Feykir


Feykir - 10.12.2009, Side 10

Feykir - 10.12.2009, Side 10
lO Feyklr 46/2009 Aöventustemning á Sauðárkróki Um síðustu helgi voru jólaljósin tendruð á jólatrénu á Sauðárkróki í mikilli rjómablíðu. Fjöldi manns fór f bæinn og naut aðventustemningar í gamla bænum. Aðalgatan og nyrsti hluti Skagfirðingabrautar voru lokuð bílaumferð og myndaðist skemmtileg göngugötustemning í anda fyrri tíma. Ýmislegt var í boði fyrir fólk en hátindurinn hjá smáfólkinu var að sjálfsögðu koma jólasveinanna þar sem þeir gáfu mandarínur og dönsuðu í kringum jólatréð. Ljósmyndari Feykis var á staðnum og myndaði stemninguna. Hátíðarstemning á Blönduósi Ljósin tendruó a Norska trénu Það var sannkölluð hátíðarstemning á Blönduósi sl. sunnudag er bæjarbúar komu saman við Blönduóskirkju og fylgdust með þvf er Ijósin voru tendruó á jólatré bæjarins sem að venju var gjöf frá Moss, vinabæ Blönduóss í Noregi. Var kveikt á trénu að lokinni aðventumessu í kirkjunni en íjöldi fólks lagði leið sína upp að kirkju að þessu tilefni. Eins og við hæfi er voru sungin jólalög auk þess sem jólasveinar kíktu á börnin stór og smá og færðu aukið líf í sönginn. Myndirnar fengum við sendar í gegnum Húnahornið og Jón Sig.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.