Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1954, Qupperneq 13
Alþingiskosningar 1953
11
varamenn stuttan tíma, annar á síðasta kjörtímabili (Ingólfur Flygering) og hinn
á næstsíðasta kjörtímabili (Kjartan Jóhannsson).
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af þeim, sem þingsæti náðu við 6 síðustu
kosningar, bjuggu í kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve margir utan þess:
Innanhéraðs Utanhéraðs 1937 27 22 •/, 1942 29 20 "/» 1942 29 23 1946 29 23 1949 34 18 1953 38 14
Samtals 49 49 52 52 52 52
Flestir utanhéraðsþingmanna eru búsettir í Reykjavík, 11 af 14 við kosning-
arnar 1953.
í töflu IV (bls. 25) er getið um fæðingarár og -dag allra þeirra, sem þingsæti
hlutu við kosningarnar 1953. Eftir aldri skiptust þeir þannig:
21—29 ára .................... 1
30—39 „ 12
40—49 ....................... 10
50—59 ., 16
60—69 „ 13
Samtals 52
Elztur þeirra, sem kosningu náðu, var Jörundur Brynjólfsson, 69 ára, en
yngstur Eggert Þorsteinsson, 27 ára.
í töflu III (bls. 20) sést, hvaða flokkar hafa liaft framboðslista í þeim kjör-
dæmum, þar sem kosið var hlutfallskosningu, en í töflu IV (bls. 25) eru bókstafir
aftan við nafn hvers frambjóðanda, er tákna til bvaða flokks þeir töldust, þegar
kosningin fór fram.
7. Úrslit kosninganna.
The Outcome of the Elections.
í töflu IV (bls. 25—32) sést, livernig úrslit kosninganna liafa orðið í hverju
kjördæmi og hvernig gild atkvæði hafa fallið á hvern framboðslista eða einstaka
frambjóðendur, en samandregið yfirlit um þetta fyrir allt landið er að finna í 3.
yfirliti (bls. 12). í töflu IV eru einnig sýnd til samanburðar kosningaúrslitin í hverju
kjördæmi við næstu kosningar á undan, 1949.
Gild atkvæði voru alls 77 410, og skiptust þau þannig á flokkana, en til saman-
burðar eru tilsvarandi tölur frá næstu kosningum á undan.
1953 1949
Atkvœði HlutfaU Atkvœði Hlutfall
Sjálfstœðisflokkur 28 738 37,1 % 28 546 39,5 %
Framsóknarflokkur 16 959 21,9 „ 17 659 24,5 „
Sósíalistaflokkur 12 422 16,1 „ 14 077 19,5 „
Alþýðuflokkur 12 093 15,6 „ 11 937 16,5 „
Þjóðvarnarflokkur 4 667 6,0 „
Lýðveldisflokkur 2 531 3,3 „
Samtals 77 410 100,0 % 72 219 100,0 %
í öllum kjördæmum féllu nokkur atkvæði á landslista, en ekki voru þau samt
fleiri en 4 424 eða 5,7% af gildum atkvæðum. Hvernig þau skiptast á flokkana,
sést f 4. yfirliti (bls. 13).