Bændablaðið - 25.06.2015, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015
Málgagn bænda og landsbyggðar
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 7.500 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.750. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is
Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Frágangur fyrir prentun: Prentsnið.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
LEIÐARINN
Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi
Framsóknarflokksins í atvinnu-
veganefnd, leggur til að bændur
taki í auknum mæli við því
að rækta upp landið, í stað
Landgræðslunnar. Þeim kunni
að vera betur til þess treystandi
en opinberri stofnun.
Þetta er sannarlega athyglisvert
mál því að með nýjum lögum geta
bændur keypt land sem afsalað var
til Landgræðslunnar fyrir áratugum,
með því skilyrði að það verði tekið til
landbúnaðarnota næstu tíu ár. Dæmi
eru um að bændur hafi leitað eftir
kaupum á landi frá Landgræðslunni
við afar dræmar undirtektir.
Skilyrðunum um landbúnaðarnot
er ætlað stuðla að auknum búskap
og að ekki verði hægt á þeim tíma
að taka landið til annarra nota, eins
og undir sumarhúsabyggð.
Bændur hafa á liðnum áratugum
lyft grettistaki í landgræðslu
og oft í nánu samstarfi við
Landgræðsluna. Eigi að síður
hefur komið til harðskeyttra deilna
milli Landgræðslunnar og bænda
sem þegar nánar er skoðað ættu að
vera óþarfar. Oft virðist ekki annað
skorta á en að menn setjist niður og
ræði málið í rólegheitunum og af
skynsemi.
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri hefur m.a. gagnrýnt að bændur
reki fé sitt á beit í Almenningum,
en þeir hafa á móti bent á úrskurði
ítölunefndar og yfirítölunefndar til
að rökstyðja sitt mál. Sennilega eru
átökin um Almenninga það mál
sem hæst hefur farið en víðar hefur
komið til orðaskaks á milli þessarar
stofnunar og bænda.
Sveinn hefur varað við þessum
hugmyndum Páls Jóhanns og að
með þeim sé hætt við að fjármunum,
sem kostað hafi verið til uppgræðslu,
verði kastað á glæ.
Haraldur Benediktsson, bóndi
og alþingismaður og fyrrverandi
formaður Bændasamtaka Íslands,
skrifar um þetta á fésbókarsíðu sinni.
Haraldur segist taka undir orð
Páls Jóhanns um breyttar áherslur
í landgræðslumálum.
„Það er löngu tímabært að
rýna í starfsemi Landgræðslunnar
og fara yfir umfang hennar. Hún
hefur á löngum tíma náð góðum
árangri í sínu starfi, en við þurfum
að gera betur. Er endilega rétt sú
áhersla að stofnunin sitji á miklum
og verðmætum eignum?“ segir
Haraldur m.a. í pistli sínum.
Það hlýtur að vera eitt stærsta
hagsmunamál bænda að vernda
landið til að tryggja áframhaldandi
búskap. Þar ættu hagsmunir
landgræðslufólks og bænda líka að
geta farið saman. /HKr.
LOKAORÐIN
Aldarafmæli kosningaréttar kvenna
Þann 19. júní síðastliðinn var haldið upp á
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með
myndarlegum hætti. Full ástæða var til þess
að minnast þess enda var það stór áfangi í
jafnréttisbaráttu þess tíma og rétt að óska öllum
konum landsins til hamingju með þessi tímamót.
Það vakti minni athygli að á sama tíma var einnig
rýmkaður talsvert kosningaréttur eignalausra eða
eignalítilla karlmanna, t.d.bænda, en áður höfðu
þeir einir kosningarétt sem greiddu að lágmarki
ákveðna skatta, gegndu ákveðnum embættum
eða áttu eignir. Takmarkanirnar voru þó ekki
liðnar undir lok því að eftir breytingarnar hafði
tæpur þriðjungur þjóðarinnar kosningarétt (nú er
hlutfallið 74%), en takmörkunum vegna stéttar eða
stöðu var ekki að fullu aflétt fyrr en 1934.
Þá voru engar konur á Búnaðarþingi
Daginn fyrir hátíðahöldin var sýndur á RÚV
þátturinn „Undarleg ósköp að vera kona“ sem
byggður var upp á gömlum fréttabútum um
jafnréttisbaráttuna á fyrri árum. Þátturinn
hófst á viðtali við Jónas Jónsson sem þá var
búnaðarmálastjóri og var hann inntur eftir stöðu
kvenna á búnaðarþingi. Þá voru engar konur
fulltrúar á þinginu, en ein hafði setið þingið sem
varafulltrúi. Það var og er óásættanlegur árangur
því að raddir kynjanna eiga auðvitað að heyrast að
jöfnu í félagskerfi landbúnaðarins eins og annars
staðar í samfélaginu.
Þessi staða varð enda mörgum umhugsunarefni
og er því miður enn. Samtök bænda gengust fyrir
átaki í jafnréttismálum í kringum síðustu aldamót.
Í kjölfar stefnumótunar Búnaðarþings 2001 var
stofnsett sérstök jafnréttisnefnd Bændasamtakanna
sem beitti sér fyrir ýmsum aðgerðum til að bæta
jafnrétti innan félagskerfis landbúnaðarins.
Það skilaði sér m.a. í stofnun samtaka kvenna í
landbúnaði undir nafninu „Lifandi landbúnaður“
árið 2002. Því miður eru þau ekki starfandi um
þessar mundir sem er miður því fyllsta ástæða er
til að halda þessum málum vakandi. Það er enn
mikið verk að vinna.
Hlutfall kynjanna meðal félagsmanna er
reyndar líka mjög skakkt, en karlmenn eru
mikill meirihluti félagsmanna. Ástæða er til að
hvetja konur sérstaklega til að ganga til liðs við
samtökin. Það er öllum ljóst að hlutur kvenna er
ekki minni en karla þegar kemur að búrekstrinum,
en þess gætir því miður ekki nægilega vel á
félagatalinu.
Konur skipuðu meirihluta stjórnar BÍ 2013
Fulltrúafjöldinn á Búnaðarþingi er sem betur
fer ekki lengur bara bundinn við annað kynið,
en jöfnuði er þó fjarri því náð, því að á síðasta
þingi voru konur 14 af 48 fulltrúum eða um
30%. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn við
stjórnarkjör fyrir kjörtímabilið 2013–2016 að
kjörnir stjórnarmenn voru að meirihluta konur.
Það er vissulega alltaf misjafnt hverjir gefa
kost á sér til starfa fyrir hagsmunasamtök stéttar
sinnar, hvort sem þar er um að ræða samtök
bænda, eða samtök á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
Hagsmunasamtök eins og Bændasamtökin
geta ekki náð árangri á sínu sviði nema að
hæfileikafólk í stéttinni af báðum kynjum vilji
starfa í trúnaðarstöðum á vegum þeirra og að þau
geti ráðið til sín gott starfsfólk.
Félagsmálastörf fyrir hagsmunasamtök geta
oft verið annasöm og taka óneitanlega tíma frá
öðrum verkefnum, jafnvel þegar verst stendur
á í búskapnum. Þá ganga þau á tíma fólks með
fjölskyldum sínum og útheimta oft á tíðum
mikinn skilning heima fyrir. Auðvitað er það svo
að engin/n er neydd/ur til að taka þessi verkefni
að sér. Það er val hvers og eins, en það er alger
forsenda árangurs að okkar besta fólk hafi áhuga
á að sinna þeim. Landbúnaðurinn þarf á öllum
vinnufúsum höndum að halda. Saman sækjum
við fram. /SSS
Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
er einn af stofnendum hóps
sem kallar sig Hjálpartæki,
hjálpumst að og hefur
það að markmiði að safna
hjálpartækjum handa þeim sem
ekki eiga rétt á þeim.
„Ég hef því miður orðið vör við
mjög stóran ágalla sem snýr að
réttindum fatlaðra,“ segir Hjördís.
„Það er nefnilega svo að
samkvæmt reglum Trygginga-
stofnunar eiga ekki allir rétt
á hjálpargögnum þrátt fyrir
að þurfa á þeim að halda. TR
hafnar beiðnum frá læknum um
hjálpartæki, meðal annars á þeim
forsendum að ekki liggi fyrir
greining.“
Langurt biðtími
„Oft er langur biðtími eftir
greiningu og getur hún tekið
fleiri mánuði og jafnvel fleiri ár.
Á meðan hefur viðkomandi ekki
rétt á neinum hjálpartækjum og
þarf því að leigja hjólastól hjá
Hjálpartækjamiðstöðinni. En svo
vill til að Hjálpartækjamiðstöðin
er dótturfyrirtæki TR, og undir
velferðarráðuneytinu. Það er hægt
að leigja hjá þeim hjólastóla á
rúmar 700 kr. á dag auk tryggingar.
Sem gerir um 255.000 krónur á ári.
Ekki veit ég um neinn öryrkja sem
hefur efni á slíku í marga mánuði,
jafnvel árum saman.“
Safna hjálpartækjum
„Ég hef því ásamt fleirum stofnað
hóp sem vinnur að því að gera lífið
bærilegra fyrir þá sem virkilega
þurfa á stuðningi og aðstoð að
halda með því að safna saman
hjálpargögnum sem fólk á, en er
hætt að nota. Í hópnum eru líka
sjálfboðaliðar sem gera við tækin
sé þess þörf.
Við þurfum að fá fólk til
að koma hjálpartækjunum á
ákveðinn stað þar sem aðrir,
sem þurfa á þeim að halda, geta
nálgast þau í stað þess að þeim
sé hent. Ef einhver þarf einungis
hjálpartæki tímabundið getur sá
hinn sami komið aftur með þau og
þau haldið áfram að þjóna sínum
tilgangi, farið til næsta sem þarf
hjálpartæki. Leggjumst öll á eitt
og hjálpumst að,“ segir Hjördís.
/VH
Hjálpartækjasíminn:
845-8378
Netfang:
hjalpartaeki.hjalpumstad
@gmail.com
Hópur á facebook:
Hjalpumst ad, hjalpartæki.
Áhugavert
Hjálpartæki, hjálpumst að:
Safna hjálpartækjum handa þeim sem ekki eiga rétt á þeim
Stjórn Bændasamtaka Íslands. Fulltrúafjöldinn á Búnaðarþingi er sem betur fer ekki lengur bara bundinn
við annað kynið, en jöfnuði er þó fjarri því náð, því að á síðasta þingi voru konur 14 af 48 fulltrúum eða
um 30%. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn við stjórnarkjör fyrir kjörtímabilið 2013–2016 að kjörnir
stjórnarmenn voru að meirihluta konur.