Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Page 17
Alþingiskosningar 1919—1923
15
brúkaðar. Á nokkrum fylgibrjefum hafa menn jafnvel tilgreint sem ástæðu
annríki, sem alls ekki er gild ástæða samkvæmt lögunum, en það eru
líka allmiklar líkur til, að ýmsir af þeim, sem tilgreint hafa elli eða las-
leika sem ástæðu, hafi þó verið fullferðafærir og því ekki átt að kjósa á
þennan hátt. En við heimakosningar er miklu örðugra að tryggja það, að
kosningin sje leynileg og að kjósandinn sje sjálfráður um atkvæði sitt.
Af þessum ástæðum var líka heimildin til að kjósa heima vegna elli og
lasleika numin aftur úr lögum á þinginu 1924.
5. Ógild atkvæði.
Bulletins nuls.
Síðan alþingiskosningarnar urðu skriflegar hafa ógild atkvæði orðið:
1908 ... .. . 333 eÖa 3.9 % 1916 ... 680 eöa 4.8 %
1911 ..., . . . 438 — 4.3 — 1919 .... .. 429 — 3.0 —
1914 ..., . . . 135 — l.s — 1923 ..., , .. 784 — 2.5 —
Nokkrir kjósendur hafa skilað auðum seðli og því sjálfir ætlast til,
að atkvæði sitt yrði ónýtt. Við kosningarner haustið 1919 voru 31 at-
kvæðaseðlar auðir eða 7.2 °/o af þeim seðlum, sem ógildir voru metnir,
en við kosningar 1923 voru þeir 57 eða 7.3 °/o. Allur þorri ógildu seðl-
anna er aftur á móti svo til kominn, að kjósendunum hefur mistekist að
gera atkvæðaseðil sinn svo úr garði sem kosningalögin mæla fyrir. Mest
hefur verið um ógild atkvæði við kosningarnar 1916, sem mun stafa af
því, að þá fór fram samtímis atkvæðagreiðsla um þegnskylduvinnu með
annari aðferð og hefur það vilt ýmsa.
Hve mörg atkvæði urðu ógild í hverju kjördæmi 1919 og 1923
sjest á töflu VI og VII (bls. 38—48), en á 3. yfirlitstöflu (bls. 13) er
sýnt, hve miklum hluta þau námu af öllum greiddum atkvæðum í kjör-
dæminu. Bæði árin voru þau tiltölulega flest í Suður-Múlasýslu (4.9 °/o
árið 1919 og7.4 o/o árið 1923), en tiltölulega fæst 1919 í Skagafjarðar-
sýslu (1.3 °/o) og 1923 í Reykjavík (0.5 °/o).
6. Frambjóðendur og þingmenn.
Candidats et représentants élus.
Við kosningarnar 1919 voru alls í kjöri 68 frambjóðendur, en 77
árið 1923. 1919 var aðeins einn frambjóðandi í 9 kjördæmum, svo að
kosning fór þar ekki fram, en 1923 var svo ástatt í 3 kjördæmum
(Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu). í flestum kjör-
dæmum hefur frambjóðendatalan verið tvöföld á við þingmannssæti (í 10