Feykir


Feykir - 12.11.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 12.11.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 42/2009 MITT LIÐ Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar ég leit djásnió augum Nafn: Þórarinn Sveinn Thorlacius. Heimill: Sauðárkróki. Starf: Málari. Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska bolt- anum og af hverju? Ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum 1970, án þess þó að halda með einhveiju sérstöku liði en Arsenal gekk vel og varð tvöfaldur meistari '71. Ég hreifst með og hef verið eldheitur Arsenalmaður síðan. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? í aprílmánuði árið 2002 var ég staddur í Portúgal. Á laugardegi klæddi ég mig upp á í mína Arsenaltreyju og síðan tókum við hjónin á rás niður Laugarveginn til að finna einhvern pub þar sem hægt væri að horfa á leikinn. (Við skulum muna að árið 2002 var einstaklega gott ár). Frúin þurfti að líta inn í búð á leiðinni, svo ég beið eftir henni úti. Sé ég þá ekki stóran hóp af enskum fótboltabullum, allir f Leeds búningum, búnir að fá sér dálítið mikið í tána, starandi í áttina að mér. Þegar þeir sjá Arsenalpeysuna tóku þeir að bölfa og ragna á nær óskiljanlegri ensku, og létu mig svo sannarlega vita hvers lags maður ég væri. f þann mund sem þeir voru að bretta upp ermarnar til að lúskra á mér, stormaði konan út úr búðinni, hvessti augun á þessa ófriðarseggi og skipaði þeim á brott. Þeir létu sig hverfa í snatri. Lærdómur; aldrei að vera í merktri félagspeysu á leikdegi í útlöndum. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Það er af svo mörgum snillingum að taka að erfitt er að velja einn úr. En ef ég neyðist til að nefna eitt nafn þá held ég að það sé Dennis Bergkamp, einstakur snillingur og goðsögn hjá félaginu, en ég held að ég verði að hafa Liam Brady, Tony Adams, Vieira og Henry einnig með í upptalningunni. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Ég fór mína fyrstu ferð á Higbury árið '98, ógleymanleg pílagrímsferð sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þegar kom að leikdegi kom í Ijós að ferðaskrifstofan sveik okkur um miða, en við vorum þn'r saman, og orðnir ansi miður okkar. Við mættum á völlinn þremur tímum fyrir leik og grétum í miðasölunni og sögðum farir okkar ekki sléttar. Stúlkan í boxinu bað okkur um símanúmerið hjá þessum svikahrappi sem hefði selt okkur miðana og hringdi svo í hann. Eftir að hún var búin að segja okkur álit sitt á þessum svikahrapp fengum við miða tíu mínútum fyrir leik. Þvílíkur léttir. Síðan þá hef ég farið nokkrar ferðir á Highbury, eina ferð á Old Trafford, 15. feb 2002 á stórskemmtilegan leik og síðan er ég búinn af fara pílagrímsferð á Emirates. Flestir þessir leikir hafa endað vel, aðeins einn tapleikur, sem ég er reyndar búinn að gleyma. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Rauði vinnubíllinn minn, Nallarinn. Vinnu- félagarnir lögðu á sig mikla vinnu við að pimpa hann upp meðan ég var fjarverandi í fríi. Éggleymi aldrei þeirri stund þegarégleit djásnið augum, stórkostlegt. Takk strákar! Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldu- meðlimi upp í stuðningi við liðið? Ég segi nú alltaf að ég reyni ekki að hafa áhrif á fjölskylduna, en auðvitað reyni ég það. Ég gaf dótturdóttur minni náttföt merkt Arsenal í bak og fyrir þegar hún var fjögurra ára, en því miður held ég að þau hafi endað í ruslinu, enda pabbinn Man. U. En dóttursonur á sama aldri er sannkristinn Arsenalmaður út í gegn. Svo er einn Ijögurra ára sem ég vona að haldi í trúna, hann á allavega búninginn og er oft í honum. Hefur þú einhvern tímann skipt um upp- áhalds félag? Hvers lags spurning er þetta eiginlega? Uppáhalds málsháttur? Kannski ekki málsháttur, heldur orðatiltæki. Góðir hlutir gerast hægt. Það vísar í það sem Mr. Wenger er að gera með liðið núna. Vera þolinmóður og halda í trúna. Einhver góð saga úr boltanum? Fótbolta- klúbburinn sem ég er í, fór saman á leik haustið 2001 á Arsenal - Man. Utd. Þessi ferð var mjög minnisstæð, þetta er leikurinn þegar Barthez gaf á Henry sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Þegar Arsenal skoraði svo mark númer tvö ærðist maður úr fögnuði og stökk á fætur. Þegar um hægðist fór ég að líta eftir konunni, sé ég þá að hún er ífanginu á einhverjum útlendingi sem sveiflar henni í kring um sig í miklum fögnuði, sú er fljót að kynnast hugsaði ég. í þann mund setti hann hana niður horfði á hana augnablik og sagði svo: Sorry, you are not my wife. Spurnlng frá Gauja: - Hvenær eigum við að pimpa hvíta upp? Þetta gæti verið eins og aðalbúningurinn (rauði) og varabúningurinn (hvíti). Svar... Gaui minn, við þurfum ekki á því að halda, sá rauði kemurtil baka. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Hallbjörn Björnsson (Habbi) Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvar er Newcastle? Fundur um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu Tækifærin leynastvíða Gott fyrirtæki var sannarlega eitt sinn aðeins hugmynd. Þetta var meginmál ræðumanna á fundi um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu sem haldinn var á Skagaströnd í sfðustu viku. Fundurinn var ætlaður sem hvatningarfundur fyrir þá sem áhuga hafa á að hasla sér völl í ferðaþjónustu en vantaði upplýsingar. Nokkrir reynsluboltar voru ræðumenn og miðluðu fundargestum af þekkingu sinni. Fundarboðendur voru Sveitarfélag- ið Skagaströnd, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi og Ferða- málasamtök Norðurlands vestra. Fundinn setti Adolf Berndsen oddviti Sveitarfélagsins Skagstrandar. Hann ræddi um hvernig ferðaþjónustan hefði fengið byr undir báða vængi og eftir hrunið hefði orðið ákveðin hugarfarsbreyting. Á Skagaströnd hefði bæjafélagið eflst með því að opinberum störfum hafi fjölgað en sterk innviði og öflugt samfélag er forsenda blómlegrar ferðaþjónustu. Hann nefndi uppbyggingu sem þegar hefði átt sér stað. Kántrýbæ skiptir miklu máli og Nes listamiðstöðin hefur bæst við. Listamenn sem þangað koma hafa fullyrt að hún hún standist þeirra væntingar og þá um leið að Skagaströnd hefur allt að bjóða sem gestir þurfa. Skipulag ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum Edward H. Huijbens forstöðumaður Rannsóknarseturs ferðamála við Háskólann á Akureyri sagði frá skipulagi ferðaþjónustunnar í Þingeyjarsýslum. Að verkefninu stóðu Ferðamálasetur íslands og Rannsóknarstofnun ferðamála á Nýja Sjálandi fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Vinnan byggði á reynslu og vinnu sérfræðinga frá Kanada og Nýja Sjálandi. Markmið stefnumótunarinnar var að greina möguleika til uppbyggingar á ferðaþjónustu til framtíðar út frá úttekt á því sem svæðið hefúr upp á að bjóða. Afþreying Sigurður Sigurðarson markaðsráðgjafi Sveitarfélagsins Skagastrandar ræddi um afþreyingu og mikilvægi hennar í ferðaþjónustu. Hann lagði áherslu á að ferðamenn vilji núorðið frekar vera þátttakendur og gerendur en hlutlausir þiggjendur. Afþreying eykur líkurnar á því að ferðafólk dvelji lengur á hverjum stað, forsendaþess er að það kaupiýmiskonar þjónustu sem er í boði. Sigurður nefndi að sumir teldu að á Norðurlandi vestra væri mikill skortur á „stórkostlegum náttúruminjum". Það er einfaldlega rangt enda misjafnt hvað menn teldu vera stórkostlegt. Mikill munur er til dæmis á viðhorfi innlendra og erlendra ferðamanna í því efni. Hægt sé að byggja upp afþreyingu sem nýti náttúrufar hvers svæðis, nefna mætti menningartengdra ferðaþjónus. Hvalaskoóun Ásbjörn Björgvinsson framkvæmda- stjóri Markaðsstofú Norðurlands ræddi um hvalaskoðun og upphaf hennar á Húsavík. Fyrir hana hafði ekkert umtalsvert veriði en hún hefði breytt bænum og byggt upp ýmiskonar aðra ferðaþjónustu. Uppbygging ferðaþjónustufyrir- tækja þarf að minnsta kosti þriggja ára reynslutíma og tryggt þjónustuframboð á meðan. Hann lagði áherslu á að búa þyrfti til vörumerki fyrir Norðuralnd vestra þar sem saman kæmi sýn, tilgangur og hvað er áhugavert. Sjóstangveiði Haraldur Ingi ræddi um sjóstangveiði með eikarbátnum Niels sem lengi hefur verið gerður út frá Hauganesi á Árskógsströnd. Veiðin er yfirleitt góð, þorskur, ýsa, ufsi og steinbítur eru algengur afli. Veiðimönnum gefst líka kostur á viðkomu í Hrísey. Sjóstangaveiðin tekur um það bil þrjár klukkustundir og farið er daglega á tímabilinu maí til september, jafnvel í október. Haraldur fjallaði einnig um þau tækifæri sem felast í ferðaþjónustu tengdri sjónum og hvað læra mætti af reynslu þeirra. Gisting Stefán Haraldsson atvinnuráðgjafi SSNV og stjórnarformaður Farfugla ræddi um skilgreiningar á gististöðum skv. reglugerðum og lýsti svo þjónustuframboði á farfúglaheimilum og helstu tölum. Stefán nefndi að mikill uppgangur væri í sölu gistirýma hjá Farfuglum og æ fleiri gistiheimili bættust í hópinn á hverju ári. Salan á þessu ári og því síðasta hefur aldrei verið meiri. Á Farfuglaheimilum eru útlendingar um 85% afviðskiptavinunum. Grein þessi er úttekt úr greinagerð sem Sigurður Sigurðarsson og Edward H. Hujbens. Greinargerðina i heild má lesa inni á www.skagaströnd.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.