Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1954, Page 12
10
Alþingiskouúngar 1953
5. Auðir seðlar og ógild atkvæði.
Blank and Void Ballots.
Frá og með kosningunum 1934 liafa auðir seðlar og ógild atkvæði orðið (tala
atkvæðaseðla og % af greiddum atkvæðum):
Tala % Tala %
1934 1944 sambandsslit .. 1 559 eða 2,1
1937 681 „ 1,2 „ lýðveldisstjóraarskrá ... .. 2 570 „ 3,5
1942 s/7 809 „ 1,4 1946 .. 982 „ 1,4
1942 is/10 908 „ 1,5 1949 .. 1 213 „ 1,7
1953 .. 1 344 „ 1,7
Við kosningarnar 1953 voru 1 037 atkvæðaseðlar auðir og 307 ógildir. Námu
auðu seðlarnir þannig 1,3% af greiddum atkvæðum, en ógildu seðlarnir 0,4% af þeim.
Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir í liverju kjördæmi sést í 3.
yfirliti (bls. 12), en í 1. yfirliti (bls. 6) er sýnt, hve miklum hluta þeir námu af öllum
greiddum atkvæðum í kjördæminu.
6. Frambjóðendur og þingmenn.
Candidates and Elected Members of Althing.
Við kosningarnar 1953 voru alls í kjöri 283 frambjóðendur frá 6 stjórnmála-
flokkum, þ. e. frá öllum 4 eldri flokkunum og 2 nýjum flokkum, Lýðveldisflokknum
og Þjóðvarnarflokknum. Hinn fyrr nefndi var stofnaður 31. marz 1953, en hinn
síðar nefndi 15. marz 1953. Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn höfðu
frambjóðendur í öllum kjördæmum, Framsóknarflokkurinu í öllum nema 2, og
Alþýðuflokkurinn í öllum nema 4. Þjóðvarnarflokkurinn hauð fram í Reykjavík
og 11 öðrum kjördæmum, og Lýðveldisflokkurinn í Reykjavík og 2 öðrum kjör-
dæmum.
Frambjóðendurnir skiptust þannig á kjördæmi:
Reykjavík ................................... 96
Tveggja manna kjördæmi....................... 96
Eins manns kjördæmi ......................... 91
Samtals 283
Frambjóðendur við kosningarnar 1953 eru allir taldir með stöðu og heimili
í töflu III og IV (hls. 20—32).
Við kosningarnar 1953 voru í kjöri 49 þingmenn, sem setið höfðu á næsta
þingi á undan, þar af 1 sem varamaður (Magnús Jónsson frá Mel, varamaður Stef-
áns Stefánssonar í Fagraskógi). Af þessum frambjóðendum náðu 43 kosningu,
annað hvort sem kjördæmaþingmenn eða uppbótarþingmenn. Hinir 3 þingmenn
undanfarandi kjörtímabils, sem ekki voru í kjöri, voru Áki Jakobsson, Stefán Jóh.
Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson, en þeir 6 þingmenn, scm náðu ekki kjöri,
voru: Ásmundur Sigurðsson, Jón Gíslason, Jónas Árnason, Kristín Sigurðardóttir,
Rannveig Þorsteinsdóttir og Steingrímur Aðalsteinsson. Hinir 9 nýkosnu þing-
menn voru: Bergur Sigurbjörnsson, Eggert Þorsteinsson, Einar Ingimundarson,
Gils Guðmundsson, Gunnar Jóhannsson, Ingólfur Flygenring, Jón Kjartansson,
Karl Guðjónsson og Kjartan Jóhannsson. Einn þessara þingmanna hefur verið
þingmaður áður (Jón Kjartansson, árin 1923—27), og tveir aðrir voru á þingi sem