Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 5
Formáli preface.
Höfundur þessa rits er danskur vísindamaöur, Hans Oluf Hansen, fæddur árið 1939. Hann lauk
próíi í sögu og norrænum fræðum frá Hafnarkáskóla árið 1968. Þegar á háskólaárunum hneigðist
hugur hans að félagsfræðilegum rannsóknarefnum, og síðan hann lauk prófi hefur hann mikið fengist
við tölfræðilegar rannsóknir á sviði mannfjöldafræði. Sérstaklega hefur liann helgað sig vísindalegum
aðferðum til könnunar og úrvinnslu á inanntölum og öðrum mannfjöldagögnum frá fyrri tíinum.
I því sambandi hefur hann sett upp kerfi til tölvuvinnslu á efnivið manntala og liliðstæðra gagna.
Hann liefur samið mörg rit um þessi efni og hafa þau hlotið viðurkenningu víða um lönd meðal vísinda-
manna, sem fást við þessi fræði.
Hans Oluf Hansen hefur síðan 1973 verið lektor í mannfjöldafræði við námsbraut félagsvísinda í
Hafnarháskóla, og hann starfar jafnframt við Tölfræðistofnun Hafnarháskóla (Köbenhavns Uni-
versitets Statistiske Institut).
Eins og kemur fram í inngangi þessa rits telur Hans Oluf Hansen, að gömul íslensk inanntöl,
jarðabækur og hliðstæð gögn liafi að geyma mikilvægan efnivið Lil sögulegra og félagsfræðilegra rann-
sókna, og að nútíma rannsóknaraðferðir opni nýjar leiðir til að liagnýta hann. Hann kynnti sér íslensk
gögn um þessi efni, er hann átti nokkurra mánaða námsdvöl við Þjóðskjalasafn Islands árið 1966, og
viðaði þá um leið að sér efni í prófritgerð, sem fjallaði um íslenska mannfjöldafræði. Auk þess rits,
sem hér birtist, hefur liann samið ritgerð: „Valuation of Landed Property in Iceland c. 1700“, sem
hefur ekki verið prentuð. Enn freinur liggur fyrir í handriti „Some Population Trends During and
Prior to the Demographic Transition in Iceland“, þar sem tekin er til meðferðar mannfjöldaþróun á
íslandi á tímabilinu 1840 til 1970.
Rit það, er hér birtist, var gefið út fjölritað árið 1971. Uin það vísast til formála liöfundar og
inngangsins hér á eftir. Manntalið 1729 er að því er varðar bæði form og innihald nátengt manntalinu
1703, sem Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi liagstofustjóri töflusetti og Hagstofan gaf út á sínum
tíma (liagskýrsluhefti nr. II, 21). Þótti því sjálfsagt að taka góðu boði höfnndar um, að Hagstofan
gæfi rit þetta út í ritaflokki sínum, Hagskýrslum Islands. Hagstofan liefur þýtt ritið á íslensku og
búið það til setningar, en að öllu öðru leyti cr það verk Hans Oluf Hansen.
Hagstofa lslands, í nóvember 1974.
Klemens Tryggvason
On the author.
The author of this work, Iians Oluf Hansen, is Danish and was born in 1939. He graduated from
Copenhagen University (history, Nordic philology, demography, computing) in 1968. In 1969 he
became assistant professor and in 1973 associate professor at the Institute of Statistics, Demographic
Division, at tlie same university. His research activities so far liave been concentrated mainly on
demographic analysis of liistorical population data in the Nordic countries. These activities have
included design and development of computerized information systems for administration of data
files consisting of population census registrations and individual data on the inovement of populations.
Some of the findings from tlús research have been published in various periodicals. Apart from the
present one his works on demographic and social structures in Iceland include „Valuation of Landed
Property in Iceland c. 1700“ (unpublished) and „Soine Popnlation Trends During and Prior to the
Demographic Transition in Iceland“ (in progress).