Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Page 7
Inngangur.
Introdudion.
A. Kjördæmakosningar 1919 og 1923.
Élections générales des circonscriptions 1919 et 1923.
1. Tala kjósenda.
Nombre des électeurs.
Við kosningarnar haustið 1919 var tala kjósenda á kjörskrá 31 870.
Var það 34.3 °/o af landsmönnum. En við kosningarnar haustið 1923
var kjósendatalan 43 932 eða um 45.2 o/o af landsmönnum. Hin mikla
aukning á kjósendatölunni við síðustu kosningar stafar af því, að sam-
kvæmt stjórnarskránni frá 18. maí 1920 var aldurstakmark allra kjósenda
látið vera hið sama, 25 ár við kjördæmakosningarnar, en samkvæmt
stjórnarskrárbreytingunni frá 1915, er konum og hjúum var veittur kosn-
ingarrjettur, var aldurstakmark þessara nýju kjósenda í fyrstu 40 ár, en
lækkaði svo á ári hverju um eitt ár og átti því ekki að komast niður í
25 ár fyr en eftir 15 ár. Við það að þessi takmörkun var niður feld
hefur kvenkjósendum fjölgað miklu meir en karlkjósendum. Við kosning-
arnar 1919 voru karlkjósendur í allmiklum meiri hluta, 17 630 karlar á
móti 14 240 konum, en við kosningarnar 1923 voru þeir komnir í minni
hluta, 20 710 karlar á móti 23 222 konum. Af kjósendunum voru þannig
árið 1919 55.3 °/o karlar og 44.7 °/o konur, en árið 1923 voru 47.1 °/o
karlar og 52.9 °/o konur.
Síðan alþingi fjekk löggjafarvald hefur tala kjósenda við almennar
kosningar verið svo sem hjer segir:
Kjósendur Af íbúatölu Kjósendur Af íbúatölu
1874 .... .... 6 183 8.8 % 1908 ... . .... 11 726 14.1 %
1880 .... .... 6 557 9.1 — 1911 .... .... 13 136 15.4
1886 .... .... 6 648 9.2 — 1914 .... .... 13 400 15.2
1892 .... .... 6 841 9.5 — 1916 .... .... 28 529 31.7 -
1894 .... .... 6 733 9.2 - 1918 .... .... 31143 33.7 —
1900 .... .... 7 329 9.4 — 1919 .... .... 31 870 34.3 —
1902 .... .... 7 539 9.5 — 1923 .... .... 43 932 45.2 -
1903 .... .... 7 786 9.8 —