Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Blaðsíða 18
16
Alþingiskosningar o. fl. 1933
ár, og þeginn sveitarslyrkur ekki til hindrunar, nema í vissum tilfellum.
Hinsvegar mun kjósendatalan hafa verið nær því, sem hún mundi hafa
verið við alþingiskosningar, ef komnar hefðu verið til framkvæmda breyt-
ingar á kosningarréttinum samkvæmt stjórnarskrárfrumvarpinu.
Tala kjósenda á kjörskrá við atkvæðagreiðsluna var á öllu landinu
62 122 eða um 55 °/o af landsmönnum. Er það um 8% þúsundum (eða
161/2 o/o) fleira heldur en við alþingiskosningarnar um sumarið áður.
Hlutfallið milli tölu karla og kvenna á kjörskrá er mjög svipað eins
og við alþingiskosningarnar í sumar sem leið.
Tala kjósenda á kjörskrá, er atkvæðisrétt höfðu við bannatkvæða-
greiðsluna í hverju kjördæmi og hreppi, sést í töflu II (bls. 24) og
töflu III (bls. 25—31).
3, Hluttaka í atkvæðagreiðslunni.
Participaiion á la votaiion.
Við bannatkvæðagreiðsluna greiddu alls atkvæði 28 163 kjósendur
eða 45.3 °/o af þeim, sem á kjörskrá stóðu. Er það svipuð þátttaka
eins og við landskosningarnar sumarið 1926, en við síðustu landskosn-
ingarnar (1930) var þátttakan miklu meiri, og við kjördæmakosningarnar
hefur þátttakan líka æfinlega verið meiri en þetta alla tíð síðan um
aldamót. Við atkvæðagreiðsluna um sambandslögin 1918 var þátttakan
heldur minni (43.s o/o).
Mikili munur var á hluttöku karla og kvenna í atkvæðagreiðslunni.
Af körlum greiddu atkvæði 17 971 eða 59.5 °/o af þeim, sem á kjörskrá
stóðu, en af konum 10 192 eða 31.6 0/0.
I töflu II (bls. 24) er sýnt, hve margir hafa greitt atkvæði í hverju
kjördæmi, en í 4. yfirliti (bls. 17) er sýnt, hve hluttakan í atkvæðagreiðsl-
unni hefur verið mikil í samanburði við tölu kjósenda á kjörskrá í hverju
kjördæmi. Hlutfakan var mest á Isafirði (75.2 o/o), en minst í Vestur-
Húnavatnssýslu (23.8 %). Aðeins í 5 kjördæmum greiddi meir en helm-
ingur kjósenda á kjörskrá atkvæði (á Isafirði, Vestur-Isafjarðarsýslu
(56.9), Seyðisfirði (56.7), Reykjavík (55.9) og Hafnarfirði (50.2)). Hluttaka
karla í atkvæðagreiðslunni var tiltölulega mest á ísafirði (78 5 %), en
minst í Vestur-Húnavatssýslu (30.6 °/o). Hluttaka kvenna var líka mest
á ísafirði (71s °/o), en minst í Austur-Skaftafellssýslu (13.5 °/o). í engu
kjördæmi var hluttaka karla minni en 30%, en í 17 kjördæmum var
hluttaka kvenna undir 30 °/o.
í töflu III (bls. 25—31) er sýnt, hve margir greiddu atkv. í hverjum
hrepp á landinu. Hvernig hrepparnir innan hvers kjördæmis skiftust
eftir hluttöku í atkvæðagreiðslunni sést í 5. yfirliti (bls. 18). í nál. %