Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Side 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Side 9
Alþingiskosningar 1926—1927 7 Á öllu Þar sem afkvæða* Á öllu landinu greiösla fór fram landinu 1874 .... 1908 .. 75.7 o/o 72.4 o/o 1880 .... . . . 24.7 — 1911 ... 78.4 — 78.4 — 1886 .... . . . 30.6 — 1914 ... 70 o — 55.8 — 1892 .... . . . 30.5 — 1916 ... 52 6 — 49.2 — 1894 .... .. . 26.4 — 1918 ... .... 43.8 — 43.8 — 1900 .... ... 48.7 — 1919 ... .... 58.7 - 45.4 — 1902 .... . . . 52.6 — 1923 ... .... 75.6 — 70.9 — 1903 .... ... 53.4 — 1927 ... .... 71.5 — 71.5 — Árið 1908 var fyrst farið að kjósa skriflega í hverjum hr< áður var kosið munnlega á einum stað í hverju kjördæmi. Var þá auð- vitað erfiðara að sækja kjörfund og kosningahluttaka því fremur lítil. Þó kemst hún upp í um og yfir helming kjósenda við síðustu munnlegu kosningarnar um og eftir aldamótin. En þegar farið er að kjósa í hverj- um hreppi vex hluttakan mikið og mest var hún 78.4 °/o við kosningarn- ar 1911. Síðan hefur hún verið minni, einkum 1916, er kvenfólkið bættist við í kjósendatöluna, og 1918, er atkvæðagreiðsla fór fram um sambands- lögin. Þá varð hluttakan aðeins 43.8 °/o af kjósendatölunni og stafaði það af því, hve mótstaðan gegn þeim var lítil. Með lögum 1923 var leyft að kjósa brjeflega heima hjá sjer vegna elli og vanheilsu, en sú heimild var feld burt árið eftir. Aftur á móti var með lögum 1925 leyft að hafa fleiri en einn kjörstað í hreppi og hefur sú heimild verið notuð á stöku stað. Við kosningarnar 1927 greiddu að vísu atkvæði nokkru fleiri kjós- endur tiltölulega heldur en við næstu kjördæmakosningar á undan, 1923, en þá fór eigi fram atkvæðagreiðsla í 3 kjördæmum. I hinum kjördæm- unum, sem atkvæðagreiðsla fór fram í, var kosningahluttakan aftur á móti töluvert meiri 1923 heldur en 1927, eða 75.6 °/o á móts við 71.5 °/o. Þegar litið er sjerstaklega á hluttöku karla og kvenna í kosning- unum, þá sjest, að hluttaka kvenna er miklu minni en hluttaka karla. Við kosningarnar haustið 1927 greiddu atkvæði 81.5 °/o af karlkjósend- um, en ekki nema 62.5 °/o af kvenkjósendum. Við kosningarnar 1923 voru bæði þessi hlutföll hærri í þeim kjördæmum, sem kosning fór fram í, hluttaka karlkjósenda 83.7 °/o og kvenkjósenda 68.4 °/o. Afturförin er því töluvert meiri meðal kvenna en karla. I töflu I (bls. 21) sjest, hve margir af kjósendum hvers kjördæmis hafa greitt atkvæði við kosningarnar 1927. Hve mikil kosningahluttakan var hlutfallslega í einstökum kjördæmum sjest á 1. yfirlitstöflu (bls. 8). Mest var kosningahluttakan á ísafirði (92.6 °/o) og þar næst á Seyðis- firði (91.5 °/o), en minst var hún í Suður-Þingeyjarsýslu (59.6 °/o). Mesta kosningahluttaka karla var á Seyðisfirði (97.6 °/o), en kvenna á ísafirði (90.6 o/o), en minst kosningahluttaka bæði karla og kvenna var í Suður-

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.