Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1954, Page 7

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1954, Page 7
Irmgangur. Introduction. 1. Tala kjósenda. Number of Registered Electors. í lögum nr. 80/1942, um kosningar til Alþingis, er svo fyrir mælt, að almennar, reglulegar alþingiskosningar skuli fara fram síðasta sunnudag í júnímánuði. En með því að almennar kosningar höfðu síðast farið fram haustið 1949, og umboð þingmanna átti þar af leiðandi, án þingrofs, að standa til hausts 1953, þá var Alþingi rofið frá og með 28. jún£ 1953 og efnt til nýrra kosninga þann dag. Var þetta gert með forsetabréfi 4. maí 1953. Við alþingiskosningarnar 28. júní 1953 var tala kjósenda á kjörskrá 87 601, eða 58,4% af íbúatölu landsins, miðað við það, að hún hafi verið 150 100 um mið- bik ársins. Síðan kosningaréttur var aukinn síðast, með stjórnarskrárbreytingunni 1934, hefur kjósendatalan verið sem hér segir: Tala I % af kjósenda fbúatölu 1934, alþingiskoeningar......................... 64 338 56,4 1937, alþingiskosningar......................... 67 195 57,1 1942, alþingiskosningar, 5. júlí................ 73 440 59,7 1942, alþingiskosningar, 18. október ......... 73 560 59,7 1944, þjóðaratkvæðagreiðsla ............. 74 272 58,5 1946, alþingiskosningar......................... 77 670 59,0 1949, alþingiskosningar......................... 82 481 58,7 1952, forsetakjðr .............................. 85 877 58,2 1953, alþingiskosningar......................... 87 601 58,4 Telja má, að lækkun sú, sem orðið hefur á kjósendahlutfallinu frá þv£, sem var 1949 og 1946, sé ekki raunveruleg, heldur stafi hún af þvi, að kjörstjórnir telji nú yfirleitt ekki lengur £ kjósendatölunni dána menn og þá, sem öðlast ekki kosn- ingarétt fyrr en eftir kjördag á kosningaárinu. í skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningarnar 1949 (nr. 129) er, á bls. 5, yfirlit um kjósendatölu við allar alþingiskosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá 1874, og sömuleiðis er þar stuttlega greint frá skilyrðum fyrir kosningarétti siðan 1903. Vfsast til þess. Af kjósendatölunni 1953 voru 49,6% karlar, en 50,4% konur. Koma 1 017 kvenkjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósenda, þar sem hins vegar enginn teljandi munur er á tölu allra karla og kvenna á landinu. Stafar þetta af þvi, að innan við kosningaraldur (21 ár) eru heldur fleiri karlar en konur, en á kosningar- aldri eru konur þeim mun flciri. Af öllum kjósendum á landinu 1953 komu að meðaltali 1 684 kjósendur á hvern þingmann, en 1586 við næstu kosningar á undan, haustið 1949. Tala kjósenda i hverju kjördæmi við kosningarnar 1953 er sýnd i töflu I (bls. 16). Töluvert ósamræmi er milli kjósendatölu og þingmannatölu í einstökum kjör- dæmum, enda eiga uppbótarþingsætin að bæta úr því. Minnst kjósendatala kemur

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.