Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Blaðsíða 8

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Blaðsíða 8
6 Alþingiskosningar 1919—1923 Árið 1918 fóru ekki fram alþingiskosningar, en þá fór fram at- kvæðagreiðsla um sambandslögin meðal allra alþingiskjósenda. Fram að 1903 (og að því ári meðtöldu) nemur kjósendatalan 9—10 °/o af íbúa- tölu landsins. Með stjórnarskrárbreytingunni frá 1903 var aukaútsvars- greiðslan, er kosningarrjettur var bundin við, færð niður í 4 kr. Var kjósendatalan síðan 14—15 °/o árin 1908—14. Með stjórnarskrárbreyt- ingunni 1915 var aukaútsvarsgreiðsla afnumin sem skilyrði fyrir kosningar- rjetti og konum og hjúum veittur smávaxandi kosningarrjettur. Kemst þá kjósendatalan upp í nálega þriðjung landsmanna og smáhækkar síðan, en með stjórnarskránni 1920 hækkar hún enn mjög mikið og vantar þá ekki mikið á, að helmingur landsmanna sjeu kjósendur. Þegar kjósendatölunni er deilt með tölu kosinna þingmanna, koma á hvern þingmann 1220 kjósendur árið 1923, 937 árið 1919, 394 árið 1914, 260 árið 1903 og 206 árið 1874. Tala kjósenda í hverju kjördæmi við kosningarnar 1919 og 1923 sjest á töflu I og II (bls. 26—27). Sjest þar, að kjósendatala kjördæmanna er mjög misjöfn, enda kjósa sum einn þingmann, önnur tvo og eitt (Reykjavík) fjóra. En þó tillit sje tekið til þingmannatölunnar í hverju kjördæmi, verður samt mjög mishá kjósendatala, sem kemur á hvern þingmann. Að baki sjer höfðu þingmennirnir 1923 færri en 800 kjósendur ............... 6 þingmenn 800—1000 — 7 — 1000—1200 — ................... 8 — 1200—1500 — 8 — Yfir 1500 — 7 Minst kjósendatala á þingmann kemur á Seyðisfirði, 428, og þar næst í Austur-Skaftafellssýslu, 587. Aftur á móti kemur mest kjósenda- tala á þingmann í Reykjavík, 2222 á hvern, og þar næst í Suður-Þing- eyjarsýslu, 1901. í Reykjavík eru 8889 kjósendur, sem senda 4 menn á þing, en í 10 kjördæmum (Seyðisfirði, Austur-Skaftafellssýslu, Norður- Múlasýslu, Norður-Þingeyjarsýslu, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu, Mýrasýslu og Dalasýslu) eru samtals 9107 kjósendur, sem senda 12 menn á þing. 2. Kosningahluttaka. Participation des électeurs. Við kosningarnar haustið 1919 greiddu alls atkvæði 14 463 manns eða 45.4 °/o af allri kjósendatölunni á landinu þá, en við kosningarnar haustið 1923 var tala greiddra atkvæða 31 146 eða 70.9 o/o af kjósenda- tölunni þá. En aðgætandi er, að engin kosning fór fram í 9 kjördæmum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.