Feykir


Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 22.10.2009, Blaðsíða 9
39/2009 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN )_____________________ lifa tvöföldu lífi í góðærinu, eins og það var kallað, var áhersla lögð á að hið ytra líf yrði sem þægilegast, best og fullkomnast, væntanlega í þeirri von að hið innra líf myndi laga sig að því og verða eins. Sú viðleitni bar ekki tilætlaðan árangur. Nú finnst mér vera kominn tími til að fara hina leiðina, eflum hið innra til að breyta því sem er ytra. Því hefur oft verið haldið fram að einn af lyklunum að lífshamingjunni sé að einfalda líf sitt, nú er tækifæri til að láta á það reyna hvort að þetta sé rétt og e.t.v. að sýna svolítið andóf í leiðinni. Ég keypti t.d. áfengi síðast í febrúar á þessu ári og eftir að hafa greitt fáránlega upphæð fyrir komst ég að þeirri niðurstöðu að þessi fjárútlát væru ekki siðferðislega verjandi og því skildi þessi útgjaldaliður verða lagður niður, í það minnsta þangað til betur áraði. Ég læt sem sagt ekki bjóða mér hvað sem er. Ég hef lengi verið mikill fylgismaður sykurlausra gosdrykkja og hafði ég mestar mætur á Pepsí max. Nú nýlega varsvokallaður sykurskattur lagður á vörur og hækkaði Pepsí Max þá um 60% -þrátt fyrirað innihalda ekki sykur! Égákvaðað láta ekki bjóða mér það og hætti því einnig gosdrykkjaneyslu. Þessar litlu breytingar í neyslumunstrinu vil ég segja að hafi einfaldað líf mitttil muna. Ef mig vantar eitthvað að drekka þá er yfirleitt allsstaðartil annað hvort vatn eða kaffi þannig að þá þarf ekki að hugsa um það meir. Efnahagsástandið hefur einnig haft þau áhrif að ég hef tekið nokkrum framförum (að eigin dómi) í að spila á gítar. Þegar ástandið hefurfarið í taugarnará mér hef ég sest niður og spilað og ef til vill raulað eitthvað með. Tónlistin eflir okkarandlegu hlið og ég tel að maður þurfi alls ekki að vera sérstaklega færtil þess að hafa gríðarlega ánægju af því að leika tónlist. Svo hef ég endurnýjaö kynni mín við ýmsar góðar bækur. Sérstaklega langar mig að nefna Hringadróttinssögu, það er skáldverk sem er skrifað á erfiðum tímum og fjallarum þrengingarog þrautir en eitt helsta þemað í verkinu er að aldrei megi gefast upp þrátt fyrir mótlæti. Við ráðum litlu sem engu um þá ytri atburði sem hafa mótað líf okkar svo mjög undanfarið ár en við getum haft áhrif á það hvort við leyfum þessum ytri aðstæðum að eyðileggja okkur andlega, við getum neitað því að láta svo fara fyrir okkur. Við getum neitað bölsýni ogdepurðog valið jákvæðni og bjartsýni og okkur mun strax líða betur, svo er það líka algjörlega Ijóst að ástandið á íslandi mun verða betra, kreppan mun líða hjá eins og alltannað. í góðærinu voru margir þeirrar skoðunar að ef ekkert stórvægilegt áfall yrði gætum við að lokum búið til fullkominn heim, einhverskonar Paradís. Nú sjáum við að þetta var aldrei hægt. Það er útbreiddur misskilningurað sá heimursem er innra með okkur sé ómerkilegri eða óraunverulegri en hinn ytri raunveruleiki. Ég held að við munum að lokum komast að því að því sé einmitt öfugtfarið. ÞegarJesú varspurðurhvenær Guðs ríki kæmi, svaraði hann: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þarerþað eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður." (Lk 17.20-21). Fjölnir skorar á Elínborgu Björk Harðardóttur að koma með næsta pistil brottfluttra að Fjölnir Ásbjörnsson skrifar úr Önundarfiröi Nauðsyn þess Síðastliðið ár hefur verið mörgum erfitt og kaup og kjör hafa versnað hjá flestum eða öllum. Á þessum tíma hefur mér orðið æ Ijósara mikilvægi þess að lifa tvöföldu lífi, þ.e.a.s. að lifa annars vegar í heiminum með öllu sem því fylgir en einnig að lifa inni í sér eða að lifa andlegu lífi eins og það hefur gjarnan verið kallað. Það er hægt að vera fátækur hið ytra en ríkur hið innra. Framhaldssagan : Önnur saga Aóalsmannsvatns-aftakan ...Vankaður flaut Máni Steinríðarson niður eftir Gullá. Dágóða stund barðist hann við að halda vitum sínum upp úr vatninu, en komst samt ekki hjá því að súpa á. Um leið og Máni barst á grynningar skreiddist hann með erfiðismunum upp á bakkann austan megin ár og skýldi sér á bak við stóran stein. Þótt dasaður væri starfaði ærður hugur Mána af nokloirri skynsemi. Hann vissi innra með sér að hann mátti alls ekki gefa færi á sér. Máni skimaði varfærnislega haukfráum augum í kringum sig og reyndi að koma auga á þann arma djöful sem hafði elt hann á stóra svarta ameríska pallbílnum. Hann sá hann hvergi. Hann var horfinn afklettabrúninni ogbíllinn líka. Undarlegt. Hvereltihannogafhverju? Enn og aftur sótti kuldahrollur að Mána. Þetta líkaði honum illa. Hálfvankaður, blautur og hrakinn braut Máni heilann f heila eilífð, eða svo hélt hann, um þá aðstöðu sem hann var kominn svo óvænt í. Á örskotsstundu flugu í gegnum hugann ósköpin öll. Fyrir tveimur stundum hafði hann verið í fjaUgöngu á Mælifellshnjúki og gengið þar um í hægðum sínum í þvílíku dýrðarveðri og notið kyrrðarinnar. Síðan hafði hann heyrt skothveli og hringt í Neyðarlínuna sem sendi Frikka frakka, fulltrúa hins langa arms laganna á vettvang. Hann óskaði sér að hann hefði aldrei komið auga á Landroverdrusluna hans Pálma putta. En er það ekki dularfullt ef Pálmi putti hverfur bara og skilur bílinn sinn eftir á víðavangi? Hann sem er svo hirðusamur, að minnsta kosti um annarra eigur. Máni fékk bæði gæsahúð og fiðring um sig allan þegar hann hugsaði um hvarf Pálma og allt blóðið. Blóðið í gamla Landrovernum og á fötununum sem sukku með Saabinum í Gullá. Hann þoldi illa að sjá blóð. Nú sundlaði Mána svo við þessa tilhugsun að hann riðaði nærri til faUs, þar sem hann sat á hækjum sér bak við stóra hnuílunginn á árbakkanum. Fyrir augum hans runnu sólir, stjörnur, urðarmánar, vetrarbrautir og svarthol. Ógeðsleg ónotatilfmningin magnaðist þegar hann rifjaði upp flóttann þegar hann ók eins og brjálæðingur eftir Ofanbyggð. Fram hjá Svanahlíð þar sem stálpaðir álftarungar svömluðu á lítilli tjörn á meðan heimilisfólkið var úti á túni, í þessu fína haustveðri og rakaði hánni í þráðbeina og glæsilega garða. Ef allt hefði verið í stakasta lagi hefði hann stoppað hjá Sólfusi og kastað á hann kveðju. Það var bara ekki lag til þess. Mána sortnaði nú snarlega fyrir augum og hann kastaði upp beint niður á jörðina fyrir fótum sér. Hann hafði líklega sopið á meira en góðu hófi gengdi. Hann var líka aumur í skrokknum eftir fallið í ána. Eftir skyndiathugun komst hann að því að hann var óbrotinn og óskeindur. Þessi blessaði sænski eðalvagn var traustur. Snögglega hrökk Máni upp úr hugleiðingum sínum og hryllti sig. Helvítis fokking fokk. Skothvellur? Var þetta skothvellur? Nei, frekar að þetta líktist að bílhurð væri þeytt aftur. Er óbermið komið til að drepa hann? Nú hnipraði hann sig saman og reyndi að gera eins lítið úr sér og hann gat. Máni lá grafkyrr og hljóður. Hans eigin hjartsláttur var ærandi, taktfastur og hraður. Til að brjálsemin næði ekki tökum á honum fór hann að syngja innra með sér Stuðmannalagið þar sem segir „Nú er ég blindfullur og kemst ekki...“ . Það féll vel að hrynjandinni. Þegar Máni heyrði í fjarska fleiri raddir taka undir sönginn í síðasta viðlaginu, rénaði óttinn og hann færðist nær því að komast í samband við umheiminn. Hann fann að það var rifið rösklega í öxlina á honum og hann hristur til af Sunnu Sól vinkonu sinni frá Röðli. „Dröslastu á fætur aulinn þinn, ég nenni ekki lengur að ýta við þér. Það gengur ekki að liggja hér á tjaldstæðinu á Bakkabræðrastaðarsteinsflöt og missa afballinuíLækjargarði. Geirfuglinn er á svakaflugi. Mannaðuþiguppogslepptu því í nokkra stund að þamba þennan ömurlega illa soðna landa héðan úr Lýtó. Þú hefur bylt þér og umlað tóma vitleysu í dágóðan tíma. Búinn að rífa dúnúlpuna þína og innvolsið um allt.“ Máni rumdi og stundi. Kaldsveittur néri hann augun og andlitið og var illa áttaður. Þó ekki meir en svo að hann vissi að nú hafði hann farið yfir strikið í áfengisneyslunni og horfið um stund í annan heim þar sem skynvilla og martraðir eiga heima. Hann hefði átt að ganga hægar um gleðinnar dyr þegar hann fagnaði því fyrr um daginn að hafa klárað lokaritgerðina í sagnffæðináminu við Háskóla íslands. Ritgerðin fjallaði um deilurnar á milli Húnvetninga og Skagfirðinga um Aðalsmannsvatn og hræðilegar afleiðingar þeirra. Margeir Friðriksson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.