Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Síða 30
28
Alþingiskosningar JD.Ifi
tölurnar, á livaða lista þingsætin falla. Samkvæml þessu hlaut Heima-
stjórnarflokkurinn 3 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn »þversum« 2 þing-
menn og Óháðir bændur 1 þingmann, og varamenn hlutu þessir sömu
flokkar í sama hlutfalli. En hinir flokkarnir komu að engum manni.
Hvaða menn á þeim lislum, sem að komasl, verða fyrir kosn-
ingu, er komið undir því, hvernig atkvæði falla á nöfnin á listunum.
Ef röðin er látin haldast óbreytt fær sá, senr efstur stendur, 1 atkvæði,
en þeir sem neðar slanda brot úr atkvæði, sem er því minna sem
þeir standa neðar. En kjósendum er frjálst að breyta um röð nafn-
anna á listunum og reiknast þá atkvæðin eftir því, og eftir atkvæða-
tölu hvers eins fer endanlega röðin á listunum, er ræður þvi, hve
snemma hver maður á listanuin kemur til greina til kosningar. A
lista Heimastjórnarflokksins breytlist röðin við kosninguna á tveim
stöðum, 3. maður á listanum (Guðjón Guðlaugsson) fluttist upp fyrir
2. manninn (Guðm. Hjörnson) og 5. maður (Sigurjón Friðjónsson)
lluttist upp fyrir 4. manninn (Bríeti Bjarnhjeðinsdóttur).
í löflu IV (bls. 54) er skýrt frá, hverjir hlutu kosningu sem
þingmenn og varamenn.
Af landsþingmönnunum fi liafði að eins 1 (Sigurður Jónsson)
ekki setið á þingi áður, 1 liaíði ekki setið á næsta þingi á undan,
en áður verið þingmaður, og 4 höfðu setið á næsta þingi á undan
(3 kjördæmaþingmenn og 1 konungkjörinn). Af konungkjörnu þing-
mönnunum síðustu var að eins einn í kjöri til landskosninga og náði
liann kosningu (G. Björnson). 5 af varaþingmönnunum hafa aldrei
selið á þingi, en að eins 1 (Gunnar Olafsson) hefur verið þingmað-
ur, en átti þó ekki sæti á þingi næst á undan kosningunni.
Af landsþingmönnunum voru 2 búsettir í Reykjavík, en 4 utan
Reykjavíkur, en af varaþingmönnunum var að eins 1 búsettur í
Reykjavík, en hinir 5 utan Rej'kjavíkur.
Eftir alvinnu skiftust landsþingmennirnir þannig, að 2 voru
embættismenn, 2 kaupsjTslumenn og 2 bændur, en af varamönnum
voru 4 bændur, 1 kaupmaður og 1 kona, sem er blaðstýra.
Þegar kosningin fór fram var 1 af landsþingmönnunum og 1
af varamönnunum 60—70 ára, 4 af aðalmönnum og jafnmargir af
varamönnum 50—60 ára og 1 af aðalmönnum og 1 af varamönn-
um 40—50 ára.
Á alþingi 1917 fór fram hlutkesti um, hverjir af landsþing-
mönnunum skyldu fara frá eftir 6 ár, og urðu fyrir því hlulskifti
Hannes Ilafstein, Guðjón Guðlaugsson og Guðmundur Björnson.
Hinir 3 eiga þingsæli í 12 ár.