Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Qupperneq 14
12
Alþingiskosningar 1919—1923
konur, sem stóðu á kjörskrá, í Mýrahreppi í Vestur-ísafjarðarsýslu og
Borgarfjarðarhreppi. Minst var kosningahluttaka karlmanna í Gufudals-
hreppi (19 °/o), en kvenna í Geiradalshreppi og Múlahreppi (4 °/o).
I töflu IX (bls. 50—51) er sýnd atkvæðatalan við aukakosningar
þær, sem fram fóru í Reykjavík 1921 og í Suður-Þingeyjarsýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu 1922.
3. AtUvæðagreiðsIa utanhreppsmanna.
Votants hors de leur district.
Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki
stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vottr
orði sýslumanns eða bæjarfógeta, að hann standi á annari kjörskrá í
kjördæminu og að hann hafi afsalað sjer þar kosningarrjetti.
Við kosningarnar haustið 1919 greiddu 242 menn atkvæði á öðrum
kjörstað heldur en þar sem þeir stóðu á kjörskrá, eða 1.7 °/o af öllum
þeim, sem atkvæði greiddu við kosningarnar, en haustið 1923 voru það
349 eða l.i o/o. Af þeim, sem notuðu sjer þennan rjett, voru 43 konur
árið 1919 eða um 18 °/o, en 141 árið 1923 eða um 40 °/o. í töflu
I og II (bls. 26—27) er sýnst, hve margir kusu á þennan hátt í hverju
kjördæmi á landinu við báðar þessar kosningar og á 3. yfirliti (bls. 13)
sjest, hve margir það hafa verið í samanburði við þá, sem atkvæði greiddu
í hverju kjördæmi. Tiltölulega flestir hafa það verið í Suður-Múlasýslu 1919
(6.6 o/o af öllum, sem atkvæði greiddu), flestir á Eskifirði og í Nesi í
Norðfirði, og í Austur-Húnavatnssýslu 1923 (6.7 °/o), flestir á Blönduósi.
4. Brjefleg atkvæði.
Votes par lettre.
Með lögum nr. 47, 30 nóv. 1914 var heimilað, að sjómenn og
aðrir, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir
standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna
rjettar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi,
megi greiða atkvæði brjeflega, þannig að þeir sendi hreppstjóra eða
bæjarfógeta á þeim stað, þar sem þeir standa á kjörskrá, fyrir kjörfund
atkvæðaseðil í brjefi. Við kosningarnar haustið 1919 neyttu 381 menn
þess rjettar að kjósa brjeflega, eða 2.6 °/o af öllum þeim, sem atkvæði
greiddu. Við næstu kosningar á undan, 1916, sem voru þær fyrstu, er
leyft var að kjósa brjeflega, voru brjefleg atkvæði 262 eða 1.9 °/o af
þeim, sem atkvæði greiddu þá.
Með lögum nr. 33, 20. júní 1923 var heimildin til að kjósa brjef-