Bændablaðið - 25.06.2015, Side 42

Bændablaðið - 25.06.2015, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015 Dagana 19. til 23. júní sl. var haldin landbúnaðarsýningin Royal Highland Show í Skotlandi og sóttu sýninguna m.a. hópur íslenskra sauðfjárbænda, en ferðin var farin á vegum Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Tilgangur ferðalagsins var að sækja sýninguna heim, en einnig að kynna sér þarlendan landbúnað og menningu. Ferðinni verður gerð skil síðar, en hér á eftir fer samantekt Snorra Sigurðssonar, sem var fararstjóri í þessari ferð, um ýmislegt áhugavert sem fyrir augu bar á sýningunni. Fjögurra daga sýning Það er óhætt að segja að sýningin eigi sér langa hefð, en sýningin var haldin í fyrsta skipti árið 1822! Sýningin hefur síðan verið haldin reglulega, en sýningin í ár er sú 175. í röðinni. Sýningarsvæðið er rétt í útjaðri Edinborgar, og hefur aðsókn gesta að henni aukist undanfarin ár og um nýliðna helgi komu um 190 þúsund gestir þá fjóra daga sem sýningin stóð sem er aukning um á annan tug þúsunda gesta frá því í fyrra. Þessi sýning er með þeim stærri sem haldnar eru hér í Evrópu og sem dæmi um umfang hennar þá má nefna að sýningarsvæðið er alls 20 hektarar að stærð og auk þess eru nýttir 60 hektarar lands undir bílastæði, en alls er hægt að taka á móti 20 þúsund farartækjum á hverjum tíma. Fjölbreytt að vanda Líkt og undanfarin ár var sýningin byggð upp í kringum búfjársýningu en alls voru rúmlega eitt þúsund kynbótanautgripir af 20 ólíkum kúakynjum sem kepptu um hylli kynbótadómaranna. Til mikils var að vinna en veitt voru vegleg peningaverðlaun fyrir bestu gripina. Þá mættu fjárbændur til leiks með 2.000 hrúta, ær og lömb og var þar hver annar glæsigripurinn á fætur öðrum. Síðast en ekki síst ber að telja hrossin, en alls voru í ár um 3 þúsund hross á sýningunni, öll sýnd í keppnum en keppt var í 38 ólíkum flokkum með hrossin s.s. í hindrunarstökki, kerrureið og fleira. 980 sýnendur Utan um, og í kringum gripasýningar og keppnir með þá, er svo fjölbreytt sýning á nánast öllu því sem tengist dreifbýli eins og vélum og tækjum, Royal Highland Show – einstök landbúnaðarsýning Utan úr heimi Ný tegund af vatnalilju uppgötvuð í Ástralíu: Fannst í tjörn fullri af krókódílum Hópur grasafræðinga frá Kew- grasagarðinum í London og kollegar þeirra í Vestur-Ástralíu römbuðu á áður óþekkta vatnalilju fyrir skömmu. Grasafræðingarnir voru í leiðangri í vestanverðri Ástralíu að rannsaka og skrá tegundir vatnalilja þegar þeir fundu eina tegund sem ekki hefur verið skráð áður. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins fannst lilja í tjörn sem var krökk af krókódílum sem ná sjö metrum að lengd og þurftu grasafræðingarnir að leggja sig í talsverðan lífsháska til að ná í eintak. Tilgangur rannsóknanna er að kortleggja og koma eintökum af sjaldgæfum vatnaliljum í grasagarða og varðveita þær þar áður en þær verða útdauðar í náttúrunni. Sýnishorn vatnaliljunnar óx í rúmlega hálfsmetra djúpu vatni og til hennar sást líka þar sem vatnið var mun dýpra. Krónublöð nýju liljunnar, sem ekki hefur verið gefið nafn, eru fíngerð, hvít og bleik að lit. /VH Ólögleg námuvinnsla: Gervihnattamyndir sýna ólöglega gullvinnslu á friðlandi í Amason Loft- og gervihnattamyndir sýna að námufyrirtæki hafa hafið ólöglega gullvinnslu á friðlandi í Perú-hluta Amason-regnskógarins sem ætlað er innfæddum. Myndirnar sýna talsverða skógareyðingu á landsvæði sem skilgreint er sem friðland og svæði sem ætlað er nokkrum ættbálkum indíána sem búa á svæðinu. Skógareyðingin er dreifð um svæðið sem bendir til að gullvinnslan sé í smáum stíl á hverjum stað en á móti kemur að svæðin eru mörg. Ólöglegur námugröftur og gullvinnsla í Amason-skógi hefur aukist mikið undanfarin ár og í Perú er talið að skógareyðing af þeirra völdum nemi um 50.000 hekturum. Auk þess sem tré eru felld við gullvinnsluna er mengun af hennar völdum gríðarleg þar sem mikið af kvikasilfri er notað við hana og það berst í jarðveginn og út í árnar. /VH Í Skotlandi hefur nú verið rekið um hríð holdanautabú sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á japönskum Wagyu- Angus-nautum dagsins í dag og þeim nautum sem voru uppi þegar að rækta lengri skrokka, sem gefa eðlilega af sér meira kjöt auk þess fallþunga á einungis 16 mánuðum! KYNINNGARFUNDIR UM FJARVIS.IS Á VESTFJÖRÐUM Þriðjudaginn 30. júní verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir: Þriðjud. 30. júní - Holti, Önundarfirði kl. 14:00 Þriðjud. 30. júní - Birkimel, Barðaströnd kl. 20:00 Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.