Feykir - 10.12.2009, Síða 9
46/2009 Feykir 9
fjórum árum. Þetta eru allt
órímuð Ijóð og hafa góðir
Blöndhlíðingar spurt: ,,Eru
þetta Ijóð?" En það er best
að aðrir segi hvernig bók
þetta er ogfái sína tilfinningu
fyrir þessu. Ljóð eru þannig
að best er að lesa þau á
síðkvöldum og gjaman fyrir
einhvern sem manni þykir
vænt um. Höfundurinn er
búinn að sleppa tökunum.
Hvaðan kemur innblástur-
inn?
-Innblásturinn kemur alls
staðar að. Hann kemur í
göngutúrum, þegar maður
er að festa svefn, í bílnum
á leið í vinnuna, við lestur
og ef maður stendur við
borðstofugluggann nógu
lengi þá kemur Ijóð labbandi
niður götuna og þá verður
maður að vera snöggur og
grípa það. Nú stundum sest
maður bara niður og byrjar
og bíður eftir að blásturinn
komi.
Eitthvað að lokum?
- Bara bestu kveðjur norður
og mætið í Miðgarð 15. des.
( TÖLVUPÓSTURINN )
Eyþór Árnason frá Uppsölum í Skagafiröi er 55 ára
Vesturbæingur uppalinn í Skagafiröi meó fjöllin inngróin í iljarnar.
Eyþór fór í leiklistarskólann og lauk honum 1983 og hefur unnió
sem sviósstjóri á Stöó 2 í mörg ár og hjá Sagafilm undir þaó
síöasta. Eyþór gaf nú í haust út sína fyrstu Ijóöabók.
Ljóóskáld úr
Blönduhlíöinni
Hvað er helst að frétta af
þér og Reykjavíkurbæ?
- Einu sinni var góður drengur
hér í bæ sem hafði það til siðs
að hringja í menn og spyrja:
„Nokkuð að frétta af mér?"
Ég segi bara það er allt gott
að frétta af mér, hlakka til
jólanna og hlakka til að lesa
góðar bækur. Borgin er söm
viðsigJólaskreytingarkomnar
upp og umferð að þyngjast
í stórmörkuðum. Og maður
finnur hvernig jólaskapið
smýgur inn ífólk.
Við hvað starfar þú þessa
dagana?
- Ég er eins og sagt er á flottu
máli sjálfstættstarfandi þessa
dagana og hef verið að vinna
við sjónvarpsþætti síðan í
haust en nú er allt að róast,
svo ég sé fram á að hafa
góðan tíma til að hengja upp
seríur fyrir jólin. Síðan reyni ég
að skrifa eitthvað.
Þú varst að gefa út þína
fyrstu Ijóðabók og fékkst
verðiaun. Það hlýtur að hafa
verið góð byrjun?
-Já óneitanlega var þetta góð
byrjun. Einsogeinn vinurminn
sagði: „Þú byrjar bara beint
á malbikinu!" Ég var farinn
að hugsa um að gefa út bók
svona einhvem tímann þegar
ég sá Tómasarverðlaunin
auglýst í vor og sló til og sendi
inn handrit. Svo var hringt í
mig eftir verslunarmannahelgi
og mér sagt að ég hefði
unnið.
Hvernig Ijóðabók er þetta?
- Ætli megi ekki segja að þetta
sé svona ferðalag yfir eitt ár;
byrjar um vetur og endar um jól
með sumar í miðju -- auðvitað
með útúrdúrum. Bókin varð
til á nokkuð mörgum árum,
en uppistaðan er frá sfðustu
Baldur Hafstað rýnir í texta Stephans G
Safn kvæða
Stephans G
Út er komin bókin Hlývindi
sem er úrval kvæða og
prósatexta Klettafjalla-
skáldsins Stephans
G. Stephanssonar.
Skólavefurinn gefur bókina
út en Baldur Hafstað rýnir í
textana eins og fram kemur
á titilsíðu. Bókin er gefin út
í tilefni af því að nú eru liðin
hundrað ár frá því að fyrstu
bindin f Ijóðasafni Stephans
G., Andvökum, komu
út.Baldur var tekinn tali í
tilefni útkomu bókarinnar.
„Þetta er hvorugkynsorð, svipað og
t.d. þíðvindi, þeyvindi og misvindi,
fallegt orð sem Stephan notaði
sem titil á fallegri vísu. Ingólfur
Kristjánsson ritstjóri Skólavefsins
átti hugmyndina að þessum
bókartitli."
Haldið þið að Stephan G. eigi
enn erindi til okkar?
„Það er enginn vafi á því. Hann er
eiginlega hafinn yfirstað ogstund.
Maðurinn var náttúrlega stórsnjall
og hafði einhvern veginn lag á
því að yrkja ekki um afmörkuð og
einangruð fyrirbæri ísamfélagi sínu
heldur gaf hann viðfangsefninu
almenntgildi."
En er Stephan ekki allt of
torskilinn?
„Nei, nei. Andstæðingar hans
reyndu aðvísu að breiða þá skoðun
út. En það er eðlilegt að það þurfi
að auðvelda nútímafólki aðgang
að sumum textum Stephans G.
og annarra skálda frá fyrri tíð, og
það gerum við í þessari útgáfu.
Við hvert Ijóð og hvem prósatexta
er stutt umfjöllun. Þetta er viss
nýjung sem við vonum að menn
taki vel.“
Það em ekki bara kvæði þarna,
heldur smásögur og aðrír
prósatextar.
Já, það er önnur nýjung með
þessu úrvali, þ.e. að taka ekki
bara Ijóðin, heldur daga líka
fram prósatextana; þeir urðu
aldrei mjög þekktir. Þama em
t.d. nokkrar smásögur. Og það er
eiginlega stórmerkilegt að núna,
um 120 árum eftir að þær birtust
í blöðum vestra, finnst manni að
verið sé að lýsa ástandinu eins og
það er um þessar mundir. Ég gæti
vel trúað að smásögumar eigi eftir
að vekja athygli."
Hvernig þá?
Ja, það er til dæmist þessi
heimspekilega en kímni blandna
hugsun sem reynir að skilgreina
gildin í lífinu. Eftir hverju sækjumst
við? í einni sögunni tekst Stephan
G. augljóslega á við sjálfan
Krist. Það er sagan Kærleikur
og Sanngimi. í annam' sögu
gagnrýnir hann jafnvel þá sem
minna mega sín í samfélaginu.
í þessum smásögum birtist líka
ýmislegt sem varpar nánara Ijósi
á kvæðin. I fleiri en einni sögu
mætti tala um uppgjör skáldsins
við eigið líf; þar á ég við söguna
um fráfall Guðmundar stúdents
og einnig söguna Fyrirför sem
er um samvisku okkar vegna
hugsanlegrar hlutdeildar í
hörmungum vina okkar.
Hvað í verkum Stephans mundir
þú segja að gæti höfðað best til
nútímans?
,Ætli það sé ekki trúin á lífið,
bjartsýnin, þrátt fyrir allt. Stephan
var ekki pessimisti þó að sumir
hafi haldið því fram. En hann
gagnrýndi t.d. kirkjuna harðlega,
einnig stjómmálamenn sem t.d.
leiddu þjóðir út í stríð. Stephan
bakaði sér gríðarlegar óvinsældir
meðal Vestur-íslendinga vegna
afstöðu sinnar til þátttöku þeirra
í fyrri heimsstyrjöldinni eins og
Viðar Hreinsson rekur mjög vel í
ævisögu Stephans sem kom út
fyrir nokkrum ámm. Við tökum
nokkur af stríðskvæðunum í þetta
úrval ogégímynda mérað þau geti
snert fólk. Ég gæti líka trúað því
að kvæði Stephans um skóla og
menntun höfði til nútímans. Hann
gagnrýnir mjög bæði kennara
og háskólamenn fýrir að draga
allan mátt úr sjálfstæðri hugsun.
Hann beitir háði snilldarlega í
anda raunsæisstefnunnar gömlu
og góðu. En það var alltaf þessi
hvatning í skrifum hans, þessi
trú, að lífið væri einhvers virði. Þá
átti hann við þetta líf en ekki lífið
sem prestarnir töluðu um hinum
megin og allar fullu súpuskálamar
þar. Hann sá alltaf sólskinið í
manninum, trúði á batnandi heim.
Svo enr þama sjálfsævisögu-
brot sem lýsa ævintýralegu lífe-
hlaupi. Maður spyr sig hvað eftir
annað: Hvemig gat óskólagenginn
og bláfátækur maður náð hæstu
andans hæðum? Þetta er eins og
kraftaverk."
Hvernigviltu skilgreina skáldskap
Stephans í einni málsgrein?
„Hann er safaríkur og kemur alltaf
á óvart, t.d. með óvenjulegum
líkingum. Hann eralgerlega lausvið
væmni en þó með tilfinningaríkari
skáldum sem ég þekki."