Feykir


Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 38/2009 Skagaströnd Framtíðarsýn 20/20 hópsins Skref í átt að auk- inni endurvinnslu Sveitarfélagið Skagaströnd hefur gert samning við Sorphreinsun VH um byggingu og rekstur gámasvæðis en markmið samningsins er að bæta aðstöðu og möguleika til flokkunar úrgangs í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hefur verið kynnt breytt fyrirkomu lag á sorphirðu sem fyrirhuguð er í sveitarfélaginu auk þess sem sveitarstjórnarmönnum voru kynnt drög að bæklingi þar sem kynnt eru þau áform að auka endurvinnslu með því að bjóða endurvinnslutunnu í samstarfi við Gámaþjónustuna og Sorp- hreinsun VH. Leiðari Sterkara Norðurland vestra Samkvæmt heimildum Feykis hefur svokölluð 20/20 nefnd undirforsæti Dags B Eggertssonar unnið að nýju svæðaskipulagi tilframtíðarfyrir íslands. ífyrstu drögum er ekki gert ráðfyrir Norðurlandi vestra sem sjálfstæðu svæði heldur hverfi það úr núverandi mynd og renni undir Norðurland meðAkureyri sem höfuðstað. Hugmyndir Dags og félaga gera ráðfyrir að skipta landinu í sjö svæði með sjö þéttbýlis- og þjónustukjama. Að mínu viti hefur nú þegar verið stigið þarfyrsta skrefið með sameiningu og fækkun sýslumannsembætta niður i sjö embætti. Norðurland vestra hefur undanfarin “góðærisár” átt undir högg að sækja. Hér bjuggum íbúar við neikvæðan hagvöxt á skilgreindu láglaunasvæði á meðan að flestir aðrir lifðu við mikinn hagvöxt með tilheyrandi uppgangi. Síðustu tvö ár höfum við hins vegar sótt mikið á. Þegar aðrirféllu vorum við á uppleið. Hér er aðfinna fiölda sprotafyrirtækja og viðskiptatækifæra sem eru annað hvortfarin afstað eða íþann mund aðfara af stað. Þessi verkefni hafa orðið tilfyrir tilstilli yfirvalda, Vaxtarsamnings og annarra átaksverkefna. Það væri því slæmt að sjá þessi verkefni koðna niður og verða að engu eflíflína þeirra íformi styrkja og sértækra aðgerða tilþess að koma þeim á koppinn verður skorin afí einum fiárlögum. Meðþeirri aðgerð er að mínu viti kastað á glæþeimfiármunum semþegar hafa verið lagðir í uppbygginguþessara áðurgreindra verkefna. Sú aðgerð myndi hratt og örugglega ýta okkur niður á við aftur. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að við íbúar á svæðinu stöndum saman og sameinumst í baráttu okkarfyrir okkar svæði. Baráttu fyrir svæði sem á í dag alla möguleika til þess að verafyrst svæða tilþess að ná fyiTÍ styrk. Ég skora því á íbúa svæðisins að snúa bökum saman og hugleiða í alvöru þá staðreynd að sameinuð stöndum við sem sterk heild og verðum íframhaldinu sterkara Norðurland vestra. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óhád fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 1 Feykir Útgefandi: Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Askriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir 275 krónur hvert tölublað Borgarflöt 1 Sauðárkróki feykir@nyprent.is © 455 7176 með vsk. Póstfang Feykis: Blaðamenn: Lausasöluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson 325 krónur með vsk. palli@nyprent.is © 8619842 Áskrift og dreifing Blaðstjórn: Óli Arnar Brynjarsson Árni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprent ehf. Áskell Heiðar Ásgeirsson, Lausapenni: Sími 4557171 Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Nýprent ehf. Norðurland vestra út af kortinu? Samkvæmt heimildum Feykis.is vinnur svokallaður 20/20 hópur undir stjóm Dags B Eggertssonar nú að nýrri sóknaráætlun fyrir ísland. Samkvæmt hinni nýju áætlun er ætluninn að skipta landinu í 7 sóknar- og þéttbýlissvæði. Samkvæmt hugmyndum hópsins verður Norð- urland vestra þurrkað út af kortinu og sameinað Norðurlandi með Akureyri sem þéttbýlisstað. Höfuðstaðirnir verða Akranes eða Borgarnes, ísafjörður, Akureyri. Egilsstaðir, Selfoss, Reykjavík og Keflavík. Er markmið hóps Dags að auka skilvirkni og hagkvæmni opinberrar þjónustu. Gerðar verða sérstakar sóknaráædanir fyrir hvert landsvæði fyrir sig til eflingar atvinnulífs og lífsgæða. Segja má að þegar hafi verið stigið fyrsta skrefið í þessa átt með fækkun embætta sýslumanna niður í sjö embætti. 20/20 hópinn skipa: Dagur B. Eggertsson sem er formaður, Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra, Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfúlltrúi á Akureyri, og Svafa Grönfeldt, rektor HR. Gert er ráð fyrir að fleiri ráðherrar komi að verkefninu og taki þátt í störfum hópsins þegar fram líða stundir. Ríkisstjórnin mun á þessu ári verja 10 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins. Húnaþing vestra Skuldin hænri en tekjur allra vinnandi manna Skuld stofnfláreigenda f Sparisjóði Húnaþings og Stranda er hærri en árstekjur allra vinnandi manna í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi eða um 2 milljarðar á genginu í dag. Samkvæmt upplýsingum Feykis eru hluti þessarar skuldar á eindaga nú í desember en þar er um svokallað kúlulán að ræða sem Aðalfundur Framsóknar- félags SkagaQarðar undrast þær áherslur sem fram hafa komið í Qárlagafrumvarpi nkisstjórnarinnar er lúta að landsbyggðinni og sérstaklega að Norðurlandi vestra. í ályktuninni segir; - Allir eru meðvitaðir um að það þarf að draga saman í ríkisrekstri en fundurinn gerir þá kröfú að í því verkefni hafi ríkisstjórnin það að leiðarljósi að jafnræðis sé gætt milli landshluta og að sérstaklega sé horft til þess að stór svæði utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar nutu að engu eða litlu leiti þess uppgangs sem var fyrir efna- hagshrunið. Niðurlagning sýslumanns- embætta, Lögreglu, héraðs- tekið var í Landsbankanum. Hafa skuldarar greitt vexti af láninu í tvö ár en eiga síðan að greiða skuld sína að fullu nú í desember. - Ekki liggur fyrir hvað gerist í desember, segir Jón Óskar Pétursson, fram- kvæmdastjóri SSNV. -En hin blákalda staðreynd málsins er að höfuðstól lánsins á að greiða í eingreiðslu nú í desember, bætir hann við. dómara og niðurskurður á fjárffamlögum til Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki eru dæmi um forkastanleg vinnubrögð þar sem þessa jafnræðis er ekki gætt. Ekki hefúr verið sýnt fram á sparnað af þessum tillögum en þær munu hins vegar leiða af sér verra aðgengi að þjónustu og aukinn kostnað við að fá þjónustu. Fundurinn skorar á rílös- stjórnina að setja fram trúverðuga atvinnustefnu er leiði til uppbyggingar samfélagsins en varar við hugmyndum um stórfelldar skattahækkanir, fyrningaleið í sjávarútvegisemogskattlagninu orkusölu því allt þetta er til þess að stöðva fjárfestingu og framþróun. Húnaþing vestra 101 himdur Það segir frá þvf á Hvammstangablogginu að bóndi einn í Vestur- Húnavatnssýslu væri með vélageymsluna á bænum fulla af málverkum og ailar eru þær af hundum. Inni í vélageymslunni eru 101 málverk af hundum í allskonar ástandi og með margskonar hlutverk. Eigandi vélageymslunnar ku vera Jón Eiríksson listabóndi á Búrfelli en ekki eru mörg ár síðan hann málaði 365 myndir af kúm sem Landsvirkjun eignaðist síðar. Jón var verðlaunaður af NBC, Samtaka norrænna bænda, þann 14. ágúst s.l. á Hótel Sögu. Sólgarðar í Fljótum Hitaveitu- holan bilaði Fyrir skömmu losnaði fóðurrör f hitaveituholu á Sólgörðum með þeim afleiðingum að heitavatnið hætti að streyma upp rörið, en kom þess í stað að hluta, upp með því. Fyrirséð var að kalt mundi verða í sundlauginni á Sólgörðum og í þeim húsum sem tengd eru veitunni.. Eftir skoðun og vangaveltur starfsmanna ÍSOR var ákveðið að leita til Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða um að þeir gerðu við holuna. Það tókst vel og telja menn að holan sem boruð var árið 1974 muni duga mörg ár enn. Er eitthvað að frétta? Ályktun frá Framsóknarmönnum_ Forkastanleg vinnu- brögð ríkisins

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.