Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Síða 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Síða 9
Inngangur. Introduction. A. Kjördæmakosningarnar 21. október 1916. lilections générales des circonscriptions le 21 ocl. 191G. I. Tala kjósenda. Nombre des électeurs. 21. október árið 1916 fóru fram fyrstu kosningar á kjördæma- þingmönnunum eftir að stjórnarskráin frá 19. júní 1915 gekk í gildi. Rýmkaði hún mjög kosningarrjettinn. Fengu hann bæði konur og hjú, og útsvarsgreiðsla var afnumin sem skilyrði fyrir kosningarrjetli. Eru þá ekki önnur skilyrði fyrir kosningarrjetti en að kjósandinn sje 25 ára gamall, sje fæddur hjer á landi eða hafi átt hjer lögheimili í 5 ár, hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu 1 ár, sje fjár síns ráðandi og ekki i skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Þó eru þær bráðabirgðatakmarkanir settar, að njTju kjósendurnir, konur og þeir karlmenn, sem ekki höfðu kosningarrjett samkvæmt stjórnarskránni frá 1903, fá ekki kosningarrjettinn öll i einu, heldur i fyrstu að eins þeir, sem eru 40 ára eða þar yfir, en á hverju ári lækkar þetta aldurstakmark um eitt ár þar til komið er niður að 25 ára takmarkinu eftir 15 ár. Við kosningarnar haustið 1916 var tala kjósenda á kjörskrá alls 28 529. Er það 31.?°/o af iandsmönnum. Þar af voru karlar 16 330 og konur 12 199. Af kjósendum voru þannig 57.2% karlar en 42.8% konur. Við rýmkunina á kosningarrjettinum með stjórnarskránni 1915 hefur kjósendatalan meir en tvöfaldast. Síðan alþingi fjekk löggjafarvald liefur tala kjósenda við al- mennar kosningar verið svo sem lijer segir: Kjósendur Af ibúntölu Kjósendur Af ibúatölu 1874.... .... 6183 8.8°/o 1902.... .... 7 539 9.5°/. 1880.... .... 6 557 9 í— 1903.... .... 7 786 9 8— 1886.... .... 6 648 9.2— 1908.... .... 11 726 14.1— 1892.... .... 6 841 9.5— 1911.... .... 13136 15.4— 1894.... .... 6 733 9.2- 1914.... .... 13 400 15.2— 1900.... .... 7 329 9.4- 1916.... ... 28 529 31.7—

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.