Feykir


Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 5
46/2009 Feykir 5 Hofsós Glæsilegt lokahóf hjá Neista Föstudagskvöldið 20. nóvember var haldin uppskemhát'ð Neista fyrir árið 2009. Hátíðin var með svipuðu sniði og síðustu ár þar sem áriðvargertuppágamansaman og alvarlegan hátt. Flestir ef ekki allir sem mættu skemmtu sér konunglega. Eftirtaldir fengu verðlaun á hátíðinni: Efnilegasti leikmaður 3. fl. kvenna; Fanney Birta Þorgilsdóttir Mestu framfarir 3. fl. kvenna; Júlía Ósk Gestdóttir Besti leikmaður 3. fl. kvenna; Sjöfn Finnsdóttir Söndrubikarinn; Bjarnveig Rós Bjarnadóttir Skagstrendingar Góðirá Silfurmóti ÍR Skagstrendingurinn Róbert Björn Ingvarsson sigraði í 800m hlaupi í hinu árlega Silfurmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var 21. nóvember í Laugardalshöll- inni f Reykjavík. Hann keppti í flokki stráka 12 ára. Mótið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára og mættu til leiks 571 keppandi víðsvegar af landinu. Róbert Björn varð einnig í 6. sæti í 60m hlaupi. Stefán Velemir varð í 3. sæti í kúluvarpi sveina 15-16 ára. Valgerður G. Ingvarsdóttir keppti í þremur greinum; langstökki, 60m hlaupi og 600m hlaupi í flokki hnáta 9 til 10 ára. Hún náði 11. sæti í báðum hlaupunum. Sannarlega glæsilegur árangur Skagstrendinganna. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Friörik Halldór frá Brandsstöóum skrifar frá Akureyri Markmiö Ég ákvað að skrifa um markmið i þessum pistli, mikilvægi þess að setja sér skýr markmið og bestu aðferð sem að ág veit um til þess að setja sár markmið. Aðferðin kallast 12 skrefa aðferðin. Að setja sér markmið, er grundvöllur þess að áorka einhverju. Ef maður þróar þann hæfileika með sér að þá getur maður áorkað meiru á nokkrum árum, en sumir hafa áorkað á heilli ævi, sem að setja sér ekki markmið. En allavega þá langaði migtil að deila með ykkur aðferð til markmiðasetningar sem að kallast 12 skrefa aðferðin. Þetta ereftil vill áhrifankasta aðferð sem að þróuð hefur verið til þess að ná markmiðum. Hundruð þúsunda einstaklinga hafa notað þessa aðferð, og einnig fyrirtæki við endurskipulagningu og til að auka hagnað. Til að geta notað eftirfarandi aðferð, verður viðkomandi að finna sér eitthvað markmið sem að hann vill ná og nota eftirfarandi skref á markmiðið: 1. Þróa með sér brennandi þrá til að ná markmiðinu. Það fyllir mann af krafti og hvatningu til að yfirstíga ótta og andstreymi sem að verður flestum fjötur um fót. 2. Þróa með sér sannfæringu. Sannfærðu sjálfan þig um að þú getir náð viðkomandi markmiði. Hafa trú á sjálfum sér. Til dæmis ekki setja það markmið að léttast um 20 kíló á einum mánuði. 3. Skrifaðu það. Markmið sem ekki eru skráð, eru ekki markmið. Flokkast frekar sem óskir eða draumar. Skrifaðu það niður skýrt og greinilega í smáatriðum. Þá hefur þú skilgreint markmiðið. 4. Gerðu lista yfir allan ávinning sem að þú hefur af því að ná viðkomandi markmiði. Því fleiri „hvers vegna" sem að þú finnur, því meiri hvatningu hefur þú til að ná markmiðinu. 5. Skilgreindu stöðu þína, byrjunarreit þinn. Til dæmis ef að þú ákveður að grenna þig, þá skaltu byrja á því að vigta þig, til að vita hvar þú stendur. Þannig leggur þú línumar að framför þinni. 6. Ákveddu tfmamörk. Nauðsynlegt fyrir öll áþreifanleg og mælanleg markmið. Eykur hvatningu þína til að ná markmiðunum á settum b'ma. 7. Gerðu lista yfir allar hindranirsem að standa ívegi fyrirþér. Raðaðu þeim í röð eftir mikilvægi, og losaðu þig við þær. 8. Gerðu þér grein fyrir öllum upplýsingum sem þú þarfttil þess að ná markmiðinu. 9. Gerðu skrá yfir alla aðila sem að þú þarfnast hjálpar frá eða samvinnu við. 10. Gerðu áætlun. Hvað viltu? Hvenær? Hver er byijunarreiturinn? Hindranir? Frá hverjum þarftu hjálp? Notaðu svörin við spurningum 1-9 til að búa til áætlun. ll.Sjáðu fyrirþér takmark þitt eins og að þú hafir nú þegar náð því. Þetta hvetur og eykur sannfæringu. 12.Taktu fyrirfram ákvörðun um að gefast aldrei upp! Vona að þessi grein hafi verið gagnleg og ég þakka fyrir mig. Ég skora næst á Pálma Gunnarsson á Akri MITT LIÐ Hundurinn minnir á Abdoulaye Faye Nafn: Guðmundur Karl Ellertsson . Heimili.. Mýrarbraut 12, Blönduósi Starf.. Starfa hjá Rafþjónustu H.P. Blönduósi Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Bolton Wanderers. Ég var afar seinþroska þegar kom að því að fylgjast með enska boltanum og árið '97 kom ekkert annað lið en Bolton til greina vegna Guðna Bergs og þess að ég vissi ekki um nokkum annan sem hélt með því liði. Hefur þú einhvem tímann lent í í deilum vegna aðdáunar þinnar á I- umræddu liði? Alls ekki, frekar á hinn veginn að menn sýni mér stuðning sem er væntanlega sprottið af vorkunnsemi þar sem Bolton er ekki hátt skrifað lið. j Hver er uppáhaldsleikmaðurinn ; fyrr og síðar? Jay Jay Okocha er sennilega mesti snillingur sem klæðst hefur Bolton búningnum og Guðni Bergs er auðvitað goðsögn en ætli Kevin Davies hafi ekki vinninginn. Maðurinn er þvílikur nagli og algjör andstæða þeirra sívælandi graskönnuða sem flest hin liðin í deildinni hafa í framlínunni. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei á það eftir. Áttu einhvem hlut sem tengist liðinu? Nei en hundurinn minn Tinni minnir mig stundum á Abdoulaye Faye sem stóð í vöm Bolton á sínumtíma. | Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi í upp í stuðningi við liðið? Það gengur ekki neitt. Konan Ihbbbí mín, Helga Jónína Andrésdóttir heldur því miður með Uverpool og dóttir mín, Þórunn Erla heldur með Chelsea. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Þessi spuming er hrein og klár móðgun I Maður skiptir ekki um félag en Bolton mætti hinsvegar alveg skipta um stjóra (Gary Megson). Uppáhalds málsháttur? Nei. Einhver góð saga úr boltanum? Sá Gísla Torfa Gunnarsson einu sinni skora frá miðju fyrir Hvöt I gegn Tindastól á Sauðárkróki. Sú minning yljar mér enn um hjartarætumarÐ Spurning til þín frá Auði og Óla Laursen - Hvað eru mörg ár si'ðan Bolton vann síðast titil og sérðu það gerast í náinni framtíð? Svar... Það mun hafa verið á því herrans ári 1958 þegar liðið vann FA cup en ég hef ekki nokkra trú á að Gary Megson hjálpi Bolton að vinna eitt né neitt. Hins vegar þegar nýr stjóri tekur við liðinu þá reikna ég með Bolton toppi Liverpool í titlafjölda á komandi ámm. Hvern viltu sjá svara þessum j spurningum? Brynjar Bjarkason. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Spumingertviþætt: Ef svo fer að Liverpool og Everton deili heimavelli í framtíðinni munt þú þá fá þér Liverpooltreyju? Hver er versti leikmaður sem þú manst eftir í röðum Everton og hvers vegna?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.