Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Side 13
Manntal 1729
11
ekki að verða of lágt, nema það, sem vantað hefur á fulla talningu, liaíi skipst á
annan hátt eftir hjúskaparstétt en mannfjöldinn í heild. Upplýsingar eru ekki
fyrir hendi til að svara þeirri spurningu, livort hér er um skekkju að ræða. Hið
lága hlutfall gifts fólks við manntölin 1703 og 1729 virðist þó vera einkenni mann-
fjöldans á íslandi varðandi hjúskaparstétt eins og það var í manntöluin frarn yfir
miðja 19. öld, fremur en að um sé að ræða greinilega undantekningu frá þeim25).
Fjölskyldan hefur jafnan skipað mikið rúm í huga íslendinga. Því má gera ráð
fyrir, að fjölskyldutengsl milli lieimilisfólks séu skráð með nákvæmni. Skráuing
föðurnafna í manntalinu keinur heim við þessa ályktun. Við samningu á töflum
12 og 13 hefur eingöngu verið tekið tillit til fjölskyldutengsla, sem koma beinlínis
fram á manntalslistum. Einstaklingar án tilgreindra fjölskyldutengsla á manntals-
lista eru taldir heimilisfólk, en utan fjölskyldu. Tala fjölskyldumeðlima á heimilum
samkvæmt töflum er því lágmarkstala.
Skipting mannfjöldans eftir stærð og tegund heimilis, aldri og heimilisstöðu er
sýnd í töflu 14, en hér fer á eftir yfirlit um efhi hennar:
Heimili
Heimilisstaða húsfólks hjáleigubænda annarra Alls
Húsráðandi ................ 1,00 1,00 1,00 1,00
Húsmóðir.......... 0,40 0,90 0,79 0,78
Böm innan 15 ára .... 0,43 1,93 1,70 1,63
Aðrir ættingjar ........... 0,10 0,50 0,84 0,72
Fjölskyldan sjálf...... 1,93 4,33 4,33 4,13
Vinnufólk og lausafólk . 0,11 0,60 1,17 0,99
Samtals 2,04 4,93 5,50 5,12
Aðrir................. 0,14 0,41 0,74 0,63
Alls 2,18 5,34 6,24 5,75
Heimilisfólk á biskupssetrinu að Skálholti, 59 manns, er ekki talið í þessu yfir-
liti, né heldur 77 manns aðrir, sem aldur eða heimilisstaða eða hvort tveggja var
ótilgreint um. Við samanburð meðaltala í vfirlitinu verður að sjálfsögðu að liafa í
liuga, að innan hinna þriggja heimilisflokka kann að vera munur á því, að live miklu
leyti staða á heimili er upplýst á manntalslistum. Meðalstærð og skipan allra heimila
er fundin með því að nota sem vog mannfjölda í hverjum flokki heimila, en hann
skiptist eins og hér segir 1703 og 1729 á öllu landinu og í Rangárvalla-, Árnes- og
Hnappadalssýslum:
Bændabýli Hjáleigur Heimili húsfólks Alls
1703, allt landið • 81,6% 3,1% 15,3% 100,0%
1703, sýslurnar þrjár . ■ 77,1% 20,3% 2,6% 100,0%
1729, sýslumar þrjár . • 83,0% 5,1% 11,9% 100,0%
Tala fólks á heimilum bænda 1729 verður ekki fundin nema sem afgangsstærð,
þar sem það var sjaldan tekið frain um húsráðendur í manntalinu 1729, að þeir
væru bændur, þó að svo væri. Telja má, að mun minna vanti á, að hjáleigubændur
25) Sjá einnig um úreiðanleik akráningar ú hjúflknpnrstétt 1703 í rítgerð eftir J. Hajnul: European Marriage Pntterns
in Perspective, sem birtist í Population in History, útg. af D. V. Clasa og D. E. C. Eversley (1965), blB. 137—38.