Feykir


Feykir - 12.11.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 12.11.2009, Blaðsíða 9
42/2009 Feykir 9 ( ÁSKORENDAPENNINN ) Elínborg Björk Haröardóttir skrifar úr Kópavogi Nú skyldi elda lifur í matinn og skotin villibráö Ég var svo "heppin" að þegar bankakreppan skall á, þá var ég á leið til útlanda, ein með litla skottið mitt, þá 4ra mánaða. Áfangastaður London. Skemmtiieg tilviljun ekki satt. Margir kepptust við að segja mér að þetta væri alls ekki gáfulegt ferðalag á okkur mægðinum. Af alræmdri þrjósku var mér ekki haggað. Það var ekki mikið borðað úti eða hangið á kaffihúsum, öfugt við margar aðrar ferðir til útlanda. í staðin komum við færandi hendi með risastórt KS lambalæri í töskunni og íslenskan lakkrís. London er ekki sérlega barnvæn borg og það er vægast sagt vesen að ferðast með barn í kerru með lest og algjörlega vonlaust að fara með rútu. Á móti kemur að vitlausum útlendingum og sér í lagi konum með smábörn er margt fyrirgefið. Allir vilja hjálpa. Upp stiga, niður stiga, nefndu það bara. Sem kemursérvel því það er allt útbíað af stigum. Ef ekki úr múrsteinum, þá löngum rúllustigum sem geta verið ansi brattir. Það er einhvern veginn þannig, að þó maður finni sér lestarstöð sem á að vera fær fötluðum, finnast aldrei neinar lyftur þegar maður kemur á staðinn. Svo þarf útsjónarsemi að finna út hvert sé best að fara með börnin þegar kemur að skiptiaðstöðu og næringu. Það er engin Kringla með svona "bamastofu" niðri á Piccadilly Circus. Alla vega engin sem ég fann. Fyrir vikið var hver ferð niður í bæ að einskonar útilegu og ekki minnkaði farangurinn á leiðinni heim í lok dags. Tíminn úti reyndist hinn skemmtilegasti og gott að brjóta upp hversdagsleikann, hitta nýttfólk ogjá, bara skipta um takt. Eftir rúma viku í góðu yfiriæti og ansi góðu raunveruleika tjékki þama úti, varstefnan tekin heim aftur. Á Heathrow lentum við í miðri sprengjuhótun, sem varð til þess að ég og mínir samferðamenn fengum "special treatment" í boði öryggisvarða flugvallarinns. Það lítur nefnilega ekki vel út að komabörn séu neinstaðar í nánd við svona mál. Afar kurteis öryggisvörðursá til þess að við kæmumst fljótt og örugglega sem lengst frá "blast zone" og sem fyrst útíflugvél. Þettavar laugardagskvöld og litli kútur orðinn sæmilega vanur þessu flakki á okkur, dormaði í burðarpokanum. Það eralltaf jafn gott að koma heim. Heima hafði ekkert breyst, nema hvað að nú vartalað um kreppu og sparnað hvert sem maður fór. Nú skyldi elda lifur í matinn og skotin villibráð, farið og veitt í soðið og prjónað yfir sjónvarpinu. Þar er ég ívondum málum, mér finnstinnmaturvondur og engin er skyttan á heimilinu. Hef ekki prjónað einn einasta sokk eða vettling. Ég bjó þó til bláberjasultu, sem varla telst með því annað eins ör- sýnishorn af sultutaui hefur varia fundist fyn. Eitt hef ég þó afrekað og er ekki lítið ánægð með. Ég er að fara að skipta um starf þótt margir myndu telja mig hálfklikkaða, að taka sénsinn í þessari óvissutíð. Nýja starfið gefur mér færi á að hlúa að minni eigin fjölskyldu og hætta öllu vaktabrölti og við það er ég mjög sátt. Elínborg skorar á skólasystur sína, Theodóru Hauksdóttir, að taka við pennanum. Framhaldssagan : Þriója saga Ketilssaga - ástir og örlög Hér er þriðji hluti Ketilssögu - ástir og örlög og eru það hinir vösku drengir úr Göngufélaginu Brynjólfi á Hvammstanga sem tekið hafa þeirri áskorun að semja ástarsögu á fjöllum. Þeir sem skrifa söguna eru: RagnarKarl íngason, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, Gústavjakob Daníelsson ogÁgúst Jakobsson. Gústav á leik að þessu sinni. ...Ketill gekk til gangnamanna og kastaði á þá kveðju og spurði um tilhögun gangna. Óskar sagðist hafa talað við Inga Ragar Fjallskilakóng í morgunsárið sem tjáði honum aðjóhann Ægir frá Síðu hafi fengið botlangakast og kæmist ekki í göngur, vantaði því mann í hans stað með Sæla í fyrirstöðu við Skarðshamra og væri vel þegið ef Ketill færi í það verkefni. Ketill og Sæli litu snöggt hvor á annan og urðu hálf vandræðalegir við þessa bón Óskars, hjarta Ketils sló ótt og títt og hann fann að hugur hans fylltist tilfinningum sem voru löngu gleymdar. „Tokum við þetta ekki bara að okkur Sæli,“ sagði Ketill og beindi orðum sínum til Sæla. „Uh jú jú við reddum þessu“ svaraði Sæli hálfvandræðalegur. „Fínt, Karl bóndi skutlar ykkur þá á Landróvernum sínum út undir Skarðshamra og þið standið þá þar fyrir fénu og passið að það fari ekki fram af hömrunum, best er að beina því strax niður gilið áður en þær komast að hömrunum en ég veit að þið reddið þessu strákar,“ sagði Óskar valdmannslega og reif upp pela með heimabruggi, þambaði gúlsopa úr honum oghrópaði: „Skál Gangnamenn, höldum til gangna' og reið af stað eins og hershöðingi á leið í stríð. „Strákar, takið með ykkur þessar kleinur til að maula í fyrirstöðunni," kallaði Sveina út á hlað til Ketils og Sæla um leið og hún henti til þeirra fullum bréfþoka af kleinum. „Já, svo skulum við drífa okkur af stað svo að þið verðið ekki of seinir í fyrirstöðuna,“ sagði Karl bóndi og settist upp í óhrjálegan Landróverinn og setti í gang. Sæli settist einnig inn og í þann mund er Ketill var að setjast inn þá kallaði Jóna Guðbjörns til hans og bað hann um að eiga við sig orð. Ketill hikaði, svolítið leit inn í jeppann kallaði „augnablik strákar“ hallaði hurðinni aftur og gekk röskum skrefum til Jónu þar sem hún beið eftir honum. „Ketill hérna, humm mig langar bara að segja þér hvað ég hef saknað þín mikið ...ég hérna held bara að ég sé. já hérna ástfangin af þér..umm mig langaði til að þú vissir þetta áður en þú ferð í göngurnar,“ sagði Jóna og kastaði sér upp um háls Ketils. Ketill varð agndofa því þessu átti hann ekki von á, hann leit á Jónu og kyssti hana á munninn. „Ég verð líka að segja þér svolítið, má ég tala við þig eftir göngurnar," sagði Ketill vandræðalega. Hann beið ekki svars heldur gekk að Landróvemum og þeir félagar óku af stað. „Jæja, þið labbið þá héðan,“ sagði Karl þegar Landróverinn stöðvaðist á móts við Skarðshamra. Þeir fóru út og gengu rösklega upp bratta hlíðina. Eftir dágóða stund áðu þeir til þess að kasta mæðinni. Sólin speglaðist á spegilsléttum firðinum og Strandafjöll- in skörtuðu sínu fegursta. „Yndislegt veður,“ sagði Sæli um leið og hann tók sopa úr brennivínspela. Skyndilega tekur Ketill þéttingsfast í höndina á Sæla og segir „Ég elska þig Sæli ég hef elskað þig frá því við sáumst fyrst, ég get ekki lifað án þín lengur.“ Gústav Daníelsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.