Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Síða 18
16
Alþingiskosningar 1919—1923
kjördæmum 1919 og 17 kjördæmum 1923), en í nokkrum kjördæmum (6
hvort árið) hafa verið fleiri frambjóðendur, flestir 7 í sínu tveggja manna
kjördæminu hvort árið (í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1919 og Árnes-
sýslu 1923).
Af 34 kjördæmaþingmönnum, sem sæti áttu á alþingi 1919 buðu 29
sig fram aftur í sama kjördæmi við kosningarnar haustið 1919 og voru
22 af þeim endurkosnir, en 5 drógu sig í hlje. Af 36 kjördæmaþing-
mönnum, sem sátu á alþingi 1923, buðu 30 sig fram um haustið í sama
kjördæmi og voru 20 af þeim endurkosnir, 1 bauð sig fram í öðru kjör-
dæmi og var kosinn þar, en 5 drógu sig í hlje.
Haustið 1919 voru kosnir 12 nýir þingmenn. Af þeim höfðu 9 aldrei
setið á þingi fyr, en 3 höfðu verið þingmenn áður, þótt ekki hefðu þeir
átt sæti á næsta þingi á undan kosningunni (Sveinn Björnsson, Björn
Hallsson og Sigurður H. Kvaran). Haustið 1923 voru kosnir 15 nýir
þingmenn. Af þeim höfðu 10 aldrei setið á þingi áður, en 5 höfðu verið
þingmenn fyr (Ágúst Flygenring, Eggert Pálsson, Klemens Jónsson,
Magnús Torfason og Jörundur Brynjólfsson.)
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af frambjóðendunum við 4 síð-
ustu kosningarnar bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og
hve margir utan þess.
Frambjóðendur alls Kosnir
1914 1916 1919 1923 1914 1916 1919 1923
Innanhjera&s . 49 61 53 51 24 25 27 24
Utanhjeraös . 14 16 15 26 10 9 7 12
Samtals . . 63 77 68 77 34 34 34 36
Við kosningarnar 1923 hafa óvenjulega margir utanhjeraðsmenn
boðið sig fram. Flestir voru þeir búsettir í Reykjavík, 20 af 26, og náðu
9 þeirra kosningu.
Eftir atvinnu skiftust frambjóðendur og þingmenn þannig:
1914 Frambjóðendur 1916 1919 1923 1914 Þingmenn 1916 1919 1923
Bændur 23 27 28 30 14 13 12 14
Sjávarútvegsmenn 2 2 2 3 1 1 » 3
Iðnaðarmenn 2 2 1 » » » 1
Verslunar- og bankamenn .. . . 6 9 9 11 2 4 8 5
Blaðamenn og embættislausir mentamenn 7 5 5 10 4 3 3 5
Sýslunarmenn » » 2 » » » »
Kenn’arar 7 5 3 6 3 3 2 3
Prestar 7 9 6 3 4 2 1 1
Stfslumenn og bæjarfðgetar .. 5 8 4 4 4 5 3 2
Læknar 3 7 6 4 1 2 4 1
Aðrir embættismenn 3 3 3 3 1 1 1 1
Samtals .. 63 77 68 77 i 34 34 34 36