Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Blaðsíða 21

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Blaðsíða 21
Alþingiskosningar o. fl. 1933 19 4. Atkvæðagreiðsla í öðrum hreppi. Votants hors de leur district. Við bannatkvæðagreiðsluna var fylgt sömu reglu eins og við lands- kosningar um atkvæðagreiðslu manna á öðrum kjörstöðum, þannig að menn gátu greitt atkvæði á hvaða kjörstað sem var, ekki að eins í sinni sýslu, heldur hvar sem var á landinu, ef menn sýndu vottorð um, hvar þeir stæðu á kjörskrá og að þeir hefðu afsalað sér atkvæðisrétti þar. Við bannatkvæðagreiðsluna greiddu 229 menn atkvæði á kjörstað utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir stóðu á kjörskrá, og er það 0.8 o/o af öllum þeim, sem atkvæði greiddu á landinu. Er það töluvert lægra hlutfall heldur en tíðkast hefur við landskosningarnar. Við síðustu landskosningar var hlutfallið 2.3 o/o. Það virðist því svo, sem þeir sem staddir hafa verið utan heimilis síns, hafi gert sér minna far um að missa ekki af þessari atkvæðagreiðslu heldur en af landskosningunum. Af þeim, sem notuðu sér þennan rétt til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað, voru 63 konur eða 27.5 °/o af þeim, sem þannig greiddu atkvæði. Hafa því tiltölulega miklu færri konur en karlar notað sér þennan rétt, 0.6 °/o af konum er atkvæði greiddu, en l.oO/o af körlum. í töflu II (bls. 24) er sýnt, hve margir greiddu atkvæði á þennan hátt úr hverju kjördæmi og í hverju kjördæmi á landinu, og í 4. yfirliti (bls. 17) er sýnt, hve margir það voru í hlutfalii við þá, sem atkvæði greiddu úr hverju kjördæmi. 5. Ðréfleg atkvæði. Votes par lettre. Við bannatkvæðagreiðsluna voru 743 bréfleg atkvæði eða 2.6 o/o af öllum greiddum atkvæðum. Er það svipað hlutfall eins og við síðustu landskosningar. I töflu II (bls. 24) er sýnt, hve mörg bréfleg atkvæði voru greidd í hverju kjördæmi og á 4. yfirliti (bls. 17) sést, hve mörg þau voru hluffallslega við greidd atkvæði. Langflest voru þau filfölulega í Rangárvallasýslu, þar sem meir en J/io af öllum greiddum afkvæðum voru bréfleg atkvæði. í töflu III (bls. 25—31) sést, hve mörg atkvæði hafa verið greidd bréflega í hverjum hreppi á landinu. 6. Ógild atkvæði. Bulletins nuls. Ógild atkvæði urðu alls 672 eða 2.4 °/o af öllum greiddum atkvæð- um. Er það svipað hlutfall, sem verið héfur við kjördæmakosningar síðari árin, en töluvert hærra heldur en við landskosningar. Tæpur fjórði hluti

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.