur en síðan er vatninu þrýst úr þeim og þau söxuð, ekki mjög fínt (gjarna í matvinnsluvél). Blóðið síað og hrært með vatni og salti. Hafragrjónum og fjallagrösurn hrært saman við, síðan rúgmjöli og loks mörnum. Sett í keppina og þeir fylltir rúmlega til hálfs. Saumað fyrir þá eða þeim lokað með sláturnálum. Saltvatn hitað í stórum potti og keppirnir settir ofan í þegar sýður, pikkaðir vel með prjóni og síðan er lok sett á pottinn og slátrið soðið í 2 - 2 1/2 klst. eftir stærð keppanna. Snúið öðru hverju. Keppirnir eru svo teknir upp með gataspaða og borðaðir heitir eða látnir kólna. Þá má frysta ósoðna eða soðna. Lifrarbujf sem allir borða Innihald: 500 gr. lambalifur 1/2-1 bolli hveiti 1 stykki egg 3 stykki hráar kartöflur 1/2 -1 bolli mjólk 2 laukar (mamma notar ekki lauk held ég?) 1/2 teskeið matarsódi (e. bakingpowder, er það það sama?) Salt, pipar og krydd að eigin smekk Fjarlægja allar himnur og æðar úr lifrinni og skræla kartöflurnar. Skera niður laukinn, gróft. Hakka saman lifrina, kartöflurnar og laukinn. Blanda saman við hveitið, matarsódann og krydd. Eggi bætt út í. Þynna blönduna með mjólk, þar til það lítur ógeðslega út. Steikja báðum megin á heitri pönnu (um ein matskeið í hvert buff). Síðan að skella buffinu í pott og láta sjóða í svona fimm mínútur. Veiða buffið upp úr en bæta 4 Honig kjötkraftsteningum saman við soðið og þykkja síðan í sósu. Salta og pipra eftir smekk. Borið fram með sósunni, kartöflum og rabbarbarasultu. Tilvalið er að búa tfi mikið magn af lifrarbuffi og frysta síðan. Fljótlegt ódýrt og hollt. Kryddlegin hjörtu Hjörtu eru ódýr matur sem upplagt er að notfæra sér á haustin. Hér er góð uppskrift af kryddlegnum hjörtum. Innihald: 900 gr. lambahjörtu (fitu- hreinsuð ogskorin í bita) 1 rauður laukur (saxaður smátt) 1 hvítlauksgeiri (kraminn með hnífsblaði og saxaður) 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 rauður chili (frœhreins aður ogskorinn í sneiðar) 2 sellerístilkar (skornir í sneiðar) 1 lárviðarlauf 6-7 sveppir (skornir í sneiðar) 3 msk. sojasósa 2 dl. eplasafi 1 og 1/2 dl. rjómi 2 mskfínt kókosmjöl Aðferð: • Fituhreinsið hjörtun og skerið þau í frekar litla bita og steikið á pönnu í ca. 3 mín. með lauknum og hvítlauknum. Setjið til hliðar. • Steikið grænmetið, chili og engifer á pönnu í um 2 mín. Setjið þá hjörtun út í og steikið allt áfram. • Bætið lárviðarlaufi, eplasafa og soyasósu út í og látið suðuna koma upp. • Sjóðið kröftuglega í 2-3 mín. Lækkið þá hitann, setjið rjómann í og látið allt malla í ca. 15-20 mín. • Hrærið kókósmjölinu út í og látið malla með seinustu mínúturnar. • Gott að bera fram með góðri kartöflumús, brauði og salati.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.