Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Side 10

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Side 10
8 Alþingiskosningar 1916 Fram að 1903 (og að því ári meðtöldu) nemur kjósendatalan 9—10°/o af íbúatölu landsins. Með stjórnarskránni frá 1903 var auka- útsvarsgreiðslan, er kosningarrjettur var bundinn við, færð niður í 4 krónur. Var kjósendatalan síðan 14—15°/o árin 1908—14, en eftir stjórnarskrárbreytinguna 1915 kemst hún upp í 32°/o eða nálega þriðjung landsmanna. f*egar kjósendatölunni er deilt með tölu kosinna þingmanna koma á hvern þingmann 839 kjósendur árið 1916, 394 árið 1914, 260 árið 1903 og 206 árið 1874. Tala kjósenda i hverju kjördæmi við kosningarnar hauslið 1916 sjest á töflu I. A. (bls. 31). Sýnir hún, að kjósendatala kjördæm- anna er mjög misjöfn, enda kjósa sum 2 þingmenn, en önnur einn. En þó tillit sje tekið til þingmannatölunnar í hverju kjördæmi, verð- ur samt mjög ójöfn kjósendatala, sem kemur á hvern þingmann. Að baki sjer höfðu þingmennirnir 1916 færri en 600 kjósendur............. 9 þingmenn 600- 800 - 9 — 800-1000 — .................. 10 - Yfir 1000 — 6 — Minst kjósendatala á þingmann kemur á Seyðisfirði, 294, og þar næst i Austur-Skaftafellssýslu, 400. Aftur á móti kemur mesl kjósendatala á þingmann í Reykjavik, 2 291 á hvorn þingmanninn, þar næst í Suður-Þingej'jarsýslu 1 293, í Snæfellsnessýslu 1 094, í Barðastrandarsýslu 1 052 og í Norður-Isafjarðarsýslu 1 035. í þessum 5 kjördæmum, sem kjósa 6 þingmenn, eru 9 056 kjósendur eða fram- undir þriðjungur allra kjósenda á landinu. Töluvert færri kjósendur (8 423) eru í þeim 12 kjördæmum, sem fæsta kjósendur hafa að til- tölu við þingmannafjölda og senda 15 menn á þing. í Reykjavík eru 4 582 kjósendur, sem senda 2 menn á þing, en i 8 kjördæmum (Seyðisfirði, Austur-Skaftafellssýslu, Norður-Þingeyjarsýslu, Norður- Múlasýslu, Slrandasýslu, Vestmannaeyjasýslu, ísafirði og Vestur-Skafta- fellssýslu) eru samtals 4 462 kjósendur, sem senda 9 menn á þing. 2. Kosningahluttaka. • Participation des clectenrs. Við kosningarnar liaustið 1916 greiddu alls atkvæði 14 030 manns. Var það 49.2°/« af kjósendatölunni á landinu. En í 2 kjör- dæmum, Strandasýslu og Suður-Þingeyjarsýslu, fór engin kosning fram vegna þess, að þar var að eins einn frambjóðandi og þvi sjálf- kjörinn. í þeim kjördæmum, sem kosning fór fram i, var því hlut- takan nokkru meiri eða 52,g°/o af kjósendatölunni.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.