Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Side 5

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Side 5
For mál i. Avant-propos. Á undan kosningunum til alþingis í ágúst og október 1916 sendi hagstofan út til allra yfirkjörstjórna á landinu eyðublöð undir skjTrslur um atkvæðagreiðsluna, sem sendast áttu áfram til undirkjör- sljórna og útfyllast af þeim. Hefði mátt ætla, að það hefði verið iljótgert, þar sem um jafneinfaldar skýrslur var að ræða, að skýra frá tölu kjósenda á kjörskrá og hve margir þeirra hefðu greitt at- kvæði á kjörfundi eða brjeflega fyrir kjörfund og hvort eða hve margir utanhreppsmenn hefðu greitt atkvæði. Hefði legið næst að gera skýrsluna á kjördegi og afgreiða hana um leið og kjörgögnin til yfirkjörstjórnar, enda var svo gert í allmörgum hreppum, en víðast fórst það samt fyrir, og dróst um lengri eða skemri tíma, og var ár liðið frá kosningunum, er skýrslur komu úr síðustu hrepp- unum, eftir að hagstofan hafði gengið eftir þeim oftar en einu sinni. Úr sumum lireppum var skjrrslunum einnig ábótavant, svo að senda varð þær aftur til leiðrjettingar eða skrifa eftir frekari upplýsingum og leið þá oft á alllöngu þar tit þær komust í lag. Af þessu mun það augljóst, að útkoma skýrslna þessara hefur lilotið að dragast tölu- vert lengur heldur en húast hefði mátt við. Á undan kjördæmakosningunum i október 1916 sendi hagstof- an líka yfirkjörstjórnunum eyðublað undir skýrslu um kosningaúr- slitin, sem þær áttu sjálfar að útfylla, en þótt skýrslur þessar væru með öllu vandalausar, var það samt ekki fyr en 7 mánuðum eftir kosninguna og hagstofan hafði fengið eyðublöðin endursend útfylt frá öllum yfirkjörstjórnunum. Skýrslur þessar eru í liku sniði eins og skýrslur þær, sem hag- stofan gaf út um alþingiskosningarnar 1908—1914, en þó töluvert fyllri, sem að nokkru leyti stafar aí því, að kosningalögunum hefur verið breytt. Þannig sjest nú á skýrslunum kjósendatala og kosningahlut- taka karla og kvenna sjer í lagi, live margir hafa kosið brjeflega fyrir kjörfund og hve margir hafa kosið utan þess hrepps þar sem þeir slóðu á kjörskrá. í þetta skifti hefur lika frambjóðendunum

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.