Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Qupperneq 15

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Qupperneq 15
Alþingiskosningar 1926—1927 13 kennarar, en aðeins 1 af þeim náði kosningu, og 6 prestar, en enginn þeirra náði kosningu. í töflu V (bls. 31—36) er getið um fæðingarár og dag hvers fram- bjóðanda við kosningarnar 1927. Eftir aldri skiftust þeir þannig: Fram- bjóöendur Kosnlr 25—29 ára ......... 2 » 30—39 — .......... 28 12 40—49 — .......... 28 7 Fram- bjóðendur Kosnir 50-59 ára ......... 25 12 60-69 — ............ 8 _5 Samtals .. 91 36 Elstur frambjóðendanna var Björn Kristjánsson, 69 ára, og náði hann kosningu, en yngstur var sjera Sigurður Einarsson, 28 ára, og náði hann ekki kosningu. Yngstur þeirra, sem kosnir voru, var Asgeir Ásgeirsson, 33 ára. Meðalaldur allra frambjóðenda við kosningarnar var 46.0 ár, en meðalaldur þeirra, sem kosnir voru, heldur hærri, 47.4 ár. Aftan við nöfn frambjóðendanna í töflu V (bls. 31—36) eru bókstafir, er tákna til hvaða flokks þeir töldust, þegar kosningin fór fram. Fyrir landskjör 1926 breytti Sjálfstæðisflokkurinn um nafn og tók upp nafnið Frjálslyndi flokkurinn. Eftirfarandi yfirlit sýnir, í hve mörgum kjördæm- um hver flokkur hafði frambjóðendur við kosningarnar 1927 og hve marga, hversu margir af þeim náðu kosningu og hversu mörg atkvæði fjellu á frambjóðendur hvers flokks. Atkvæðin eru talin þannig í tveggja manna kjördæmunum, að atkvæðatala hvers frambjóðanda er helminguð. Þau atkvæði, sem fallið hafa á frambjóðendur sinn úr hvorum flokki, teljast því að hálfu til hvors flokksins. í hve mörgum Tala Atkvæðatala kjördæmum fram- af gildum frambjóöendur bjóöenda Kosnir alls atkvæðum íhaldsflokkur (I) 24 34 13 13 6I6V2 42.5 o/o Framsóknarftohkur (F) 20 26 17 9 532'/2 29.8 — Alþýðuflokkur (A) 12 18 4 6 09 7'/2 19.1 — Frjálslyndi flokkurinn (Fl) 6 8 1 1 858 5.8 — Utan flokka (U) 4 5 1 9041/2 2.8 — Samtals . 36 91 36 32 009 lOO.o — íhaldsflokkurinn hafði frambjóðendur í öllum kjördæmum, nema ísafjarðarkaupstað og Suður-Þingeyjarsýslu, en í þeim báðum voru í kjöri utanflokksmenn, sem nánast voru studdir af Ihaldsflokknum. Fram- sóknarflokkurinn hafði frambjóðendur í öllum sveitakjördæmunum, nema Norður-ísafjarðarsýslu, en í engum kaupstaðanna. Alþýðuflokkurinn hafði aftur á móti frambjóðendur í öllum kaupstöðunum, sem eru sjerstök kjördæmi, og auk þess í 7 öðrum kjördæmum. Framsóknarflokkurinn fjekk tiltölulega fleiri þingmenn knsna heldur en svaraði til hans hluta

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.