Feykir


Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 15.10.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 38/2009 Leið hélt opinn fund í Húnaveri_ FulHrúar Skagafjardar mættuekki Rúmlega 30 manns sóttu opinn fund í Húnaveri á laugardaginn sem Atvinnu- þróunarfélag Eyjaflarðar og Leið ehf. boðuðu til þar sem mögulegar vegstyttingar í Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu voru kynntar. Tilefni fundarins var að kynna íbúum þeirra svæða sem mögulegar vegstyttingar eru til skoðunar, þær hugmyndir sem uppi eru og fá fram viðhorf þeirra og fulltrúa þeirra. Um er að ræða sveitarfélögin Húnavatns- hrepp og Blönduósbæ þar sem svonefnd Svínavatnsleið er til skoðunar og Sveitarfélagið Skagafjörð og Akrahrepp þar sem til skoðunar hefur verið stytting um 6 km um svonefnda Vindheimaleið. Vinna við aðalskipulag í sveitarfélögunum fjórum er langt komin og er ekki gert ráð fyrir þessum vegum þar en á hinn bóginn verður fjögurra ára samgönguáætlun til meðferðar á Alþingi í vetur. Þvívarþaðmatfundarboðenda að nauðsynlegt væri að fara yfir stöðu mála á breiðum grunni og helst finna leið til sátta þrátt fyrir ólikar áherslur. Þær hugmyndir sem kynntar hafa verið af hálfu Leiðar ehf. ganga, eins og fram hefur komið, út á að vegirnir yrðu lagðir utan vegaáætlunar, í einkaframkvæmd og veggjöld innheimt til að standa undir kostnaði. Mætti því áfram gera ráð fyrir talsverðri umferð um þá vegi sem nú eru til staðar. Til fundarins var séstaklega boðið fulltrúum þeirra fjögurra sveitarfélaga þar sem styttingar eru til skoðunar svo og þingmönnum Norðvestur- og Norðausturkjördæma. Flestir boðuðu þingmenn forföll og hvorki var mætt af hálfu Akrahrepps né Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem áður hafði þó sent inn skriflegt erindi. Hrossablót Söguseturs ísienska hestsins Skemmtun 1 anda skag- firskrar menningar Sögusetur fslenska hestsins f samvinnu við Hótel Varmahlíð og veitinga- staðinn Friðrik V á Akureyri stendur fyrir hrossablóti á Hótel Varmahlíð laugar- dagskvöldið 17. október. Blótið hefst með drykk kl. 19.30. Er hér um sannkallað matar- og skemmtikvöld að ræðaþarsemhinn landsþekkti og margverðlaunaði veitinga- maður Friðrik V. ásamt snillingnum Þórhildi Maríu Jónsdóttur matreiðslumeistara á Hótel Varmahlíð töfra fram glæsilega veislu með hrossið í aðalhlutverki. Undir borðhaldi verður síðan boðið upp á skemmtun í anda skagfirskrar menningar. Sigurður Hansen flytur eigin ljóð. Félagarnir Siggi Björns á Ökrum og Jói í Stapa kveða rímur og Miðhúsa- bræður þenja nikkurnar. Blót- stjóri er Bjarni Maronsson. Byggðarráð Skagafjarðar_______ Hefur þungar áhyggjur Byggðarráð Qallaði á fundi sínum í vikunni um fjárveitingar til opinberra stofhana í Skagafirði eins og þær birtast í nýju Qárlagafrumvarpi ársins 2010. Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skerðingar á fjárframlögum til opinberra stofnana í sveitarfélaginu og fækkunar starfa sem af því mun leiða, án þess að sýnt sé að af því hljótist raunverulegur sparnaður. Er þar sérstaklega átt við kerfisbreytingar er m.a. varða Sýslumannsembættið á SauðárkrókiogHéraðsdómstól Norðurlands vestra, sem valda aukinni miðstýringu vegna flutnings stjórnunarstarfa burt af svæðinu. Byggðarráð ákvað ennfremur að óska eindregið eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis hið allra fyrsta. AÐSEND GREIN María Reykdal skrifar Tvær kirkjur lýstar bleikar Sauðárkrókskirkja síðastliðið haust. íþróttir_________ Tindastól spáðí úrslita- keppni Tindastóli er spáð 8. sætinu í lceland Express- deildinni í vetur af forráðamönnum og þjálfurum liðanna sem þar spila. Kari Jónsson þjálfari liðsins er nokkuð sáttur við þessa spá. -Okkar markmið er skýrt að við ætlum okkur að komast í úrslitakeppnina og að því leytinu tO er þessi spá raunhæf og miðað við okkar áætlanir, segir Karl. Hann tekur þó fram að það taki liðið tíma að slípa sig endanlega saman, þar sem Ricky Henderson, bandaríkja-maðurinn íliðinu, sé ekki kominn tO landsins. -Þetta er búin að vera sorgar- saga með þennan leikmann, ýmsar óvæntar uppákomur orðið og staðan er sú að við náum honum ekki inn fyrir fýrsta leOc á föstudaginn. Ég á þó von á því að hann verði kominn fyrir leikinn í Njarðvík á sunnudaghm en þá kemur hann beint í þann leik, án þess að vera búinn að æfa nokkuð með okkur. Fyrsti leikur liðsins í IE- deildinni verður hér hehna á föstudaginn kl. 19:15 og segir Karl mOcinn spenning vera kominn í hópinn. - Við höfum æft gríðarlega vel síðan í sumar og menn ættu að vera komnir í gott líkamlegt stand, sem er forsendan fýrir því að góðir hlutir geti gerst. Þetta er frábær hópur, góður móraO og mikO barátta og læti á æfingum. Þó okkur vanti mOdlvægan póst í leOenum á föstudaginn get ég lofað fólki þvf að menn fara inn á völlinn tO að standa sig og berjast til síðasta manns, við höfum nægan mannskap sem er tilbúinn í slaginn. í ár verða Glaumbæjarkirkja og Sauðárkrókskirkja lýstar bleikar á vegum Krabbameinsfélags Skagafjarðar. Þetta er hluti af alþjóðlegu átaki en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn á brjóstakrabbameini um allan heim. Nú í október verður lögð áhersla á að selja bleikar slaufur og mun afraksturinn renna til Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Islands. Nánari umfjöllum um þetta er á www. feyki.is Samhjálp kvenna er einnig að selja endurskinsmerki sem er bleik slaufa. Þessar slaufur kosta 1000 kr en 700 kr ef keyptar eru 2 saman. Ágóði af sölu þeirra rennur til kaupa á tattóveringartæki til að búa til nýjar geirvörtur á brjóst þeirra kvenna sem hafa látið byggja upp bróst sín eftir krabbamein. Endurskinsmerkin fást á skrifstofu Krabbameinsfélags Skagafjarðar milli kl. 4 og 6 á föstudögum eða hjá Maríu í síma 8636039 og Ingibjörgu í síma 8959399. Ár hvert greinast um 175 íslenskar konur með brjósta- krabbamein. Samkvæmt út- reikningum frá Krabbameins- skránni getur tíunda hver kona búist við að fá brjósta- krabbamein. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 90% vænst þess að lifa svo lengi. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein, októ- berátakið og nýju leitartækin má finna á vefnum www. krabb.is. Krabbameinsfélag Skaga- fjarðar hefur undanfarnin ár reynt að styðja við krabba- meinssjúklinga og aðstand- endur þeirra á margvíslegan hátt. Það hefur m.a. greitt leigu fyrir sjúklinga í íbúðum Krabbameinsfélags íslands í Reykjavík, greitt fyrir sál- fræðiaðstoð og boðið upp á námskeið fyrir krabbameins- sjúklinga og aðstandendur þeirra. Krabbameinsfélag Skagafjarðar fjármagnar starf- semi sína með félagsgjöldum, pennasölu og sölu á minn- ingarkortum. Minningarkort félagsins fást í blómabúðunum og á Heilbrigðisstofnuninni. María Reykdal \ fúlustu alvöru Austur Húnavatnssýsla Bókaútgáfan Hólar hefur gefió út bókina Haukur á Röðli -í fúlustu alvöru, skráða af Birgittu H. Halldórsdóttur. í bókinni segir Haukur Pálsson, bóndi á Röðli í Austur- Húnavatnssýslu, frá lífshlaupi sínu og upplifúnum. Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum. Sagt er frá stríðsárunum; líffeið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla og hvernig hann falsaði sitt eigið kennslu- vottorð til bílprófs, en síðar varð hann ökukennari til margra ára! Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, véla- maður, gorkarl og skemmti- kraftur og lýsir samferðar- mönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt. Þar má nefna landsþekkta hagyrðinga, bruggara og betri borgara. . Þá eru hér frásagnir af hrossa- þjófnaði og árás vegna væntanlegrar Blönduvirkjunar, svo eitthvað sé nefnt í þessari bráðsmellnu bók.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.