Feykir - 12.11.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 42/2009
Fréttaskýring__________________________
Lögregluembættin á Sauðárkróki
og Blönduósi lögð niður
Dómsmálaráðherra sendi í
sfðustu viku frá sér
tilkynningu þar sem fram
kemur að lögregluem-
bættum verði nú um áramót
fækkað úr 15 í 6. Sýslumenn
vítt og breytt um landið fara
nú með embætti lögreglu-
stjóra. Til stóð að fækka
embættum sýslumanna
samhliða fækkun lögreglu-
embætta en þeirri aðgerð
hefur nú verið frestað.
Samkvæmt áætlun dóms-
málaráðuneytis er gert ráð
fyrir því að í lok ársins verði
ráðnir 6 nýir lögreglustjóra. Er
sú ráðning eftir því sem blaðið
mest næst algjör viðbót við
sýslumannsembættin og er því
verið að fjölga yfirmanns-
stöðum í lögregluumdæmum
um 6 þó svo að embættunum
verði fækkað um 9. Samkvæmt
upplýsingum blaðsins er
ekkert gert ráð fyrir að þessi
aðgerð skili sparnaði næstu 2
- 3 árin.
Engu að sf ður er mikil krafa
um niðurskurð hjá lögreglu-
embættum fyrir næsta ár. Það
á því eftir að koma í ljós hvort
þeirri niðurskurðarkröfu verði
mætt með því að leggja niður
stöður yfirlögregluþjóna í
þeim embættum sem lögð eru
af. Það er að einungis verði
starfandi varðstjórar á
Norðurlandi vestra en engir
yfirmenn innan lögreglunnar.
Önnur niðurskurðartillaga
er sú að sameina dómstóla og
yrði þá dómstóllinn á
Norðurlandi vestra lagður af
og færður undir Norðurland
allt. Hefði þetta í för sem sér að
líkindum mikinn kostnaðar-
auka fyrir ríkið þar sem
dómskostnaður endar oftar en
ekki á ríkinu. í stað þess að
mæta fyrir dóm í sínu
heimahéraði á Norðurlandi
vestra á Blönduósi eða
Sauðárkróki, yrðu allir að
keyra til Akureyrar með
tilheyrandi aksturskostnaði
auk þess sem í stað þess að
missa einhverja klukkutíma úr
vinnu færi að líkindum heill
vinnudagur. Ekki er gert ráð
fyrir að dómsmálum fækki né
að dómurum fækki svo
sparnaðurinn sem þarna á að
nást fram er í formi húsaleigu
dómsala, þar sem gera má ráð
fyrir að dómari þurfi
aðstoðarmann eða ritara sama
hvar hann er starfandi.
Sú þriðja sem nú hefur verið
frestað um ár er að fækka
sýslumannsembættum niður í
7 embætti. Ekki hefur verið
útfært hvort eða á hvern hátt
starfsemi embættanna verður
einhver á þeim stöðum sem
sýslumaður mun ekki hafa
aðsetur.
Feykirbeinirþvíeftirfarandir
spurningum til Rögnu Árna-
dóttur, dómsmálaráðherra:
-Hver er hinn eiginlegi sparn-
aður af sameiningu ogfœkkun
löggœsluembœtta?
-Verður niðurskurður í um-
ferðargæslu og almennri lög-
gæslu til þess að mæta auknum
kostnaði í yfirbyggingu lögreglu
á næsta ári?
-Hefði ekki verið gáfulegra ef
þessi sameining á að eiga sér
stað á annað borð, að láta hana
haldast í hendur við sam-
einingu sýslumannsembœtta?
-Hverjir munu bera þann
aukna kostnað sem íbúar á
Norðurlandi vestra koma til
með að lenda í þurfi þeir að
mæta fyrir rétti á Akureyri í
stað sinnar heimabyggðar?
-Komi til sameiningar sýslu-
mannsembætta hver mun þá
sinna þeirri starfsemi sem nú
fer fram á sýsluskrifstofum
þeim sem verða lagðar af og
hvað verður um innheimtu
sekta sem sýslumannsem-
bættið á Blönduósi sinnir,
verður sú starfsemi líkaflutt til
Akureyrar?
Svör Rögnu munu birtast í
næsta blaði.
Uppskeruhátíð hestamanna í Húnaþingi vestra_
Grafarkot ræktunarbú ársins
Uppskeruháb'ð Hestamanna
í Húnaþingi vestra för fram
sl. laugardag en við það
tækifæri voru veitt verðlaun
fyrir stigahæstu knapa
ársins, efstu ræktunarhross
í hverjum flokki og
ræktunarbú ársins og að
þessu sinni voru það
Grafarkotsbændur sem fóru
heim með ræktunarbikarinn.
Stigahæstu knapar ársins 2009 em:
1. flokkur
Tryggvi Bjömsson. Tryggvi er búinn að
standa sig frábærlega á árinu. Hér kemur
upptalning á því helsta: í Húnvetnsku
liðakeppninni sigraði hann töltið á Braga
frá Kópavogi, vann fimmganginn á Herði
frá Reykjavík pg endaði annar í flórgangi á
Hrannari frá íbislhóli. Á ístölti Austurlands
vann hann tölt á Júpiterfrá Egilsstaðabæ,
endaði annar í A-fl. á Herði frá Reykjavík
og 5. í B-flokki á Glampa frá Stóra
Sandfelli. Á ísmóti Riddaranna varð hann
í þriðja sæti í B-flokki á Glampa frá Stóra
Sandfelli og í öðru sæti í A-flokki á Herði
frá Reykjavík.
Á íþróttamóti UMSS, varð Tryggvi annar í
tölti og fjórgangi á Braga frá Kópavogi og
því samanlagður sigurvegari fjórgangs-
greina. Á Bautamótinu endaði hann í 5.
sæti á Braga.
Á Félagsmóti tyts vann Tiyggvi B-flokkinn
á Akki frá Brautarholti og varð annar á
Braga frá Kópavogi. Hann vann A-fiokkinn
á Grásteini frá Brekku. Á Fjórðungsmótinu
enduðu þeir Akkur svo fjórðu í B-flokki.
Á íþróttamóti Þyts vann Tiyggvi 100 m
skeið á Herði frá Reykjavík og 150 m skeið
á Funa frá Hofi. Á Fákaflugi endaði Tryggvi
í 2. sæti á Braga og vann 100 m skeið á
Herði. Á stórmóti á Melgerðismelum vann
hann B-flokkinn á Braga frá Kópavogi og
Tryggvi Björnsson.
endaði í 5. sæti á Hraða frá Úlfsstöðum. Á
Metamóti Andvara endaði hann í 7. sæti í
B-flokki á Braga frá Kópavogi.
Fyrir utan þetta er Tiyggvi búinn að sýna
flöldan allan af kynbótahrossum á árinu
sem kemur ekki með til útreiknings á
knapa ársins hjá Þyt.
Ungmennaflokkur
Helga Una Bjömsdóttir. í ungmennaflokki
á Fjórðungsmóti sigraði hún á Karitas frá
Kommu með einkunnina 8,57. Á mótinu
hlaut Helga einnig reiðmenntunarverðlaun
Félags tamningamanna fyrir glæsilegan
árangur. Helga er eins og allir vita afar
efnilegur knapi sem á bjarta framtíð
fyrir sér. Á íslandsmóti bama, unglinga
og ungmenna, keppti Helga í 4-gangi
og 5-gangi. Helga keppti á Hljómi frá
Höfðabakka í 4-gangi og enduðu þau í 7.
sæti og í 5-gangi keppti hún á Abbadís frá
Feti og enduðu þær í 6. sæti svo eitthvað
sé nefnt af hennar árangri á árinu.
Helga Una var líka tilnefnd sem efnilegasti
knapi landsins 2009.
2. fiokkur
Hjördís Ósk Óskarsdóttir. Hjördís stóð sig
vel á árinu. í Húnvetnsku liðakeppninni,
varð þarð hún önnur í tölti og fjórgangi
á Þrótti frá Húsavík. Á Gæðingamóti Þyts
varð Hjördís í 4. sæti í B-flokki á Hvin frá
Sólheimum ogá íþróttamóti Þytsvarð hún
í 2. sæti í tölti og vann fjórgang á Þrótti
frá Húsavík.
Viðurkenningar kynbótahrossa: Þessum
viðurkenningum má skipta í þrennt, ífyrsta
lagi fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin
í hverjum aldurshópi. í öðm lagi fyrir
hæst dæmdu hryssuna og hæst dæmda
stóðhestinn óháð aldri. Og í þriðja lagi
hrossaræktarbú ársins í Húnaþingi vestra.
Þau hross sem fá viðurkenningu þurfa
að vera í eigu félagsmanna. Við val á
hrossaræktarbúi ársins eru talin saman
öll hross faedd á viðkomandi búi - sem til
dóms hafa komið á árinu - og þeim gefin
stig eftir árangri þeirra og aldri við dóm.
Grafarkot var valið ræktunarbú ársins
2009.13 hrosssýnd, meðaleinkunn 7.91
og 5 hross í fyrstu verðlaun.
Viðurkenningar kynbötahrossa:
4 vetra hryssur
1. sæti: Kara frá Grafarkoti
^rgg: 8,33 Hæfil. 7,80. Aðaleink. 8,01
Eigendun Indriði Karlsson
og Herdís Einarsdóttir
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
2. sæti: Byltingfrá Bessastöðum
Bygg: 7,98 Hæfll: 7,85 Aðaleink: 7,91
Eigandi ogsýnandi: Jóhann B Magnússon
3. sæti: Eik frá Gmnd
Bygg: 7,98 Hæfíl: 7,49 Aðaleink: 7,69
Eigendun Þórir ísólfeson
og ísólfúrLíndal Þórisson
Sýnandi: Isólfur Líndal Þórisson
5 vetra hryssur
1. sæti: Brimkló frá Efri-Fitjum
Bygg: 8,07 Hæfil 8,23 Aðaleink. 8,17
Eigendun Gunnar Þorgeirsson og Gréta B
Karlsdóttir
Sýnandi: Tryggvi Bjömsson
2. sæti: Fregn frá Vatnshömmm
Bygg: 7,94 Hæfil. 8,17 Aðaleink. 8,08
Egandi og sýnandi: Jóhann B Magnússon
3. sæti: Hrönn frá Leysingjastöðum
Bygg: 7,91 Hæfil: 8,06 Aðaleink: 8,0
Egendun Isólfur L Þórisson og Vigdís
Gunnarsdóttir
Sýnandi: ísólfur L Þórisson
6 vetra hryssur
1. sæti: Líf frá Syðri-Völlum
Bygg: 8,14 Hæfileik: 8,29 Aðaleink.8,23
b'f frá Syðri-Völlum er jafnframt hæst
dæmda hryssan á félagssvæðinu.
Egendun Reynir Aðalsteinsson
ogLarsAndersson
Sýnandi: Enar Reynisson
2. sæti: Skinna frá Grafarkoti
Bygg: 7,99 Hæfll: 8,03 Aðaleink: 8,02
Egendun Indriði Karlsson
og Herdís Enarsdóttir
Sýnandi: Herdís Enarsdóttir
3. sæti: Dröfn frá Síðu
Bygg: 7,61 Hæfil: 8,28 Aðaleink: 8,01
Eigandi: Jón Júlíusson
Sýnandi: Guðröður Ágústsson
7 vetra hryssu og eldri:
1. sæti: Snælda frá Bjargshóli
Bygg: 7,94 Hæfil: 8,33 Aðaleink: 8,18
Eigandi: Eggert Pálsson
Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson
2. sæti: Dís frá Stóm Ásgeirsá
Bygg: 8,08 Hæfil: 8,12 Aðaleink: 8,14
Bgandi: Ingolf Nordal
Sýnandi: Tiyggvi Bjömsson
3. sæti: Þmma frá Stóm Ásgeirsá
Bygg: 7,90 Hæfil: 8,10 Aðaleink: 8,02
Eigandi: Ingolf Nordal
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson
Enginn 4 vetra stóðhestur í eigu félags-
mannavarsýnduráárinu.
5 vetra stóðhestar:
1. sæti: Kufl frá Grafarkoti
Bygg: 7,98 Hæfil: 7,89 Aðaleink. 7,93
Egendun Indriði Karlsson
og Herdís Enarsdóttir
Sýnandi: Tiyggvi Bjömsson
2. sæti: Kaleikurfrá Grafarkoti
Bygg: 8,02, Hæfil: 7,72 Aðaleink. 7,84
Egendun Indriði Karlsson
og Herdís Enarsdóttir
Sýnandi: Elvar Logi Friðriksson
6. vetra stóðhestar
1. sæti: Ræll frá Gauksmýri
Bygg: 7,93 Hæfil: 8,50 Aðaleink: 8,27
Egendur Jóhann Albertsson
og Sigríður Lárusdóttir
Sýnandi: Tryggvi Bjömsson
7. vetra og eldri stóðhestan
1. sæti: Krafturfrá Efri-Þverá
Bygg: 8,22 Hæfil. 8,36 Aðaleink. 8,31
Egandi: Sigurður Halldóisson
Sýnandi: ísólfur Líndal Þórisson
2. sæti: Grettir frá Grafarkoti
Bygg: 8,18 Hæfil. 8,26 Aðaleink. 8,23
Egandi ogsýnandi: Herdís Enarsdóttir
3. sæti: Sikill frá Sigmundarstöðum
Bygg: 8,04 Hæfil. 8,34 Aðaleink. 8,22
Egendun Gunnar Reynisson
ogSoffía Reynisdóttir
Sýnandi: Reynir Aðalsteinsson