Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Síða 16
14
Alþingiskosningar 1919—1923
stofunni og hefur því verið athugað, hvaða ástæður væru tilgreindar á
þeim. Þær eru þessar:
Fjarvera utansveitar:
Atkv. greidd heima á undan burtförinni ........ 554
Atkv. greidd utansveitar .......................... 630 1 184
EIIi .............................................. 1 082
Sjóndepra ............................................. 25
Veikindi eða lasleiki ............................. 1 253 2 360
Sjúkrahjúkrun ......................................... 36
Annríki.......................................... . ..__40 76
Óupplíst ................................................. 429
Samtals .. 4 049
Þessar tölur sýna, að fjölgun brjeflegu atkvæðanna stafar aðallega
af heimildinni til að kjósa heima vegna elli eða vanheilsu, enda þótt líka
sje nokkru meir en áður um brjefleg atkvæði vegna fjarveru utansveitar.
í töflu V (bls. 36—37) er yfirlit yfir ástæðurnar til brjeflegrar atkvæða-
greiðslu við kosningarnar 1923 í hverju kjördæmi.
I töflu I og II (bls. 26—27) er sýnt, hve mjög brjefleg atkvæði
voru greidd í hverju kjördæmi við kosningarnar 1919 og 1923 og í töflu
IV (bls. 29—35) hvernig þau skiftast niður á hreppana. En í 3. yfirliti
(bls. 13) er samanburður á því, hve mörg koma á hvert 100 atkvæða í
hverju kjördæmi. Bæði árin er Isafjarðarkaupstaður hæstur. 1919 hefur
rúml. Vío greiddra atkvæða þar verið brjefleg atkvæði (10.9 °/o), en 1923
rúml. ty5 (21.7 o/o). Aðeins í 5 kjördæmum hafa brjefleg atkvæði 1923
verið færri en tyio greiddra atkvæða, tiltölulega fæst í Barðastrandar-
sýslu (1.6 o/o) og þar næst í Vestur-Húnavatnssýslu (5.1 °/o).
Við kosningarnar 1919 voru miklu færri konur en karlar, sem kusu
brjeflega. Alls kusu þannig 301 karlmenn eða 3.0 °/o af öllum karlmönn-
um, sem atkvæði greiddu við kosningarnar, en aðeins 80 konur eða 1.8 °/o
af konum, sem atkvæði greiddu. Aftur á móti hafa miklu fleiri konur en
karlar greitt atkvæði brjeflega 1923. Greiddu þá brjeflega atkvæði 1409
karlar eða 8.7 °/o af öllum karlmönnum, sem atkvæði greiddu, en 2 640
konur eða 17.6 °/o af öllum konum, sem atkvæði greiddu. Heimakosning
vegna elli og vanheilsu hefur verið miklu tíðari meðal kvenfólksins heldur
en meðal karlmannanna, en aftur á móti er töluvert meira um brjeflegar
kosningar vegna fjarveru utansveitar meðal karla en kvenna. Af brjef-
legum atkvæðum karla stafaði meir en helmingurinn af fjarveru utan-
sveitar, en af brjeflegum atkvæðum kvenna stafaði nálega 3/4 hlutar af
elli og vanheilsu.
Hve mikið brjeflegar heimakosningar voru notaðar við kosningarnar
1923 gaf mönnum ástæðu til að ætla, að þær hefðu verið nokkuð mis-