Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Side 14

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1934, Side 14
12 Alþingiskosningar o. (1. 1933 6. Frambjóðendur og þingmenn. Candidats et représentants élus. Við kosningarnar 1933 voru alls í kjöri 113 frambjóðendur. Eru það fleiri frambjóðendur en nokkru sinni áður. I einu kjördæmi var að- eins einn frambjóðandi. I 3 kjördæmum var frambjóðendatala Ivöföld á við þingmannssæli, í 1 kjördæmi var hún 2V2-föld, í 14 kjördæmum þreföld, í 1 kjördæmi 3V2-föld og í 7 kjördæmum fjórföld. Af 36 kjördæmaþingmönnum, sem sátu á alþingi veturinn 1933, buðu 32 sig fram aflur í sama kjördæmi, og voru 26 þeirra endur- kosnir, 1 bauð sig fram í öðru kjördæmi og náði kosningu, en aðeins 3 drógu sig alveg í hlé. Við kosningarnar 1933 voru kosnir 9 nýir kjör- dæmaþingmenn. Af þeim höfðu 5 aldrei setið á þingi fyr, einn hafði verið landkjörinn þingmaður á næsta þingi á undan (Pétur Magnússon), en 3 höfðu verið þingmenn áður, þótt ekki hefðu þeir átt sæti á næsta þingi á undan kosningunni (Eiríkur Einarsson, Gísli Sveinsson og Jón Sigurðsson). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af frambjóðendunum við 5 síð- ustu kosningarnar bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve margir utan þess: Frambjóöendur alls Kosnir 1919 1923 1927 1931 1933 1919 1923 1927 1931 1933 Innanhéraös 53 51 57 61 60 27 24 24 26 22 Utanhéraðs 15 26 34 43 53 7 12 12 10 14 Samtals 68 77 91 104 113 34 36 36 36 36 Við kosningarnar 1933 hafa tiltölulega fleiri utanhéraðsmenn boðið sig fram heldur en áður. Meiri hluti þeirra, 38 af 53, var búsettur í Reykjavík, og náðu 11 þeirra kosningu. Eftir atvinnu skiftust frambjóðendur og þingmenn þannig: Frambjóöendur Þingmenn 1919 1923 1927 1931 1933 1919 1923 1927 1931 1933 Bændur 28 30 29 19 22 12 14 16 n 10 Sjávarútvegsmenn 2 3 4 6 5 )) 3 4 3 4 Iðnaðarmenn 2 1 3 3 2 )) 1 )) )) » Verslunar- og bankamenn 9 11 9 15 17 8 5 7 6 9 Verkamenn og verkltfðsfél. starfsmenn )) )> 3 6 18 » )) 1 )) )) Blaðamenn og embættisl. mentamenn . 5 10 8 20 14 3 5 2 2 2 Embættis- og sýslunarmenn 22 22 35 35 35 11 8 6 14 11 Samtals 68 77 91 104 113 34 36 36 36 36 Bændur og embættismenn eru fjölmennastir bæði meðal frambjóð- enda og þingmanna. Við kosningarnar 1933 fjölgaði verkamönnum meðal frambjóðenda, en engir þeirra náðu kosningu.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.