Bændablaðið - 25.06.2015, Side 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015
Vélabásinn
liklegur@internet.is
Hjörtur L. Jónsson
Í mörg ár átti ég Nissan X-Trail
sem þjónaði mér ágætlega sem
jepplingur, en nú er kominn
nýr X-Trail sem hægt er að fá í
nokkrum útgáfum. Ég fékk fyrir
skömmu til prufuaksturs hjá BL
Nissan X-Trail Tekna Plus sjö sæta
dísilbíl með 130 hestafla vél.
Bíllinn sem ég prófaði er sá
dýrasti með mestum útbúnaði
og kostar 6.690.000, en ódýrasti
fjórhjóladrifni X-Trail bíllinn er frá
5.890.000 og er þá fimm manna.
Ódýrasti X-Trail bíllinn er hins vegar
bara með framhjóladrifi og kostar frá
5.490.000.
Mikið lagt upp úr öryggi og
þægindum farþega
Í nýja bílnum er greinilega
lagt mikið upp úr öryggi, en
bíllinn kemur með mörgum
mjög gagnlegum öryggisbúnaði,
fjarlægðarskynjarar framan og aftan,
neyðarhemlunarbúnaði, akreinavara,
360 gráðu myndavélarbúnaði þegar
lagt er í stæði, skynjar umferðarskilti
og birtir í upplýsingarskjá,
bakkmyndavél, bremsubúnaði sem
heldur við í brekkum (hill start assist),
stöðugleikakerfi, blindhornsvari o.fl.
Það sem vakti mesta athygli mína
var 360 gráðu myndavélabúnaðurinn
sem kemur upp á upplýsingaskjáinn
þegar bíllinn er settur í bakkgír. Að
leggja bílnum í stæði með þessum
búnaði er hrein snilld og mætti vera
í fleiri bílum. Blindhornsvarinn var
í bílnum sem ég prófaði, en er ekki í
öllum X-Trail (er bara í Tekna bílnum
sem ég prófaði). Blindhornsvarinn
virkar þannig að lítið gult ljós
kviknar þegar bíll eða mótorhjól
er á blindhornssvæðinu sem maður
sér ekki vel í hliðarspeglum (u.þ.b.
45 gráður frá afturhorni bíls). Þessi
búnaður ætti að vera í öllum bílum
og er að mínu mati eitthvað sem allir
bílar verði með innan nokkurra ára.
Þægilegur í akstri, en tog vélar
lítið
Allir X-Trail bílarnir sem eru
fjórhjóladrifnir koma beinskiptir
(þeir framhjóladrifnu með
sjálfskiptingu). Það eina sem
angraði mig við aksturinn á þessum
bíl í prufuakstrinum var lítið tog
vélarinnar á lágum snúningi, en
þegar hægt var mikið á fyrir beygju
þarf að skipta niður um gír til að
maður píni ekki vélina í of háum
gír út úr beygjunni (ósköp eðlilegt
þar sem vélin er ekki nema 1598cc).
Þegar ég ók bílnum á malbiki fannst
mér bíllinn liggja vel á veginum og
svara vel í beygjum (nánast eins og
sportbíll) enda er Tekna á 19 tommu
álfelgum. Á 19 tommu álfelgum á
malarvegi eru bílar almennt ekki
skemmtilegir og svo var um þennan
(maður finnur fyrir nánast öllum
smásteinum), allir X-Trail nema
þessi sem ég prófaði eru á 17 tommu
dekkjum sem gefa betur eftir og henta
betur á malarvegum.
Lítil dísilvélin sparneytin og
hentar vel til langkeyrslu
Uppgefin meðaleyðsla á hundraðið
er 5,3 lítrar í blönduðum akstri, en
miðað við þann stutta prufuakstur
sem ég tók tel ég að vel sé hægt að ná
bílnum undir 5 lítrum í langkeyrslu
sé hann ekki þunglestaður, en þar
sem að vélin er ekki nema 1598cc
er bíllinn ekkert sérstaklega hentugur
til að draga þungar kerrur gagnvart
eldsneytissparnaði. Farangursrými er
gott og í skottinu er varadekk, þó ekki
í fullri stærð, en ekki svo kallaður
„aumingi“ (mætti kalla dekkið
stóran aumingja). Miðað við verð og
útbúnað í þessum bíl tel ég að kaup
á X-Trail sé mjög góð fjárfesting. Í
samanburði við gamla Nissan X-Trail
bílinn sem ég átti er nánast ekkert
sambærilegt, allt í nýja bílnum er
betra og þægilegra og treysti ég mér
ekki til að bera bílana saman nema
með þeim orðum að þessi X-Trail er
nýr og allt sem í honum er.
Hæð 1.695 mm
Breidd 1.820 mm
Lengd 4.653 mm
Helstu mál og upplýsingar
Upphituð nærföt … – ertu ekki að grínast!
Í lok maí og byrjun júní fór ég
hvorn sinn hringinn í kringum
landið á mótorhjóli. Fyrirfram
var vitað að þetta yrðu frekar
kaldar ferðir. Eyþór Örlygsson hjá
Reykjavík Motor Center bauð mér
að prófa nærföt sem eru upphituð
í ferðunum.
Ég vildi hvorki treyju né vesti þar
sem ég keyri alltaf í brynju og minnist
þess ekki að hafa orðið kalt í henni
á efri hluta líkamans, en þáði síðar
nærbuxur til að prófa. Vantrúaður á að
þetta gerði nokkurt gagn var ég búinn
að vera á ferðinni í nokkra daga áður
en ég prófaði.
Þvílíkri undraflík hef ég ekki
klæðst
Á fyrsta degi prófaði ég að vera með
rafhlöðuna stillta á 25% af orku og
eftir 10 og hálfan tíma var rafhlaðan
ekki enn tóm. Næsta dag var ég með
stillt á 50% og þá dugði rafhlaðan
í 7 og hálfan tíma. Dag 3 hafði ég
stillt á 75% og entist rafhlaðan þá
í rúma 5 tíma. Með stillt á 75%
var of heitt að labba nokkuð því þá
svitnaði ég undan hitamottunum fyrir
ofan hné og við buxnastrenginn þar
sem eru hitamottur líka. Ef ég kom
einhvers staðar inn þá var of heitt
með stillinguna á 75%. Síðasta dag
ferðarinnar var töluverð rigning og
prófaði ég þá 100%, en varð að stoppa
eftir um 10 mín. akstur og slökkva á
rafhlöðunni þar sem 100% er of mikill
hiti og mér fannst ég vera að brenna
undan hitamottunum, setti svo síðar
á 50% og þó svo að ég væri blautur
fann ég ekki fyrir kulda á lærum og
upp við buxnastreng.
Kjörið fyrir stangveiði,
gæsaskyttur, grenjaskyttur og fleiri
Eftir þessa reynslu mína ætla ég
ekki að skila prufubrókinni, hún
getur komið sér vel við ýmisleg
kuldastörfin. Fyrir mér er þessi flík
eitthvað sem veiðimaður í kaldri á ætti
að eiga, gæsaskytta sem bíður eftir
morgunflugi á köldum haustmorgni
eða grenjaskyttu sem verður að
liggja á greni á köldum nóttum og
að geta sett smá hita á brókina hlýtur
að gera útiveruna þægilegri. Einnig
mundi ég halda að svona klæðnaður
henti vel fyrir björgunarsveitir til að
klæða þann sem leitað er að þegar
hann finnst blautur og kaldur. Eini
ókosturinn sem ég sé við þessi föt
er að þvo þau, en ég mundi bara
fara í mínum í sturtu og hengja upp
rennandi blautt á eftir sturtuna. Fötin
eru til í ýmsum stærðum, en númerin
eru frekar lítil og ég sem yfirleitt
klæðist númeri M prófaði L sem var
síður en svo of stórt, en verðið er
með hleðslutæki og rafhlöðu: Bolur
25.229, vesti karl 41.636, vesti kona
39.449 og síðbuxur 31.558 kr.
Nissan X-Trail:
Nýr sjö manna gjörbreyttur
Nissan X-Trail á góðu verði
Bíll í blindhorninu og gula ljósið
kviknar.
Bakkmyndavélin til vinstri og 360 gráðu myndin til hægri þegar bakkað er
í stæði.
Nissan X-Trail Tekna. Myndir / HLJ
Hitamotturnar eru á um 15 cm svæði
fyrir ofan hné og í streng.
Lítið fer fyrir höggheldri rafhlöðunni
í buxnastrengshulstrinu.