Feykir


Feykir - 10.12.2009, Síða 11

Feykir - 10.12.2009, Síða 11
46/2009 Feykir 11 ( MATGÆOINGAR VIKUNNAR ) Höróur og Petra kokka LJúfir réttir a aðventu Þessa vikuna eru þaó Höróur Sigurjónsson og Petra Jörgensdóttir á Sauðárkróki sem gefa okkur dásemdar uppskriftir og hafa tómatsúpu f forrétt, folaldafille í aðalrétt og eftirrétturinn, frönsk súkkulaðikaka, fullkomnar máltíðina. Petra og Hörður skora á Óin tvö frá Vopnafirði þau Ólínu Valdísi Rúnarsdóttur og Ólaf Smára Sævarsson að koma með næstu uppskrift. FORRÉTTUR Tómatsúpa með rcekjum Tóró Meksikansk tomatsuppe frá Guerrero Ca. ‘A dlferskjur 1. petí rjómi Rœkjur (eftirsmekk) Gerið súpuna eítir leiðbeiningum á pakka, en samt aðeins minna af vökva heldur en gefíð er upp. Setjið rjómann út í og smátt saxaðar ferskjurnar, síðan eru rækjurnar settar út í í lokin, bara síðustu 2 mínúturnar. Gott er að bera fram með þessu spelt smábrauð frá Hatting. AÐALRETTUR Folaldafille með gráðostasveppasósu 6- 700gr. folaldafílle Cajun barbecue (Pottagaldrar) 1 stk. laukur 100-150gr. sveppir 1 matreiðslurjómi 2-3 msk. gráðostur 2-3 tsk. engifer 2-3 tsk. rifsberjagel Salt ogpipar. Kryddið folaldavöðvann með Cajun barbecue kryddi, setjið vöðvann í álpappír og inn í ofn í 30 mín. við 180°C. Gott er að láta vöðvann standa í álpappírnum á borðinu í 10 mín. Skerið laukinn og sveppina niður og steikið á pönnu, hellið síðan matreiðslurjómanum út í. Síðan er gráðosturinn, engifer og rifsberjagelið sett í. Salt og pipar eftir smekk. Sneiðið vöðvann niður í eldfast mót og hellið sósunni yfir og berið fram með kartöflum og fersku salati. EFT/RRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka m/karamellukremi 2 dl. sykur 200gr. smjör 200gr. suðusúkkulaði 1 dl. hveiti 4 stk. Egg Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkku- laðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveiti saman við eggin og sykurinn. Bætið í lokin bræddu súkkulaðinu og smjörinu varlega saman. Bakist í vel smurðu formi við 170°CÍ30 mín. Karamellukrem: 1 poki Góu rjómakúlur 1 dl. rjómi Rjómakúlurnar eru bræddar í rjómanum við vægan hita, látið kólna aðeins áður en því er hellt yfir kökuna. Gott er að hafa jarðarber og rjóma með kökunni. Verði ykkur að góðu. Jólavaka á Hofsósi Margrét Eir syngur á Jólavöku á Hofsósi Jólavaka Grunnskólans á Hofsósi 2009 verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg fimmtudaginn 17. desember kl. 21:00. Jólavakan hefur verið fastur liður á aðventunni undanfarin ár. Fyrsta Jólavakan var haldin árið 1997 og var það Hlín Bolladóttir sem fékk þessa ágætu hugmynd ásamt nemendum við skólann. Þessi hefð hefur svo haldist í öll þessi ár og finnst mörgum Jólavakan vera ómissandi hluti aðventunnar. Margir hafa lagt leið sína þangað enda mildð lagt í kvöldið og það veglegt í alla staði. Á Jólavöku er alltaf ræðu- maður sem flytur hátíðarræðu og hafa margir góðir gestir verið fengnir til þess. Þar má nefna, Agnar á MikJabæ, Björgu Baldursdóttur, Sr. Hjört Pálsson, Jón Hall Ingólfsson, Hlín Bolladóttur og Jón Aðalstein Baldvinsson. Jólavaka 2008, stúlkur úr skólanum syngja fyrir Jólavökugesti. Jólavakan 2008, tónlistarfólk kvöldsins voru Kristjana Arngrimsdóttir og Kristján Hjartarson frá Tjörn í Svarfaöardal. Ræðumaður hefur þá gjarnan verið með jólahugleiðingu, gamlar minningar eða skemmtilega frásögn. Einnig hefur verið reynt að leggja mildð upp úr tónlistaratriðum á Jólavökum í gegnum árin og höfum við fengið til okkar fjölbreytt og hæfileikaríkt tónlistarfólk, og má þá m.a. nefna Pálma Gunnarsson, Kammerkór Skagafjarðar, Baldvin Baldvins- son, Kristjönu Arngrímsdóttur, Alexöndru Chernyshovu, Önnu Sigríði Helgadóttur, Óskar Pétursson, Diddú og Jóhann Má Jóhannsson. Á Jólavöku verða svo ýmis önnur skemmtileg atriði og eru þau öll frá nemendum við grunnskólann. Nemendur sem hafa stundað tónlistarnám taka noldcur lög og flytja einnig ljóð eða sögur sem þeir hafa samið í jólatjáningu í skólanum og hefur það oft vakið milda luldcu. í ár verður Jólavakan með hefðbundnu sniði, aðalræðumaður kvöldsins er Sonja Sif Jóhannsdóttir frá Hofi, sem er fyrrum nemandi við skólann og starfar sem forvarnarfulltrúi TM á Akureyri. Tónlistaratriði um kvöldið verða eins og áður segir í höndum nemenda skólans og svo fáum við til olckar Frostrósasöngkonuna Margréti Eir sem syngur fyrir okkur nolckur jólalög og með henni kemur undirleikarinn Börkur Hrafn. Jólavakan er þáttur í fjár- öflun nemendafélagsins. Til að gera þetta mögulegt á ári hverju höfum við góða balchjarla ásamt mörgu fólki sem leggur okkur lið og má þar nefna Ferðaþjónustuna á Vatni, Önnu Kristínu Jónsdóttur og Einar Þorvaldson kennara við Tónlistarskólann sem hafa alltaf verið okkur innan handar. Að þessu sinni styrkja Sparisjóður Skagaljarðar og Flugfélagið Ernir olckur einnig. Nemendur skólans vonast til þess að sjá sem flesta á Jólavöku að þessu sinni. Texti og myndir: Grunnskólinn austan Vatna

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.