Feykir


Feykir - 10.12.2009, Qupperneq 4

Feykir - 10.12.2009, Qupperneq 4
4 Feykir 46/2009 ADSEND 6REIN Elín E. Sigurðardóttir skrifar Frá Heimilisiðnaðarsafhinu Á síðastliðnu vori var bókin Vefnaður á íslenskum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar endurútgefin. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi stóð fyrir útgáfu bókarinnar en hún hafði verið ófáanleg um langa hnð. Halldóra Bjarnadóttir (1873- 1981) tók bókina saman og kom hún íyrst út á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins árið 1966. Bókin er sígilt og metnaðarfúllt grundvallarrit um vefnað og listhneigð íslendinga, auk þess að vera ómetanleg heimild um heimilin og starfskilyrði þeirra á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Bókin er 207 blaðsíður auk viðauka og prýdd fjölda ljós- mynda. Markmið með endurútgáf- unni er að halda á loíti mikilvægum hluta íslensks menningararfs og miðla honum til komandi kynslóða. Miðlun menningararfsins er eitt af meginhlutverkum Heimilisiðnaðarsafnsins sam- kvæmt skipulagsskrá þess og telur stjórn safnsins því þessa útgáíú afar mikilvæga. Það hefur verið ómetanlegt fyrir litla stofnun eins og Heimilisiðnaðarsafnið hve margir hafa lagt verkefninu lið og má með sanni segja að margt smátt geri eitt stórt. Þau sem hafa styrkt útgáfuna eru: Menningarráð Norður- lands vestra, Hollvinir Heim- ilisiðnaðarsafnsins, Búnaðar- samband Húnaþings og Stranda, Bændasamtök íslands, Húnabókhald ehf., Samband Austur-Húnvetnskra kvenna, Kvenfélag Bólstaðarhlíðar- hrepps, Kvenfélagið Eining, Kvenfélagið Hekla, Kvenfélag Svínavatnshrepps, Kvenfélagið Vaka, Kvenfélagið Vonin, Minningarsjóður Indriða klæðskera, Stéttarfélagið Samstaða, Þjóðbúningastofan og Þjóðhátíðarsjóður. Kann safnið öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Bókin er til sölu í öllum helstu bókaverslunum landsins og einnig í ýmsum söfnum en verður á sérstöku tilboðsverði í Heimilisiðnaðarsafninu nú á aðventunni. Hefð er komin á að lesið sé úr nýútkomnum bókum í Heim- ilisiðnaðarsafninu á aðvent- unni. Að þessu sinni fer lesturinn fram þriðjudaginn 15. desember og hefst kl. 16.00. Þá mun Kolbrún Zophonías- dóttir lesa úr Vefnaðarbókinni, Hjálmar Jónsson les úr bók sinni Hjartsláttur, einnig ætlar Haukur á Röðli að lesa úr samnefndri bók sem Birgitta Halldórsdóttir skrifaði og svo les Kristín Guðjónsdóttir úr bókinni Karlsvagninn, en höfundur hennar er Kristín Marja Baldursdóttir. Það eru allir velkomnir, aðgangur er ókeypis og í lestrarhléi er boðið upp á súkkulaðidrykk og jólasmá- kökur. Þessi notalega stund í safninu á Aðventu hefur mælst vel fyrir undanfarin ár og verið vel sótt og vonum við að þannig verði það líka í þetta sinn. Nú í vikunni lýkur þjóð- búninganámskeiði í safninu þar sem konur eru að leggja síðustu hönd á saum á peysu- fötum og upphlut. Leiðbein- andi á námskeiðinu er Helga Sigurbjörnsdóttir frá Sauðár- króki og er þetta í þriðja sinn sem hún stýrir slíku námskeiði í safninu. Boðið verður uppá fleiri námskeið eftir áramót eins og venja hefur verið síðasdiðin ár. Þá hefjast líka heimsóknir skólabarna, sem er fastur liður í starfsemi safnsins, einnig má vænta allmargra heimsókna einstaklinga og hópa sem leita fanga í safnkostinn vegna rannsókna- og heimildaöflunar. Rúmlega 3000 manns heim- sóttu safnið á opnunartíma þess í sumar og er það töluverð aukning frá fyrra ári. Mjög ánægjulegt er að finna viðbrögð safngesta sem lúta aðeins á einn veg, sem er hve þetta safn sé fallegt, sérstakt og upplifunin af heimsókn í það sterk. Það er alveg ljóst að þessi stofnun vekur athygli langt út yflr landsteina og hefur örugglega jákvæð keðjuverk- andi áhrif til annarrar þjónustu í byggðarlaginu. Fyrir það getum við verið þakklát og ber að standa tryggan vörð um Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Elín E. Sigurðardóttir, forstöðum. AÐSEND 6REIN Kári Gunnarsson skrifar Hvað segir Jón? Opið bréf til Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra Nýlega gagnrýndi Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar stjórnvöld harðlega fyrir að hætta að endurgreiða hluta af kostnaði við refaveiðar. Fer nefndin fram á að stjórnvöld endurgreiði a.m.k. sem nemur virðisaukaskattinum, sem Ríkið bætir við kostnað veiðanna. Eðlilegt væri að ráðherra landbúnaðarmála hefði eitt- hvað um málið að segja en hann hefur ekki gert það opinberlega mér vitanlega. Fróðlegt væri að heyra skoðun hans á þessu máli. Þar sem málið heyrir undir flokkssystur hans, hljóta Jóni að vera hæg heimatökin að leiðrétta vitleysuna, nema hann sé henni fylgjandi. Hvað ráðherra umhverfis- mála og undirsáta hennar varðar, hafa þeir aðilar ekld komið með rökstuðning fyrir því af hverju refaveiðum skuli hætt. Það væri fróðlegt að vita hvar þessi álevörðun var raunverulega tekin og af hverjum. Tíföldun refastofnsins Árið 2007 voru veiddir 6.626 refir á landinu öllu. Fyrir 30 árum síðan var heildarveiðin innan við 1.500 dýr þannig að öllum má vera lj óst að gríðarleg fjölgun hefur orðið í refastofninum. Því er útilokað að bera vísindaleg rök fyrir þvi að minnka eigi veiðiálag. Þess vegna hljóta önnur rök að liggja balei hjá umhverfis- ráðherra og hver skyldu þau vera? Það er lágmark að hún geri þeim landsbyggðar- sveitarfélögum sem málið varðar grein fyrir hvaða pólitík liggur að bald. Sé hún á móti refaveiðum í prinsippinu, væri ágætt að fá það fram í dagsljósið. Ég held að enginn bærilega hugsandi maður efist um að refir valda töluverðu tjóni á lambfé bænda. Skagafjörður hefur eldd farið varhluta af þeim skaldcaföllum, fréttir af þremur dýrbítsgrenjum vestur í Staðarfjöllunum í sumar, minna á það. Þó ekki nema lítill hluti refa geri þennan óslcunda, verða þeir eðlilega sífellt fleiri, með tífalt stærri refastofni en fyrir þremur áratugum síðan. Sem dæmi þekktust ekld refagreni á Seyluásnum fyrir 5 árum en nú er frétt ef þar eru ekki unnin tvö greni á vori. Ný greni finnast árlega heim undir bæjum, t.d. hjá íbishóli og á Efribyggð í sumar. Refir „vaktaðir" fyrir 22.584.816 kr. Mér er næst að halda að fræðingarnir á Umhversfis- stofnun vilji friða ref, til að fá að rannsaka hvaða áhrif það hefði á lífríldð. Á síðasta ári var eytt 2.874.494 krónum til að „valda“ refastofninn. Alls hafa refir verið „vakt- aðir“ fýrir 22.584.816 krónur frá árinu 1995. Hver er svo niðurstaða þess sem valdaði? Hann lét hafa það eftir sér, að fjölgun refa virtist ekki hafa áhrif á fúglalíf! Hvað ætli allir þeir refir, sem veiðimenn sáu fótspor eftir á rjúpnaslóðum í haust, hafi verið að hugsa um að gera. Menn þurfa að hafa setið lengi bakvið skrifborð til að vita það eJdd. Þversögnin er svo að fræðingar UST mælast til að menn sýni hófsemi við rjúpnaveiðar. Við þær aðstæður er öfugsnúið að sama stofnun vilji fjölga ref. Ég óttast að þetta snúist um að fræðingarnir á UST þurfi að spara en þeir ætli að láta landsbyggðarsveitarfélög borga þann sparnað. í leiðinni sjá þeir möguleika á aulcnum verkefnum handa sjálfum sér við að rannsaka ört stækkandi refastofn. Það væri óskandi að landbúnaðarráð- herra tæki þetta mál að sér. Best væri ef hann færði refaveiðar til síns ráðuneytis og léti menn, sem ekki hafa menntað heilbrigða vitsmuni úr höfðinu á sér, sjá um þessi mál. Svo í loldn gæti hann fengið Steingrím J. til að hætta að bæta virðisaukaskatti ofan á kostnað sveitarfélaganna við veiðarnar. Hvað segir þú um það Jón? Kári Gunnarsson Leiðrétting ífrétt um íþróttahús á Hofsósi í síðustu viku duttu bókanir minnihluta sveitarstjórnar aftan af fréttinni. Þeim er hér með komið á framfæri og hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum mistökum. Páll Dagbjartsson óskaði bókað: „Miðað við þær umræðursem fram hafa farið á milli byggðarráðs ogfulltrúa Hofsbótarses. um byggingu íþróttahúss á Hofsósi finnst mér eðlilegt að sveitarfélagið leggi fram fé á árinu 2010 til frekari undirbúnings framkvæmdarinnar og tel ég beiðni Hofsbótar ses. mjög í hóf stillt." Þá óskaði Bjarni Jónsson bókað. „Undirritaður styður erindi Hofsbótar og telur að meirihluti byggðarráðs sé enn einu sinni að reyna að svæfa umræðu um íþróttahús með afgreiðslu sinni, líkt og fyrr á árinu þegar sama mál var til umfjöllunar og vísað til félags- og tómstundanefndar. Réttara væri að taka málið strax til raunhæfrar skoðunar með heimafólki og gera ráð fyrir þeirri úttekt í fjárhagsáætlun ársins 2010."

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.