Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Síða 14

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Síða 14
12 Alþingiskosningar 1926—1927 6. Frambjóðendur og þingmenn. Candidafs et représentants élus. Við kosningarnar 1927 voru alls í kjöri 91 frambjóðendur. Eru það miklu fleiri frambjóðendur en nokkru sinni áður, enda fór nú kosning fram í öllum kjördæmum. í 16 kjördæmum var frambjóðendatalan tvöföld á við þingmannssæti, í 1 kjördæmi tæpl. þreföld, í 8 kjördæm- um þreföld og í 1 kjördæmi fjórföld (Barðastrandarsvslu). Af 36 kjördæmaþingmönnum, sem sáfu á alþingi 1926, buðu 33 sig fram.aftur í sama kjördæmi, og voru 27 þeirra endurkosnir, 1 bauð sig fram í öðru kjördæmi og náði hann ekki kosningu, en aðeins 2 drógu sig alveg í hlje. Við kosningarnar 1927 voru kosnir 9 nýir þing- menn. Af þeim höfðu 6 aldrei setið á þingi fyr, en 3 höfðu verið þing- menn áður, þótt ekki hefðu þeir átt sæti á næsta þingi á undan kosn- ingunni (Sigurður Eggerz, Lárus Helgason og Gunnar Sigurðsson). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af frambjóðendum við 4 síð- ustu kosningarnar bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve margir utan þess: Frambjóöendur alls Kosnir 1916 1919 1923 1927 1916 1919 1923 1927 Innanhjeraðs . . 61 53 51 57 25 27 24 24 Utanhjeraðs ... 16 15 26 34 9 7 12 12 Samtals 77 68 77 91 34 34 36 36 Við kosningarnar 1927 hafa óvenjulega margir utanhjeraðsmenn boðið sig fram. Meiri hluti þeirra, 23 af 35, var búsettur í Reykjavík, og náðu 9 þeirra kosningu. Rjettur þriðjungur þeirra, sem kosningu náðu við tvær síðustu kosningarnar, var búsettur utan kjördæmisins. Eftir atvinnu skiftust frambjóðendur og þingmenn þannig: Frambjóðendur Þingmenn 1916 1919 1923 1927 1916 1919 1923 1927 Bændur 27 28 30 29 13 12 14 16 Sjávarútvegsmenn 2 2 3 4 1 » 3 4 Iðnaðarmenn 2 2 1 3 )) » 1 » Verslunar- og bankamenn 9 9 11 9 4 8 5 7 Verkamenn og verklýðsfjelaga starfsmenn » )) )) 3 » )) )) 1 Blaðamenn og embættislausir mentamenn 5 5 10 8 3 3 5 2 Embættis- og sýslunarmenn 32 22 22 35 13 11 8 6 Samtals 77 68 77 91 34 34 36 36 Bændur og embættismenn eru fjölmennastir bæði meðal frambjóð- enda og þingmanna. Þó hefur embættismönnum fækkað mjög meðal þingmanna upp á síðkastið. Við kosningarnar 1927 náðu aðeins 6 kosn- ingu af 35 frambjóðendum. Meðal frambjóðenda í þeim flokki voru 10

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.