Feykir


Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 38/2009 Helgi Freyr Margeirsson hefur spilað körfubolta víóa um heiminn Hér spilar maður með hjartanu Helgi Freyr Margeirsson fór 18 ára gamall á vit ævintýr- anna og fékk tækifæri til þess að dvelja ár í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám og spilaði köríubolta. í framhaldinu bauðst honum skólastyrkur til háskólanáms og síðar spilaði hann körfu- bolta til að framfleyta sér í mastersnámi. Helgi ræðir við Feyki um draum átta ára stráks sem varð að ævintýri lífs hans. Helgi var ekki nema átta ára þegar draumurinn um að verða atvinnukörfubolta-maður kviknaði og í upphafi setti hann markið hátt. Hann ætlaði sér að fara til Banda-ríkjanna og spila körfubolta þar. En hvers vegna körfubolti? -Á þessum tíma var körfu-boltaæðið á íslandi í hámarki, NBA komið í sjónvarpið og Tindastóll með gott lið. Pétur Guðmundsson spUaði með liðinu en hann bjó heima hjá mér um þriggja vikna skeið. Maður átti sínar hetjur og var allar stundir úti á körfú-boltavelli að leika sér og var þá Pétur, Valur Ingimundar eða Palli Kolbeins eftir því hvar maður var staddur á vellinum, ri^ar Helgi upp og hlær. -Útikarfan sem égfékkí jólagjöf þegar ég var 10 ára hefur verið sett upp á 5 stöðum, þremur inni í bUskúr og á tveimur stöðum fyrir utan hús. Þar spiluðu margir strákar sem gerðu það svo síðar meir gott með meistaraflokki Tindastóls eins og fsak og Svavar. Foreldrarnir nutu svo góðs af þessu því planið var alltaf vel mokað yfir veturinn. Svo þessi sömu jól fékk ég skíðagleraugu frá bróðir mömmu í jólagjöf og þegar ég opnaði pakkann þá æpti ég þvílíkt ánægður „JABBAR gleraugu“ (fyrrv. leikmaður LA Lakers), þetta lýsir best körfúboltaæðinu sem hafði gripið mann. Við pabbi og mamma byrjuðum því að safna í sameiningu svo ég gæti með tímanum látið drauminn rætast auk þess sem mér var gert grein fyrir að samhliða því að safna pening þyrfti ég að leggja hart að mér á vellinum, bætir Helgi við. Með dugnaði og mikilli vinnu náði Helgi að láta fyrsta drauminn verða að veruleika og 18 ára gamall fór hann sem skiptinemi í gegnum umboðs- mann til Louisville í Kentucky þar sem hann gekk í High School. -Við fórum saman fimm úr unglingalandsliðinu, það var í raun ólöglegt að koma gagngert til þess að spila körfúbolta á þessu skólastigi svo tilgangur minn með ferðinni var í raun “svindl” en þetta er svo sem stundað engu að síður. Þetta var alveg frábært og ég gerði mér grein fyrir að þarna var ég búinn að fá tæki- færið sem ég hafði unnið hörðum höndum að. Körfu- boltalega séð gekk mér mjög vel og ég var fljótt orðinn stór partur af liðinu. Reynar vfldi þjálfarinn í ameríska fótbolt- anum líka fá mig í liðið þar sem ég var stór og þrekinn eftir aldri en þar sem ég hafði aldrei spilað þá íþrótt vildi ég þegar á hólminn var komið ekki fórna draumnum og eiga á hættu að meiðast á æfingu og ákvað því að sleppa þessu tækifæri, rifjar Helgi upp og glottir. Aðspurður um skólalífið segir Helgi að það hafi alls ekki verið ólíkt því sem við þekkjum úr amerískum unglingamynd- um. -Það er greinilega voða margt til í þessum myndum, svarar Helgi og brosir. - Krakkar í Bandaríkjunum eru á eftir okkur í þroska og ábyrgð og hjá þeim er ekki til staðar þessi ábyrgðartilfinning sem okkur er kennd. Eins eru þau ofsalega vernduð, mér þótti sérstakt að félagi minn mátti ekki keyra í rigningu, ekki inni í borg né í myrkri. Æi, bara alls konar svona hlutir sem okkur hér heima finnast sjálfsagðir. Síðan var þetta high school drama sem við upplifum hér í 8. bekk en þau 17 - 18 ára gömul. Það var svolítið sérstakt að upplifa sig aftur í 8. bekk. Eftir árið í Bandaríkjunum ákvað Helgi í samráði við fjölskyldu sína að taka inn- tökupróf í háskóla með styrk í huga áður en hann héldi heim. -Ég hafði ekki ætlað í þessi próf en ákvað að láta á það reyna og stóðst þau með miklum ágætum sem gerði mér auð- veldara í framhaldinu að fara í þann háskóla sem mig langaði að fara á fullum styrk. í framhaldinu fékk ég inni í Birmingham Southern College þar sem ég fór í viðskipta- fræðinám samhliða því að spila körfúbolta á fullum styrk Þetta með styrkinn var reyndar nauðsynlegt þar sem ég var búinn með peningana sem við pabbi höfðum safnað, segir Helgi og glottir. -En skólaárið þarna kostaði um 3,5 milljónir svo það má segja að launin sem ég fékk fyrir að spila körfubolta hafi verið 10 milljónir og menntunina hafi ég fengið í kaupbæti. Þetta hefði ég aldrei getið gert hefði ég ekki verið að spila körfubolta. Hann hefur opnað fyrir mér óteljandi tækifæri og mótað líf mitt sem persónu. Því ég veit í dag að ef maður leggur ekki hart að sér og hefur fókusinn á ákveðnu takmarki er auðvelt að villast og missa af. Þrátt fyrir að hafa verið meira og minna í útlöndum síðustu árin náði Helgi á þremur vikum áður en hann hélt út í háskólanám, í sambýliskonu sína Margréti Hallsdóttur. -Já, við vorum ekki búin að ná að vera lengi saman þegar ég fór út en ég vann hratt og vel þannig að ég náði að tryggja hana áður en ég fór út. Símareikningarnir voru þennan tíma ansi háir og dýrasti hlutinn af mínu námi. Annars er gaman að segja frá þvi að ég hafið ekld gist oft hjá hinni nýju kærustu þegar ég heyrði einn morguninn þegar ég var að læðast út að mamma hennar spurði hvort þetta væri ekki orðið gott. Ekki veit ég hvort hún var ekki ánægð með nýja tengdasoninn eða hvað, en við erum alla vega saman enn í dag og Sirrý bara nokkuð sátt, rifjar Helgi upp og hlær. Margrét er ófrísk af fyrsta barni þeirra Helga og er ekki nema mánuður í frumburðinn. Aðspurður segist Helgi gera ráð fýrir að æfingabúðir barnsins hefjist eftir um fimm mánuði og að hann stefni sjálfur á að koma með ein sjö stykki eða körfúboltalið og tvo Skólameistarar 2004. til vara. -Margrét er enn að hugsa um hvað það er stór pakki, segir hann og brosir. Margrét er að læra félagsráðgjöf og stundar fjarnám frá Háskóla íslands. Eftir að Helgi útskrifaðist úr viðskiptafræðinni kom hann til íslands og þá lá leiðin til Akureyrarþar sem hann spilaði eitt tímabil með Þór. Aðal- ástæðan fyrir því var sú að þá var Tindastóll í 1. deild og Helga langaði að spila í úrvalsdeild. Eftir árið lá leiðin síðan aftur út í heim eða til Danmerkur þar sem Helgi spilaði körfubolta með Randers samhliða því að stunda mastersnám í fjármálum og Helgi á toppi ferilsirrs aö spila meö háskóla í Bandaríkþnum á fullum Sigurverarar fá hlut afnetinu úr körfunni til minja.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.