Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Síða 16
14
Alþingiskosningar 1926—1927
af allri atkvæðatölunni, en hinir flokkarnir færri. Ef þingmennirnir hefðu
skifst á flokkana í rjettu hlutfalli við atkvæðatölu hvers flokks, þá hefði
íhaldsflokkurinn fengið 15, Framsóknarflokkurinn 11, Alþýðuflokkurinn
7, Frjálslyndi flokkurinn 2 og utan flokka hefði orðið 1.
Arið 1926 fóru fram aukakosningar í 4 kjördæmum og er skýrt
frá þeim í töflu VI (bls. 37—38). í Gullbringu- og Kjósarsýslu var kosinn
einn þingmaður 9. janúar 1926 vegna þess að Ágúst Flygenring lagði
niður þingmensku sakir veikinda, en í 3 kjördæmum fór fram kosning
23. október sama ár, samhliða síðari landskosningunni það ár, í Reykja-
vík á tveim þingmönnum í stað ]óns Þorlákssonar og Jóns Baldvinsson-
ar, sem urðu landskjörnir þingmenn við landskjörið um sumarið, í Dala-
sýslu vegna láts Bjarna ]ónssonar frá Vogi og í Rangárvallasýslu vegna
láts sjera Eggerts Pálssonar.
B. Landskosningar 1. júlí og 23. okt. 1926.
Élections d’aprés le nombre proportionnel le 1 juillet et 23 octobre 1926.
1. Landskosningarnar.
L'élections.
1926 var útrunnið kjörtímabil annars helmings hinna landskjörnu
þingmanna og fóru því fram landskosningar á 3 þingmönnum 1. júlí 1926.
En um vorið 1926 dó ]ón Magnússon ráðherra, er var einn hinna lands-
kjörnu þingmanna, sem ekki áttu að fara frá, og með því að varamaður
sá, sem koma hefði átt í hans stað, Sigurður Sigurðsson ráðunautur,
var dáinn áður, fór fram aukalandskosning 23. október sama ár til þess
að kjósa einn þingmann í stað hans.
2. Tala kjósenda.
Nombre des électeurs.
Kosningarrjettur til landskosninga er bundinn sömu skilyrðum sem
kosningarrjettur til kjördæmakosninga, nema aldurstakmarkið er 10 ár-
um hærra við landskosningarnar, eða 35 ár. Tala kjósenda við landskjör
hefur verið þessi síðan þær kosningar hófust.
Af íbúa-
Kjóscndur fölu
24 189 26.8 %
29 094 30.2 —
Af íbúa-
Kjósendur tölu
30 767 30.5 o/o
31 422 31.1 —
1916
1922
1926 júlí
1926 okt.